Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 18. september 2007

Cuxhaven, Þyskalandi

Fórum í gær um hádegi frá Sissu og Óla í Randers. Keyrðum niður Danm. og komum við hjá Ágústu Óla og Gunnari bróður hennar í Tonder og var gaman að hitta þau og sjá hvað þau búa vel þar. Sissa og Óli takk fyrir okkur. Við komum hingað til Óla og Gíslu í Cuxhaven seint í gærkveldi eftir mikla keyrslu í grenjandi rigningu. Þetta gekk samt allt vel og fórum við yfir Elbu með ferju, sem stytti leið okkar um marga km. Gott að koma hingað í fallega húsið þeirra og vel tekið á móti okkur. Svo fór Gísla með okkur í langan hjólhýsaleiðangur í dag og fundum við eitt sem getur komið til greina. Læt vita af því og sendi myndir með í næsta bloggi. Hér verðum við um stund. Hér er fínt veður sól og smá vindur og 14 stiga hiti.