Ţórdís Guđmundsdóttir | föstudagurinn 10. apríl 2015

Árshátíđ, Andalúsía, og annađ.

Á litla Tapas barnum í San Pedro
Á litla Tapas barnum í San Pedro
« 1 af 17 »


Það er óhætt að segja að mikið hefur verið að gera í vetur, þó svo að það hefði nú verið tími til að blogga smá en andinn er bara ekki yfir mér því miður.  það er margt sem ég hef hugsað mér að festa á blað til að það gleymist ekki en eitthvað er að hjá skrifaranum.
Í byrjun mars fórum við á Árshátíð í San Pedro með Íslendingum hér á Costa Blanca og var hún frábær eins og alltaf held bara að þessi hafi slegið öllum hinum við. Fyrst var farið á veitingastaðinn þar sem við fáum okkur alltaf tapas hann er mjög góður þar og svo erum við alltaf saman nokkuð mörg svo skemmtileg stemming myndast fyrir kvöldið. Á  árshátíðinni er svo þriggjja rétta máltíð, skemmtiatriði og svo ball á eftir, það er gist á hótelinu þar sem hátíðin er svo þetta er mjög fínt og þægilegt og ekki er það dýrt.
Við fórum þangað með Öddu og Palla en þau voru með 8 manna bíl og buðu okkur að koma með þeim, Helgu, Gumma, Jóhönnu systir Helgu og Palla og manni Jóhönnu Reinhald. Þegar við vorum svo að fara með þeim heim aftur á sunnudagsmorguninn þá spurðu þau okkur hvort við vildum ekki bara koma með þeim til Andalúsíu á morgun, jú við urðum dálítið hissa og glöð en sögðum af hverju ekki það bíður enginn eftir okkur og við förum ekki heim fyrr en í maí, og gaman að vera með skemmtilegu fólki.
Það var brunað heim pakkað niður og hvílt sig smá eftir góða helgi fórum svo snemma á mánudagsmorgunn til Palla til að mæta í ferðina. Þetta var mjög góð og skemmtileg ferð mikið skoðað.
Við byrjuðum á að skoða Lorca, áður en farið var í Binnu hús en þar gistum við alla dagana eða bara á næturnar því við vorum á ferðinni alla daga. Fyrsta daginn fórum við til Cordoba fórum í skoðunarferð á bíl og fórum svo í flottu Moskuna sem þeir byggðu svo kirkju inní henni miðri veit ekki hvað þetta heitir. Þetta var alveg stórkostlegt svo það verður varla með orðum líst.     
Svo var þessi skemmtilega borg skoðuð margar litlar götur og gamlar litlar sætar búðir að selja listaverk og allavega turistadót.
Daginn eftir fórum við svo að skoða Granada þangað höfðum við komið til að skoða Alhambra höllina svo henni var sleppt núna en í staðinn fórum við aftur í skoðunarferð með bíl og stoppuðum svo á milli til að fá okkur að borða, þetta er líka alveg stórkostleg borg og gaman að skoða.
Næsta og síðasta daginn fórum við svo niður á strönd og skoðuðum Sorebrenja lítinn hvítan bæ, uppí fjalli. Þar farið á stöndina og skálað í kampavíni fyrir góðri og skemmtilegri ferð, svo var brunað heim með einu stoppi til að borða alveg frábærann  Tapas í einum bænum væri gaman að fara þangað aftur en bara aðeins of langt í burtu.
Já þetta var mjög gaman og óvænt ferð og varla hægt að lýsa þessu með orðum, takk kærlega fyrir að bjóða okkur með þið öll.
Svo þegar heim var komið seint á fimmtudagskvöldi var bara slappað af eftir skemmtilega ferð. Og við höfum nú samt verið á ferðinni og gist hjá Auðunn og Bertu eina helgi en þau voru svo sæt að bjóða okkur í mat eitt kvöldið. 
Svo um páskana fórum við í kjallarann hjá Palla og gistum þar tvær nætur og fórum út að borða á laugardagskvöldinu.
Nú er bara verið að slappa af og vera heima. Anna Lóa og Gulli eru að koma til okkar á þriðjudaginn og verður það voða gaman að hafa þau hér í viku, en þau hafa aldrei heimsótt okkur.
Hér er komið vor en samt hefur verið ansi kalt undanfarna viku leiðinlegur norðanvindur, kannski ekki kalt á íslenskan mælikvarða en okkur finnst það því rakinn er meiri en heima.
Þá er best að fara og hengja út þvottinn hitastigið komið í 16 gr. og sól svo það er góður þurkur.
Eigið góða daga og farið varlega í snjónum hjá ykkur og vonandi fer vorið að koma með sól og sumaryl.....