Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 20. janúar 2014

Flensa og fleira.

Bara svona minna á sumarið.
Bara svona minna á sumarið.
« 1 af 15 »
Það er ansi erfitt að fara að skrifa blogg, þegar maður hefur vanið sig á að blogga eftir myndum. Það er svo gott að taka fullt af myndum fara svo yfir þær og muna þá hvað maður hefur verið að gera. . En nú er bara engin myndavél til.
Við höfum ekki komið því í verk að kaupa okkur nýja. Við lögðumst bæði í flensu og það hefur nú ekki verið farið neitt í búðir að undanförnu, ég sem ætlaði að vera svo dugleg að fara á fínu útsölurnar hérna núna.
Dúddi var komin  með smá vinnu fyrir frænku sína að byggja einn vegg, og við flutt í húsið hennar svo við þyrftum ekki að vera að keyra alltaf á milli, en nei,nei, fyrst byrjaði ég með flensu eða bölvaðan hósta og svo hann, og við flúðum bara heim til okkar. Þarna var ekkert sjónvarp og lítið til af mat svo það vara betra að fara bara heim. Ég er orðin hress en Dúddi er hálf slappur enn, en er á batavegi.
Okkur var boðið í barnaafmæli um daginn hjá Sólmari og Ivani strákunum hennar Helgu Þirý, var það ansi skemmtileg upplifun, börnin hafa líklega verið um 8-10 á mismunandi aldri, öll voða prúð og skemmtileg. Þetta barnaafmæli var svolítið frábrugðið þessum íslensku, engar pylsur eða pizza, það var boðið uppá brauðbollur, skinku, hráskinku, ost, og malakoff og fleiri kjöttegundir og ostaköku, já og marmelaði líka,  börnunum var líka boðið uppá gos en þau vildu bara safa og vatn með ég, gapti nú. Svo kom Helga með afmælisköku sem var súkkulaðikaka sem þau gerðu góð skil. Afmælissöngurinn var að sjálfsögðu sungin tvisvar, því þetta voru afmæli þeirra beggja, Ivan 13. jan og Sólmar 20. jan. Og ég brosti með mér þegar hann var sunginn, það er alveg sama hver eða hvar, á hvaða tungumáli hann er sunginn hann er alltaf falskur, hafið þíð ekki tekið eftir þessu? En ég held að ég kunni bara ekkert við hann öðruvísi, þetta má sjá í bíómyndum og öðru alveg magnað lagið er það sama næstum hvar í heiminum sem er og alltaf falsk. Hafið þið heyrt hann öðruvísi nema þá kannski hjá einhverjum fínum kór.
Nú förum við aftur til vinnu á morgun, flensan á undanhaldi og ekki þýðir að sitja auðum höndum, Helga ætlar að koma og raða í geymsluna um mánaðrmótin og þá þarf Dúddi að vera búinn að þessu.
Svo er þorrablótið þann 30 janúsr og hlökkum við mikið til að fá að borða góðan íslenskan þorramat. Ég ver nú að vera búin að kaupa myndavél þá.
Svo er búið að panta heim til Íslands 27. mars og verðum við í fermingarveislu Arons Viðars þann 30. mars og verður gaman að hitta allt liðið þar. Förum svo líklega fljótlega vestur til að passa Sögu Líf en pabbi hennar hann Ágúst er að fara í skólann í Danmörku til að halda áfram að læra ljósmyndun, það verður gaman að upplifa íslenska páska aftur eftir 6 ára fjarveru. 
Setti inn gamlar myndir frá í fyrra bara svona til gamans og minna mann á næsta sumar.
Eigið góða daga og góðan þorra.