١rdÝs Gu­mundsdˇttir | mßnudagurinn 23. desemberá2013

Gle­ileg jˇl

Jˇlarˇsirnar okkar hÚrna ˙ti.
Jˇlarˇsirnar okkar hÚrna ˙ti.
« 1 af 10 »

GLEÐILEG JÓL

 FELIZ NAVIDAD


Nú er komin þorláksmessa hér á Spáni og þó víðar væri leitað, þó þeir haldi nú ekki uppá hann með skötuáti og tilheyrandi þá er þetta  bara venjulegur dagur hér, við höldum hann nú svona eins og heima. Skreytum jólatréð og fáum okkur saltfisk að borða því við eigum enga skötu núna en förum að borða hana 27. des. með Íslendinum sem búa hér á Spáni. Förum til La Marina.
Annað kvöld verðum við bara tvö hér heima og ætlum að borða önd í aðalrétt og steiktar rækjur að hætti spánverja í forrétt þetta er stórar rækjur sem þeir kalla Langostinos svakalega góðar svona aðeins hent á pönnu og svo pillar maður þær á meðan maður er að borða þær. 

Það hefur nú gengið á ýmsu hér á heimilinu síðustu viku, skólplögnin fór í sundur á tveim stöðum. Það var oft að hálfstíblast svo Dúddi fékk menn með háþrýstigræjur til að smúla í gegn, en þeir söðgu að eitthvað meira væri að.
Þá var kallað í menn með myndavélar og þeir sáu að þetta værí í sundur á einum stað, en þegar til kom voru þeir tveir. 
Dúddi fór að brjóta upp flísar tvær í eldhúsinu og eina á baðinu, sem betur fer voru til aukaflísar svo að ekki þurftum við að fara að leita að eins. Önnur flísin er á miðju eldhúsgólfinu.
Við fluttum úr húsinu á meðan Dúddi var í mestu skítverkunum en hann var hér  alla daga að gera við, kom svo bara á kvöldin en ég var í húsinu hjá Helgu og Gumma vinum okkar en þau halda jólin í Tyrklandi hjá Óðni syni sínum og kærustu en hann er flugmaður þar. 
Við nutum góðs af þeirra gestrisni og góðmennsku og fengum að vera þarna í viku. Takk fyrir þetta kæru vinir, ómetanlegt. Nú er þetta allt orðið gott Dúddi búin að vinna eins og skepna til að þetta væri búið fyrir jólin. Ég fékk svo konuverkið að þrífa. Það þurfti að þrífa alla veggi bæði á baðinu og eldhúsinu, því það kom svo mikið ryk af því að ná flísunum af gólfinu, baðið var bleikt af ryki, en nú er þetta allt svo fínt og flott og jólin mega alveg koma.

Um daginn fórum við í kaffiboð til Hörpu og Vishnu ásamt Gauta og Jaqulín og var það voða gaman að fá fínar kökur og gott spjall, þar voru líka aðrir vinir þeirra sem gaman var að kynnast. Maður fór svo heim með fullan poka af sítrónum frá sítrónubóndanum. Annars er bara allt í rólegheitum hjá okkur. Fjörið byrjar 29. des. þegar Óli, Díana og börn koma í heimsókn og verða farm á 8. janúar svo kemur Elísabet mín líka 4 des og verður til 7. jan. En hún kemur frá London, okkur hlakkar mikið til að fá allt þetta fólk í heimsókn.

Hafið það sem best kæru börn fjölskyldur og vinir eins aðrir sem fara á þessa síðu. Og eigið góða jólahátíð.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár þakka allt innlitið á liðnu ári það er alltaf gaman að sjá að einhver kíkir hingað inn og les hvað er í gangi hjá okkur, stundum er ég löt og þá er bara ekkert að ske.
Guð veri með ykkur.