Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 8. desember 2015

Komin á annan stað.

Hér erum við í dag á neðri hæðinni alltaf sól hjá okkur.
Hér erum við í dag á neðri hæðinni alltaf sól hjá okkur.
« 1 af 6 »
Þá erum við búin að koma okkur fyrir á öðrum stað hér á Spáni, þar sem kannski er ekki um eins mikið að skrifa og í sveitinni en samt ætla ég nú að reyna að halda þessari síðu aðeins við ef einhver nennir að lesa.

Við fórum til Íslands í endaðan maí og vorum bæði í sumarbústaðnum og á Ísafirði. Fjölskyldan kom í heimsókn og barnabörnin voru hjá okkur um tíma í sveitinni þar sem þeim finnst svo gott að vera.
Veðrið var hinsvegar ansi leiðinlegt ansi mikill vindur og rigning, man bara ekki eftir öðru eins sumri. Við eiginlega flúðum úr bústaðnum eftir verslunarmannahelgi vegna veðurs, það var varla hægt að vera utandyra.
Svo kom nú í ljós í ágúst að Dúddi þyrfti að fara í uppskurð verna krabbameins í nýra sem var svo fjarlægt 23. sept. og gekk það allt vel og hann er orðin sami Dúddinn minn aftur. Við komum því hingað til Spánar ekki fyrr en 31. okt. og þá fórum við að leita að íbúð fyrir okkur með góðri hjálp Gumma og fundum við hana fljótlega og erum við núna í lítilli 2 herberja íbúð í lokuðum garði sem heitir Sol De Mar og er á Playa Flamenca svæðinu, rétt hjá hitting Íslendinga hérna.
Við erum því komin í spillinguna eða menninguna eins og margir segja.
Hér er stutt að fara í spilavist, minigolf og annað sem íslendingarnir finna uppá og er það mjög gaman, og þar kynnist maður mörgu góðu fólki.
En nú er leiðin til Thailands þar sem við verðum á lítilli eyju með óla, Díönu og börnunum, þar ætlum við að halda jól eða þannig. Þetta verður strangt og langt ferðalag. Förum frá Madrid og millilendum í Abu Daby svo áfram til Bankok og þaðan svo til Puhket og svo með ferju út í eyjuna. Við erum hress og spræk svo þetta gengur vonandi allt vel hjá okkur.
Skrifa ferðasögu kannski á meðan við erum en allavega þegar við komum heim.
Þessi síða mín er orðin nokkuð gömul og er eitthvað að stríða mér, það gengur illa að setja inn myndir svo þið fáið bara nokkrar núna.
Gleðileg jól og eigið góða daga.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 4. maí 2015

Sveitasælan á enda eða þannig.

Selt!!
Selt!!
« 1 af 10 »
Nú eru loksins þær fréttir að við erum búin að selja húsið okkar hér í sveitinni, sem við höfum reyndar verið með á sölu í 3 ár. Og nú komu loksins kaupendur að því, ensk hjón sem langar til að búa hér í sveitinni hjá góðu fólki sem við eigum örugglega eftir að sakna. Þetta fólk á hús í Torrevieja sem er nýtískulegt og þau langar í svona gamlat spænskt hús eins og okkar er.
Þannig að nú erum við heimilislaus á Spáni, en sem betur fer eigum við góða vini sem vilja allt fyrir okkur gera.
Palli og Adda leyfa okkur að vera í kjallaranum hjá sér eins og við viljum við gerum bara ýmislegt fyrir þau í staðinn, mála og ditta að á meðan þau eru heima á Íslandi. 
Svo er Helga frænka Dúdda sem ætlar að leyfa okkur að setja dót í sína geymslu fram á haust. Tala nú ekki um Helgu frænku mína og Gumma sem vilja líka allt fyrir okkur gera geyma dót og hjálpa okkur við þetta allt.
Þetta verður bara spennandi í haust þegar við komum út aftur og byrjum að spá í hvar við ætlum að hola okkur niður, þá byrjar bara nýtt ævintýri, bara spennandi.
Anna Lóa og Gulli voru síðustu gestirnir sem komu í heimsókn til okkar hérna og voru í viku þau höfðu aldrei komið áður svo það var gaman að fá þau áður en húsið var selt. Þau fóru með okkur að snúast um Torrevieja að finna lögfræðing og svoleiðis bara gaman að hafa þau með í það og eins fyrir þau að sjá að hér þarf að snúast í mörgu eins og heima þegar hús er selt.
Svo var okkur boðið í ferðalag með Íslendingum hér á svæðinu, farið var í rútu að skoða hellana hérna fyrir ofan Benedorm svo fórum við til Gudalest það er alltaf svo gaman að koma þangað. Svo var borðað á sveitakrá góðan spænskan mat. Síðan var haldið til Villajosa þorp við sjóinn er þar er Valor súkkulaðiverksmiðjan og fórum við að skoða hana og borða súkkulaði og þar fengum við að kaupa helling á niðursettuverði, mjög gott fyrir súkklulaðigrís eins og mig.
Við erum auðvitað enn að stunda okkar minigolf og við unnum bæði um daginn í Quesada það var voða gaman.
Það er best að halda áfram að pakka, þrífa og ýmislegt sem þarf að gera þegar fólk flytur og alveg ótrúlegt að eftir 8 ár hér skulum við vera búin að sanka öllu þessu dóti að okkur við sem áttum eiginlega ekkert þegar við fluttum hingað inn, en svona er lífið. Við erum reyndar voða dugleg að kasta meira að segja Dúddi.
En eigið góða daga og Guð veri með ykkur.

Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 10. apríl 2015

Árshátíð, Andalúsía, og annað.

Á litla Tapas barnum í San Pedro
Á litla Tapas barnum í San Pedro
« 1 af 17 »


Það er óhætt að segja að mikið hefur verið að gera í vetur, þó svo að það hefði nú verið tími til að blogga smá en andinn er bara ekki yfir mér því miður.  það er margt sem ég hef hugsað mér að festa á blað til að það gleymist ekki en eitthvað er að hjá skrifaranum.
Í byrjun mars fórum við á Árshátíð í San Pedro með Íslendingum hér á Costa Blanca og var hún frábær eins og alltaf held bara að þessi hafi slegið öllum hinum við. Fyrst var farið á veitingastaðinn þar sem við fáum okkur alltaf tapas hann er mjög góður þar og svo erum við alltaf saman nokkuð mörg svo skemmtileg stemming myndast fyrir kvöldið. Á  árshátíðinni er svo þriggjja rétta máltíð, skemmtiatriði og svo ball á eftir, það er gist á hótelinu þar sem hátíðin er svo þetta er mjög fínt og þægilegt og ekki er það dýrt.
Við fórum þangað með Öddu og Palla en þau voru með 8 manna bíl og buðu okkur að koma með þeim, Helgu, Gumma, Jóhönnu systir Helgu og Palla og manni Jóhönnu Reinhald. Þegar við vorum svo að fara með þeim heim aftur á sunnudagsmorguninn þá spurðu þau okkur hvort við vildum ekki bara koma með þeim til Andalúsíu á morgun, jú við urðum dálítið hissa og glöð en sögðum af hverju ekki það bíður enginn eftir okkur og við förum ekki heim fyrr en í maí, og gaman að vera með skemmtilegu fólki.
Það var brunað heim pakkað niður og hvílt sig smá eftir góða helgi fórum svo snemma á mánudagsmorgunn til Palla til að mæta í ferðina. Þetta var mjög góð og skemmtileg ferð mikið skoðað.
Við byrjuðum á að skoða Lorca, áður en farið var í Binnu hús en þar gistum við alla dagana eða bara á næturnar því við vorum á ferðinni alla daga. Fyrsta daginn fórum við til Cordoba fórum í skoðunarferð á bíl og fórum svo í flottu Moskuna sem þeir byggðu svo kirkju inní henni miðri veit ekki hvað þetta heitir. Þetta var alveg stórkostlegt svo það verður varla með orðum líst.     
Svo var þessi skemmtilega borg skoðuð margar litlar götur og gamlar litlar sætar búðir að selja listaverk og allavega turistadót.
Daginn eftir fórum við svo að skoða Granada þangað höfðum við komið til að skoða Alhambra höllina svo henni var sleppt núna en í staðinn fórum við aftur í skoðunarferð með bíl og stoppuðum svo á milli til að fá okkur að borða, þetta er líka alveg stórkostleg borg og gaman að skoða.
Næsta og síðasta daginn fórum við svo niður á strönd og skoðuðum Sorebrenja lítinn hvítan bæ, uppí fjalli. Þar farið á stöndina og skálað í kampavíni fyrir góðri og skemmtilegri ferð, svo var brunað heim með einu stoppi til að borða alveg frábærann  Tapas í einum bænum væri gaman að fara þangað aftur en bara aðeins of langt í burtu.
Já þetta var mjög gaman og óvænt ferð og varla hægt að lýsa þessu með orðum, takk kærlega fyrir að bjóða okkur með þið öll.
Svo þegar heim var komið seint á fimmtudagskvöldi var bara slappað af eftir skemmtilega ferð. Og við höfum nú samt verið á ferðinni og gist hjá Auðunn og Bertu eina helgi en þau voru svo sæt að bjóða okkur í mat eitt kvöldið. 
Svo um páskana fórum við í kjallarann hjá Palla og gistum þar tvær nætur og fórum út að borða á laugardagskvöldinu.
Nú er bara verið að slappa af og vera heima. Anna Lóa og Gulli eru að koma til okkar á þriðjudaginn og verður það voða gaman að hafa þau hér í viku, en þau hafa aldrei heimsótt okkur.
Hér er komið vor en samt hefur verið ansi kalt undanfarna viku leiðinlegur norðanvindur, kannski ekki kalt á íslenskan mælikvarða en okkur finnst það því rakinn er meiri en heima.
Þá er best að fara og hengja út þvottinn hitastigið komið í 16 gr. og sól svo það er góður þurkur.
Eigið góða daga og farið varlega í snjónum hjá ykkur og vonandi fer vorið að koma með sól og sumaryl.....
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 11. mars 2015

Upplifun á hárgreiðslustofu

Hektor og Ísar í bústaðnum, svona verður þetta vonandi í sumar
Hektor og Ísar í bústaðnum, svona verður þetta vonandi í sumar
« 1 af 11 »
Það er margt sem getur skeð þegar maður fer á hárgreiðslusofu hér í Rafal.
Ég fór í gær að láta klippa mig sem er nú ekki í frásögur færandi, ég fer allaf á þá sömu og hef gert í 5 ár, þær eru alveg yndislegar þar, Carmen sem á staðinn, nemandi hjá henni og svo snyrtikonan sem litar á mér augnbrúnirnar.
Þegar ég kem inn sé ég fallega unga ófríska konu með lit í hári og verið er að snyrta á henni neglurnar, og fannst þetta ekkert skrítið bara eðlilegt því svona er þetta oft gert í einu hér. Ég sest í stólinn og Carmen byrjar að klippa mig, þá ríkur sú ófríska upp og flýtir sér innfyrir og gólar aðeins. Þá segir snyrtikonan mér að hún sé ófrísk og sé með hríðir en vilji láta gera sig fína áður en hún fer á fæðingardeildina, HMMM.
Jú hún kemur fram aftur og það er haldið áfram að slétta síða hárið og klára neglurnar og eftir svona korter fer hún aftur inn og gólar aðeins og andar mikið, sest svo aftur, og enn er verið að slétta. Svo kláraðist þetta nú og hún var farin að missa vatnið, það voru nú þarna nokkrar eldri konur sem fannst þetta nú svona einum og mikið og voru orðnar svo lítið hræddar fannst mér.
Hún fór svo beint þaðan á fæðingardeildina, og það var komin múgur og margmenni til að óska henni velfarnaðar. 
Svona er þetta hérna í Rafal það eru allir bara eitt, svo lá þarna í sófa ein dóttirin með flesu og mamman að sturma yfir henn á milli kúnna. Svo heimilislegt og gaman að sjá þetta. Um þennn atburð og fleira töluðu þær við mig og ég skildi og gat talað smá á móti, yndislegt að verða þáttakandi í þessu.
Annars hefur lífið hér í sveitinni hjá okkur bara verið mjög rólegt og gott, við héldum að vísu afmælisveislu hér um daginn fyrir tvær vinkonur okkar því hér er gott pláss og hægt að dansa og  hafa gaman af. Þetta var bara hið hefðbunda lið sem kemur saman nokkru sinnum yfir veturinn. 
Á helginni förum við á árshátíð til San Pedro og verðum þar yfir helgi það verður vonandi gaman, það hefur alltaf verið það.
Hér í sveitinni breytist lítið nema að nú eru flestir appelsínu og sítrónuakrarnir horfnir og komið allavega kál og ætiþyrslaakrar í staðinn svo útsýni hefur alveg stórlagast sést um allt og stundum sjáum við hús sem við vissum ekkert um.
Síðasta laugardag var heilmikil ætiþyrslahátíð í Almoradí og þar gat maður fengið sér að smakka allavega ætiþyrsla og voru þeir mjög góðir 2 evrur stykkið samt.
Þar sem við höfum verið ansi löt að taka myndir þá ætla ég bara sýna ykkur hvað ég hef verið að prjóna í vetur svona af því sem ég hef munað að mynda, smá mont, er það ekki í lagi svona stundum, ég er þó allavega búin að skrifa smá en það var farið að skamma mig fyrir letina, en maður verður nú að hafa eitthvað til að skrifa um er það ekki??
Nú bíð ég bara eftir að selja húsið svo við getum flutt eitthvað og þá hef ég nóg um að skrifa. En það er á sölu!!!
Við erum búin að panta heim 23. maí vonandi verður snjórinn farinn þá og betra veður verði komið veit ekki hvort ég þoli að koma heim í snjó!!!
Eigið góða daga og Guð geymi ykkur, og farið varlega í þessu vonda veðri hjá ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 22. janúar 2015

Gleðilegt ár, þó seint sé.

