Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 10. janúar 2008

Eftir klippingu

Sá gamli að fara að prófa Harley
Sá gamli að fara að prófa Harley
« 1 af 5 »
Ég er nú aðeins að jafna mig, eftir klippinguna svo ég þori að fara hér inn og segja nokkur orð. En ég var alveg í sjokki þegar ég vaknaði að morgni 5 jan. Það hefði mátt halda að ég hafi fengið sopann minn áður en ég fór í klippinguna en svo var nú ekki. Þetta er nú líka alveg óþolandi að maður fer í sakleysi sínu og talar fingarmál við huggulega hárgreiðslukonu og sýnir með fingrunum hvað hárið á að vera langt. Allt í fína hún var alveg að verða búinn, blása og allt svo hárið sýndist helmingi meira en það var, nei nei kemur ekki ein vinkona hennar inn og þær fara að tala og tala það var eins og tvær hrísðkotabyssur færu í gang, og ég geng snoðuð út hún klippti og klippti og talaði og talaði. Þetta leit svosem ágætlega út en Guð daginn eftir. Ég var eins og úfið hænurassgat í vindi og ég var fjúkandireið maður minn, aumingja Dúddi er búinn að segja mér 100 sinnum hvað ég sé fín en það er ekki nóg hárið er farið. Þetta var eins með þegar Óli fór í klippingu það var líka talað og talað og úpps hárið farið. Maður hefur svosem lent í þessu heima líka þær hafa óskaplega gaman af að tala og klippa, en þá getur maður nú líka tjáð sig aðeins betur en þetta er landlægt hjá hárgreiðslufólki. Ég var nú líka að hugsa um að fara á stofu og láta snyrta á mér augabrýrnar en ég þori ekki fyrir mitt litla líf ætli ég kæmi ekki þá út með örmjóar augabrúnir og kolsvartar í þokkabót ég yrði eins og grýla.
Þegar ég var níu ára fór í í klippingu til Árna Matt og bað um drengjakoll það var komið vor og sól þá allavega í minningunni, hann vissi nú alveg að ég var stelpa, en hann klippti mig eins og ég bað um, og Þórdís gekk með húfu allt sumarið og svaf með hana líka.
En nú er Óli minn farinn, hann fór í gærkveldi, svo það er nú tómlegt hér. Það var nú gott að hafa hann hér þó ekki væri nema nokkrir dagar. Hann var voða ánægður með mjótorhjólaferðina sína.
En við erum á fullu eða Dúddi að mála gestaherbergið núna.
Eins og þið sjáið hér til vinstri er komin svona uppskriftavefur en þar ætla ég að gamni mínu að setja þær uppskriftir sem ég er að prófa hérna.