Ţórdís Guđmundsdóttir | fimmtudagurinn 9. janúar 2014

2014 hvađ ber ţađ í skauti sér?

Međ Óla á ströndinni 30. des. 2013
Međ Óla á ströndinni 30. des. 2013
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að eitthvað er maður nú farin að vera latur við að blogga hérna, eða afsökun númer eitt, mikið að gera. Nú koma hérna nokkrar línur svo ég gleyni nú ekki öllu sem skeður hér í kringum mig. 
Jólin voru góð hjá okkur Dúdda bara tvö ein í kotinu með góðan mat og pakka frá Íslandi. Við fórum í skötuveislu til La Marina 27. des. og þar hittum við marga Íslendinga og var skatan mjög góð sterk og fín, einnig var hægt að fá saltfisk. Þetta var frábær skemmtun.
Svo þann 28. des. kom Óli með nýju fjölskylduna sín hana Díönu og þrjú börn og var sko kátt á hjalla og mikið um að vera allan tímann sem þau voru hér eða þangað til í gær, þegar þau fóru heim.
Fyrsta daginn sem þau voru eða daginn fyrir gamlársd. fórum við á ströndina í Guardamar og börnin létu sig hafa það að vaða út í sjó, sólin skein og það var alveg um 18. gr hiti.
Á gamlárskvöld borðuðum við kalkún sem Óli og Díana sáu um að elda og heppnaðist hann mjög vel, fylling var úr ávöxtum og grænmeti svakalega góð. Ég bjó til minn árlega ananasfrómas svo kvöldið var bara fullkomið. 
Ég fór í kínabúð til að kaupa eitthvað sem springur en það var nú fátt um fína drætti, keypti einhverjar sem ég hélt að væru svona innibombur en sem betur fer vissi Óli betur og við fórum með þetta út og úr þessu kom allavega bréfadrasl sem við vorum lengi að sópa upp og heitir víst confettídrasl. Kínaverjar kunna sko að selja allt!!!!!!!!!!
Það var líka farið í minigolf í Quesada og farið í búðir og bara dundað sér.
Við fórum líka í Rio Safari sem er dýragarður í Elche það þótti börnunum svaka gaman, að sjá öll dýrin og enda svo daginn með að fara í gokart bíla það toppaði allt.
En það sem leiðinlegt var við þá ferð var að myndavélinni okkar var stolið, já ég segi stolið, við gleymdum henni á bekknum þegar við vorum að horfa á sæljónin, Óli sá þegar henni var skilað til konunnar sem sá um að selja myndir gotterí og annað drasl, en svo þegar við fórum 10. mínútum seinna til að gá að henni þá neitaði hún að hafa tekið við henni og allt í einu skildi hún ekkert í ensku, djö...........
Þessar myndir sem ég set inn núna eru flestar teknar á Díönu vél, þess vegna eru engar myndir af henni og svo gleymdist að láta mig fá síðustu myndirnar þar sem Elísabet mín er  líka. Því Elísabet Ósk þessi elska kom hingað 4. jan. og var hér í 3 daga með okkur. Mikið var gaman að hún skildi geta komið. Við fórum í stóra mollið í La Zenia og þar fóru krakkarnir aftur í bíla.
Það var auðvitað kíkt í búðir og eitthvað verslað enda komnar flottar útsölur núna.
Við fórum 2 ferðir á völlinn í gær og eina í fyrradag með Elísabetu, Óla og co í gærmorgun og svo sóttum við Þorstein son Unnsteins í gærkvöldi í svartaþoku hérna og hálfa leiðina út á völl og svo mestalla leiðina til baka.
Nú er orðið rólegt hér í kotinu og er hálf skrítið að vera bara að drolla svona tvö, veit eiginlega ekkert hvað ég á af mér að gera, það er svo hlýtt á daginn að ég hef setið uppá þaki og prjónað og hugsað um allan þvottinn eftir svona góða heimsókn.
Eigið góða daga á nýju ári, og farið varlega með ykkur.