Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 2. október 2013

Ferðalag til Andalúsíu

Verið að borða súpu fyrsta kvöldið í Castil de Campo
Verið að borða súpu fyrsta kvöldið í Castil de Campo
« 1 af 38 »
Nú situr maður bara inni í 35 stiga hita og ætla eg að reyna að skrifa nokkrar línur á meðan ég þurka svitann svo hann renni nú ekki niður í tölvuna. Það versta er að hitinn lækkar lítið hérna næstu daga. Við höfum enga kælinu hér bara nokkrar viftur sem stoppa ekki allan daginn. En maður hugsar bara um þennan hita í vetur og hleypur honum þá út aftur í hugsunum um hvað það er nú gott að veðrið breytist og við ráðum sem betur fer ekkert um það.
Ferðalagið til Andalúsíu var alveg frábært, við keyrðum sem leið lá fyrsta daginn í 4 tíma í húsið hennar Jakobínu eða Binnu frænku minnar, það er í litlum bæ sem heitir Castil de Campo (ef ykkur langar að skoða myndir af því þá er síða á fb Casarural Jakobina hún leigir þetta út.) Þangað vorum við komin seinnipartinn og var farið að koma sér fyrir og elda súpu ofan í okkur. Á meðan súpan sauð fóru strákarnir að skoða bæinn og fóru og fengu sér bjór hjá Felix.
Daginn eftir lá leiðin í skoðunarferð stóran hring, fórum í einn fallegasta bæ í Andalúsíu en hann stendur á stórri hæð með á allt um kring ég hef skrifað um hann áður 2010 þegar við fórum þangað með Helgu og Gumma en nú voru það Helga og Lilli. (Skrifaði einnig í sömu grein um húsið hennar Binnu
Bærinn heitir Iznájar þar er einnig stór stífla og rafmagnsstöð. Fórum í þessari ferð líka til Lucena, Capra og svo aftur heim gegnum Priego de Cordóba sem er næsti stóri bærinn við þorpið hennar Binnu. 
Næsta dag var ekið til Córdoba en við komum við í enn einu litlu þorpi með fallegum gömlum miðbæ og þröngum götum en hann heitir Martos. Þaðan var ekið til Córdoba þar var labbað um og skoðað, hittum svo vel á að finna gamla bæinn með þröngum götum, fallegum gömlum búðum og veitingastöðum. Fórum og settumst á torgið og fengum okkur kaffi og skoðuðum fólkið. Córdoba er mjög fallegur bær með fallegum görðum og húsum, mjög gaman að koma þangað, þar sem margir hafa þó sagt að ekkert sé varið í að fara þangað, við sjáum ekki eftir því. Við fórum svo aftur heim um kvödið í húsið.
Það var alveg yndislegt að hafa svona hús til umráða og geta keyrt út frá því, þá hefur maður góðan tíma til að skoða í kringum sig. Húsið hennar Binnu er stórt með fjórum herbergjum, stofu, borðstofu, flottum svölum og öðru patíói á bak við, lítið eldhús og bað. Og þorpið lítið með bröttum og þröngum götum og viðkunnanlegu fólki sem heilsar þér þegar þú gengur framhjá.
Áfram með ferðasöguna á fimmtudaginn var svo farið til Sevilla og var ákveðið að gista eina nótt þar því það þarf góðan tíma til að vera þar og margt að skoða, eiginlega alltof mikið fyrir einn dag. Við ákváðum að fara í skoðunarferð með bíl á tveimur hæðum og við sátum uppi undir berum himni og fengum heyrnatól sem við stungum í samaband til að fá að heyra sögu borgarinnar þetta tók alveg klukkutíma og fræddist maður bara nokkuð vel, við hlustuðum bæði á þetta á sænsku og ensku.Sevilla er mjög falleg borg með stórkostlegum byggingum og flottum brúm fyrir þessa stóru á sem þar rennur í gegn.  Um kvöldið fengum við okkur nokkra tapasrétti á einum staðnum og var hann alveg sælgæti og auðvitað rautt og hvítt með og svo eftirrétt á öðrum stað á torginu Plaza de Cupa fínn staður.
Daginn eftir var farið og rúntað aðeins áður en haldið var til Arcos de la Frontera en þar biðu okkar góðir vinir sem við ætluðum að hitta og eru þar í golfferð, þau Óli Reynir og Badda. Við fundum gististaðinn okkar eftir mikla leit í þröngri götu og ekki hægt að leggja bíl. Svo það var brugiðið á það ráð að senda strákana í göngutúr til að finna þetta gistiheimili María GPS vildi setja okkur úr í kirkjunni en við vorum ekki sátt við að gista þar. Æ þið vitið???.
Þeir fundu þetta eftir litla leit og var þá farið af stað aftur. Þetta var skemmtilegur staður fyrst komum við að lítilli búð og þar fyrir innan var fallegt patíó þar fyrir innan voru þrjú herbergi en við vorum búin að panta tvö saman erfitt að lýsa þessu. Þetta var alveg stórfínt hægt að fara á netið og kíkja aðeins, og þegar við vorum búin að fara aðeins í skoðunarferð þá kom húsfrúin og bauð okkur uppá þetta líka flotta kaffi hef aldrei séð svona áður eða drukkið þetta var svona froða með kaffibragði og kalt og svalandi og var þetta drukkið af öllum nema mér en þetta var ágætt á bragðið. Við fórum svo að skipta um föt til að fara og hitta Óla Reynir og Böddu á golfvellinum þar voru þau í svaklega flottu húsi alveg við golfvöllin og 9. holan blasi við af svölunum og garðinum. Það var ákveðið að fara og boðra á ítölskum stað í bænum sem fararstjórinn mælti með og var það mikið fjör og gaman að vera með þeim þarna.
Þessi litli bær er alveg einstaklega fallegur líka og allt svo hreint og snyrtilegt mjög þröngar götur og hann liggur líka á hæð ef þið eigið leið þarna um einhverntímann þá skulu þið endilega kíkja á hann.
Svo var farið heim um morguninn en aðeins kíkt á bæinn Ronda í leiðinni heim í Binnu hús og daginn eftir hingað heim á sunnudegi þá var þetta orðið vikuferðalag sem er bara gott. Við vorum heppin með veður alla leiðina ekkert svona heitt eins og er hér núna en á heimleiðinni fór að rigna og var hitinn 12,5 gr. þegar við fórum úr húsinu en orðin 30 þegar við komum hingað.
Þetta er nú orðin frekar langur pistill eða ferðasaga, ég vona að þið hafið gaman af ef þið nennið að lesa þetta.
Myndirnar sem ég set inn eru teknar bæði af mér og Helgu jafnvel Dúdda og Lilla líka.
Myndirnar eru í svolitlu rugli enda tekið á tvær myndavélar.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.