Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 5. júní 2013

Erum á heimleið

Við Felí á Medival markaði
Við Felí á Medival markaði
« 1 af 10 »
Ja, er vikilega svona langt síðan ég skrifaði síðast, það er alltaf svo mikið að gera hjá manni að þetta gleymist bara.
Við fórum á Medival markað í Torrevieja um daginn, en það er svona markaður sem stendur heila helgi og þar er margt svona gamalt á ferð. Margir básar þar sem fólk er að selja svona margt sem þeir gera heima hjá sér og annað dót. Mikið af allavega flottum skartgripum, sápum og svo auðvitað bakstur og grænmeti allavega. Við sátum þarna í góðu yfirlæti með te og kaffi þegar allt í einu birtist kona sem við þekkjum og býr í Torrevieja þá var hún í sínum daglega göngutúr um bæinn, þetta var auðvitað hún Felí. Það var gaman að spjalla við hana í því litla sem við kunnum í spænsku. Hún labbaði með okkur um svæðið aftur og svo vildi hún eldilega að við kæmum með henni heim og bauð okkur í mat, þar sátum við fram á kvöld og hún labbaði svo með okkur að bílnum. Það var ákveðið að þau hjónin kæmu svo hingað í sveitina í mat á þriðjudeginum á eftir sem þau svo gerðu. Áttum við saman góðan dag og lærðum heilmikið í spænsku í leiðinni.
Nú svo höfum við verið að fara í minigolf og ég er búinn að vinna einu sinni enn, ég er bara orðin montin af sjálfri mér, maður ætti kannski bara fara að stunda alvöru golf hehe, nei það er alltof dýrt. Þetta er bara svo gaman.
Svo erum við búin að hitt Þuru og Örn og fara með þeim út að borða menu del día, ásamt Sturlaugi og Elísabetu.
En nú er allt á fullu að ganga frá þrífa og pússa og snúast í hringi við að pakka niður það er orðið svo erfitt að þurfa alltaf að vera vikta og vikta þessar töskur sem ekkert má vera í. Allar orðnar fullar af allavega dóti sem mann langar til að hafa heima og svona smotterí handa barnabörnunum.
Annars verður bara gott að komast heim úr hitanum hérna um 30 gr. alla daga og maður er alltaf sveittur og þreyttur, það er ekki einu sinni hægt að fara í sólbað maður rennur útaf bekknum í svitakasti ojjjj.
Nú skulum bara láta þetta gott heita héðan frá Spáni að sinni aldrei að vita hvað ég geri í sumar. Við verðum nú líklega mest í Skötufirðinum sjáumst þar.
Eigið góða sumardaga kæru vinir sem kíkið hingað, og Guð veri með ykkur.