Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 3. apríl 2013
Ferðalag með Dísu og Andreu
Hér er búið að vera ansi gaman í heila viku með gesti, sem er bara alltof sjaldan sem einhver kemur í heimsókn í sveitina í Mudamiento. Dísa og Andrea hafa skemmt sér hið besta eftir því sem þær segja og eru búnar að fara á marga markaði og margar búðir og búnar að kaupa helling og enn eru þær á markaði. Þau fóru til Callosa að kaupa restina en ég sit hér og skrifa og svo ætla ég að læra aðeins meira í spænsku, var svo dugleg í gær á meðan þau fóru á ströndina þá sat ég og lærði enda búin að slugsa í marga daga.
Á páskadag var ákveðið að fara í smá ferðalag, það var svona smá rigning þegar við fórum en vonuðum að veðrið væri betra þangað sem við fórum, það var suddi alla leið til Alcalá del Jugar þangað sem ferðinni var heitið. Þetta tók um tvo og hálfan tíma að keyra því það var ansi mikil umferð komin á hraðbrautina og stundum lúsaðist maður áfram. En þegar þangað var komið var komin sól og logn en hitinn var um 14 gr. Við duttum niður í dalinn eða gilið og þar var ansi margt um mannin enda frí hjá öllum.
Það er alltaf svo gaman að koma í þennan bæ hann er svo stórkostlegur, hann á engan sér líkan hér á Spáni held ég. Mörg húsin eru grafin inn í fjallið og hanga þar út. Falleg á sem rennur í botninum á gilinu og svo trónar efst upp stór kastali til að passa allt. Kirkjan er nýuppgerð og er ansi falleg, það var verið að taka hana í gegn þegar við fórum þangað með Jóni og Ástu fyrir tveim árum.
Þarna er líka safn inni í helli og þar eru margir munir sem hafa fundist þarna í gilinu og steingerfingar af kuðungum og skeljum sem eru um 400 milljóna ára gamlir, það stóð allavega á skiltinu. Svo gengur maður inn löng göng og þá kemur maður í veitingasal þar sem hægt er að fá mat og hressingu og þá er maður komin gegnum fjallið með flottu útsýni í hina áttina.
Við vorum þarna drykklanga stund og borðuðum nestið okkar bara fyrir utan bílinn.
Það var svo haldið heim á leið og þá byrjaði að rigna og það ringdi alla leiðina heim og allt kvöldið. Við slepptum hraðbrautinni og tókum bara sveitavegina heim, það tók aðeins lengri tíma en það er gaman að skoða sveitir Spánar með öllum þessum fallegu ökrum og gömlu húsum.
Nú fara gestirnir heim á morgun og þá verður rólegt í kotinu, líklega bara of rólegt, en þá tekur lærdómurinn við og að ég nái prófinu í vor. En ég þarf víst að taka próf í spænsku þegar ég kem heim úffffffff.
Það er líklega frí í skólum hér í dag því öll börnin hans Fermíns eru hér og mikil læti.
Eigið góða og fallega daga.
Á páskadag var ákveðið að fara í smá ferðalag, það var svona smá rigning þegar við fórum en vonuðum að veðrið væri betra þangað sem við fórum, það var suddi alla leið til Alcalá del Jugar þangað sem ferðinni var heitið. Þetta tók um tvo og hálfan tíma að keyra því það var ansi mikil umferð komin á hraðbrautina og stundum lúsaðist maður áfram. En þegar þangað var komið var komin sól og logn en hitinn var um 14 gr. Við duttum niður í dalinn eða gilið og þar var ansi margt um mannin enda frí hjá öllum.
Það er alltaf svo gaman að koma í þennan bæ hann er svo stórkostlegur, hann á engan sér líkan hér á Spáni held ég. Mörg húsin eru grafin inn í fjallið og hanga þar út. Falleg á sem rennur í botninum á gilinu og svo trónar efst upp stór kastali til að passa allt. Kirkjan er nýuppgerð og er ansi falleg, það var verið að taka hana í gegn þegar við fórum þangað með Jóni og Ástu fyrir tveim árum.
Þarna er líka safn inni í helli og þar eru margir munir sem hafa fundist þarna í gilinu og steingerfingar af kuðungum og skeljum sem eru um 400 milljóna ára gamlir, það stóð allavega á skiltinu. Svo gengur maður inn löng göng og þá kemur maður í veitingasal þar sem hægt er að fá mat og hressingu og þá er maður komin gegnum fjallið með flottu útsýni í hina áttina.
Við vorum þarna drykklanga stund og borðuðum nestið okkar bara fyrir utan bílinn.
Það var svo haldið heim á leið og þá byrjaði að rigna og það ringdi alla leiðina heim og allt kvöldið. Við slepptum hraðbrautinni og tókum bara sveitavegina heim, það tók aðeins lengri tíma en það er gaman að skoða sveitir Spánar með öllum þessum fallegu ökrum og gömlu húsum.
Nú fara gestirnir heim á morgun og þá verður rólegt í kotinu, líklega bara of rólegt, en þá tekur lærdómurinn við og að ég nái prófinu í vor. En ég þarf víst að taka próf í spænsku þegar ég kem heim úffffffff.
Það er líklega frí í skólum hér í dag því öll börnin hans Fermíns eru hér og mikil læti.
Eigið góða og fallega daga.