Ljósmyndanámskeið 1

Uppbókað er á þetta námskeið.

 

Næsta námskeið verður haldið þann 30. nóvember 2013 á milli 13 og 17.

 

Lightroom fyrir byrjendur:

  • 4 tíma námskeið í Lightroom.
  • Leiðbeinandi: Ágúst G. Atlason
  • Staðsetning: Sindragata 10 Ísafirði
  • Námskeiðið fer fram í fullbúnu ljósmyndastúdíói.

 

Lightroom er gott forrit fyrir alla umsýslu mynda og almenna myndvinnslu, eins og t.d að stilla liti, skerpa, og rétta af myndir. Farið verður yfir myndvinnslu og hvernig skal vista myndir, eins og t.d hvað hentar fyrir netið og hvað hentar fyrir prentið. Farið verður vel yfir forritið og kosti þess.

 

Námskeiðið verður verklegt og vinna nemendur sjálfir í myndum, í boði verða myndir frá mér til að vinna í, en einnig er velkomið að hafa með sér myndir.

 

Námskeiðið skiptist svona niður:

  • Stuttur fyrirlestur
  • Yfirferð yfir Lightroom
  • Myndvinnsla
  • Vistun mynda
  • Fyrirspurnir

 

Nauðsynlegt er að hafa með sér fartölvu, og mun ég aðstoða nemendur við að setja forritið Lightroom upp sem prufu útgáfu, en hún er fáanleg hér:

www.adobe.com/go/trylightroom/

  • Hámarksfjöldi nemenda: 8 – Lágmark: 4
  • Verð: 9.000.- Greitt er við skráningu.

Það er velkomið að hringja í mig og fá nánari upplýsingar - 8404002.


SKRÁ MIG! - Opnar póstforrit

 

Má líka senda á agustatla@gmail.com eða smella á tengilinn hér að neðan og nota form.

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun