Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 29. mars 2013

Gleðilega páska!!

Úr skrúðgöngunni á miðvikudagskvöld
Úr skrúðgöngunni á miðvikudagskvöld
« 1 af 15 »
Gleðilega páska! Já þeir eru víst að koma eða eins og hér á Spáni er það heil vika sem þeir helga páskum Semana Santa heitir það. Hér er mikið um hátíðahöld í öllum bæjum og borgum á Spáni, ég hef nú líklega sagt frá því áður. 
Á síðasta mánudag fórum við með Bertu Svenna og Auðunni manni hennar til Granada til að skoða Alambrahöllina og var lagt af stað eldsnemma um morguninn til að reyna að komast að til að skoða höllina. En svo var ákveðið að fresta því til daginn eftir því við vorum búin að panta okkur hótelherbergi á mjög góðu  verði. Svo það var bara keyrt i rólegheitum ef hægt er að kalla það svo á hraðbrautum og skoðuðum okkur aðeins um. Stoppuðum t.d. í Lorca þar sem jarðskjálftarnir voru fyrir tveim árum síðan. Það var voða gaman að ganga þar um bæinn og eitthvað sáum við af þeim miklu skemmdum sem urðu þar í skjálftanum.
Við keyrðum svo framhjá kúrekabænum þar sem margar kúrekamyndir hafa verið teknar, en við fórum svo hratt framhjá aflegggeranum að við gátum ekki stoppað en við sáum þetta vel úr bílnum, stoppum bara næst. Við vorum komin fyrir kvöldmat á hótelið og fengum okkur að borða á hótelinu og þar var þetta fína hlaðborð með allavega réttum og fíneríi, og gestirnir auk okkar þar voru bara japanir fimm rútur. Það var svo bara farið snemma að sofa því það var ákveðið að fara snemma að skoða höllina og þangað vorum við komin um 10.00 og vorum að skoða og labba um þarna til kl. 2.00 en þá áttum við að vera komin út, því þá kom næsta holl inn. Því miður föttuðum við ekki að panta miða áður til að sjá það flottasta í höllinni því það var allt uppselt en það þarf víst núna að panta tíma til að fá að komast þangað inn, því ásóknin er svo mikil. En þarna voru líka ansi margir japanir líklega þeir sömu og við vorum að borða með um kvöldið.  En þetta er alveg svakalega gaman að skoða. Það var ekkert sérstakt veður hálf kalt og rigning en ekki mikil. Skrítið að þegar við fórum þarna 1999 með Helgu og Lilla þá helliringdi allan tímann svo nú gátum við skoðað þetta aðeins betur, en þá var þetta fínasta ekki lokað eins og núna.
Svo var haldið heim á leið og þá kom símhringing,, hvar ert þú, ,,ég er á leiðinni heim frá Granada,,  ,,nú ég er á flugvellinum,, ,,ha, hvað flugvelli í Alecante,, já,, ,,ertu lent, en þú áttir ekki að koma fyrr en á morgun,, ,,já við erum á flugvellinum,, Þá var þetta hún Dísa mákona mín og Andrea dóttir Jóns Smára komnar, en við áttum ekki von á þeim fyrr en á miðvikudag, þess vegna fórum við til Granada með Bertu til að vera komin aftur þegar þær mættu þessar elskur. Nú voru góð ráð dýr og hringt var í besta vininn, hann Gumma og spurt getur þú reddað mér systir mín er lent og við komum ekki fyrr en eftir 3 tíma, ,,jújú ég var að koma af vellinum ég fer bara aftur,,. Það er nú óborganlegt að eiga svona góða vini. Heima hjá Helgu og Gumma sátu þær svo stilltar og prúðar og biðu eftir þessum kjánum sem hlusta ekki betur á hvaða dag á að lenda þegar fólk er að koma í heimsókn.
En allt er þetta nú í góðu lagi, það er búið að fara á markað, í stóra mollið og kaupa helling af fötum á litlu verði, og nú er legið í sólbaði uppá þaki. Þær hafa fengið eins og flestir gestir að afhýða baunir. Við fórum líka að horfa á eina skrúðgöngu ætlum líka í kvöld í Almoradí og Rafal annað kvöld nóg að gera og engum leiðist, prjónað á milli.
Eigið góða pákadaga og Guð geymi ykkur.