Gamlárskvöld
Gamlárskvöld
« 1 af 15 »
Það er nú komin tími til að skrifa í dagbókina held ég eftir næstum einn mánuð, það hefur bara verið mikið að gera við að skemmta sér með öðrum. Þetta hafa verið yndislegir dagar hér hjá okkur og margt búið að gera ekki bara verið að skemmta sér heldur höfum við verið að fara eitt og annað. 
Fyrir áramót fórum við aftur í kjallarann hjá Palla til að vera þar á gamlárskvöld og var það bara góð tilbreyting fyrir okkur og gestina, fórum í mollið og skoðuðum okkur um þarna niðurfrá. Helga og Gummi komu í súpu eitt kvöldið og svo fórum við á ströndina á gamlársdag og Dúddi og Lilli létu sig hafa það að fara í sjóinn sem var nú ansi kaldur að þeirra sögn við Helga sátum á ströndinni og hvöttum kappana okkar vel þeir syntu aðeins svona til að halda á sér hita og hlupu svo um til að fá meiri hita í sig.
Svo farið farið aftur í íbúðina til að hafa sig til fyrir kvöldið. Við fórum sem sagt á Argentískan matsölustað til að skemmta okkur og var það ansi gaman. Margir grillaðir réttir allavega kjöt og góðir drykkir sem voru innfaldir í verðinu. Allir fengu litla kampavínsflösku í lokin svo var skálað og dansað voðalega gaman hjá okkur. Þarna voru gestir frá mörgum löndum t.d. englendingar, finnar, spánvegjar og fleiri norðurlandabúar sem gaman var að spjalla við. Það var skotið upp nokkrum flugeldum og hrópað var húrra fyrir nýju ári. Við vorum svo í nokkra dag þarna áður en farið var aftur heim á leið. Við fórum svo einn daginn til El Raal sem er lítill bær hér aðeins fyrir sunnan okkur til að sjá lifandi Belén sem  er saga sem sett er upp hér í hverjum bæ en þarna var þetta lifandi fólk ekki bara styttur sem ég hef sett hér inn áður, voða gaman að sjá þetta.
Það fór að styttast í heimferð hjá Helgu og Lilla svo það var farið að huga að hvað ætti eftir að gera áður en þau fóru heim og bara slappað af setið út í sólinni, Helga var dugleg að sauma út í milliverkin sín og ég var að prjóna eins og alltaf. Við fórum á hverjum degi í smá göngutúra en strákarnir fóru í lengri. 
Það var voða notalega að hafa þau hér yfir svartasta tímann desember leið voða fljótt, það var líka svo gott veður sól uppá hvern dag og hlýtt að deginum en svo kólaði á kvöldin eins og alltaf á þessum árstíma. 
Það var ansi tómlegt eftir að þau fóru, takk fyrir komuna Helga og Lilli það var yndislegt að hafa ykkur.
Nú er sólin komin hátt á loft en það hefur verið ansi kalt þessa dagana kuldaboli hefur látið bera á sér hér eins og annarsstaðar en hér kemur aldrei snjór og aldrei frost sem betur fer. Held ég sé bara alveg búinn að nóg af honum í bili ég meina snjónum.
Nú er vetrardagskráin að byrja aftur, fórum í minigolf í síðustu viku og svo verður þorrablótið í byrjun febrúar og svo opnar sundlaugabarinn aftur og þá fer maður aftur þangað í minigolf.
Hér er nóg að gera hjá bændum við að taka upp grænmetið sitt og setja niður meira, Dúddi var að hjálpa Fermín að saga trén í garðinum í dag svo alttaf leggst eitthvað við að gera sér til dægrastyttingar. Helling af hvítlauk fékk ég í dag og eins brokkolí í gær svo nóg höfum við af grænmeti, já ekki má gleyma öllum appelsínunum líka sem hann er búinn að færa okkur þessi elska.
Eigið góða daga.
Fyrri síða
1
234567535455Næsta síða
Síða 1 af 55