١rdÝs Gu­mundsdˇttir | fimmtudagurinn 20. septemberá2007

Cuxhaven, hjˇlhřsi komi­

Flotta hjˇlhřsi­
Flotta hjˇlhřsi­
« 1 af 3 »
Það er mikið búið að vera að gera hér undanfarna tvo daga. Fyrst var farið að skoða hjólhýsi og það keypt í gær.
Við höfum notið hér ómetanlegrar hjálpsemi og gestrisni í hágæðaflokki hjá þeim hjónum Gíslu og Óla, einnig hafa dæturnar Hafrún og Harpa verið okkur góðar og hjálpsamar. Dúddi og Óli fóru í gær til Staden sem er bær hér sunnan frá Cuxhaven, þar keyptu þeir þetta flotta hjólhýsi, sem heitir Eifelland það eru tvo herbergi,, eldhús og bað. Það koma myndir á síðuna seinna. Svo er búið að keyra okkur um allt til að kaupa það sem þarf til að geta búið í svona fínu hýsi. Við erum búinn að skoða okkur um hér og ég fór í gær með Gíslu og Hörpu að tína kataníuhnetur hér í Hallargarðinum. Elsku Atli Geir til hamingju með daginn. Hér hefur verið leiðindaveður í dag en 15. stiga hiti.