Ţórdís Guđmundsdóttir | fimmtudagurinn 22. janúar 2015

Gleđilegt ár, ţó seint sé.

Gamlárskvöld
Gamlárskvöld
« 1 af 15 »
Það er nú komin tími til að skrifa í dagbókina held ég eftir næstum einn mánuð, það hefur bara verið mikið að gera við að skemmta sér með öðrum. Þetta hafa verið yndislegir dagar hér hjá okkur og margt búið að gera ekki bara verið að skemmta sér heldur höfum við verið að fara eitt og annað. 
Fyrir áramót fórum við aftur í kjallarann hjá Palla til að vera þar á gamlárskvöld og var það bara góð tilbreyting fyrir okkur og gestina, fórum í mollið og skoðuðum okkur um þarna niðurfrá. Helga og Gummi komu í súpu eitt kvöldið og svo fórum við á ströndina á gamlársdag og Dúddi og Lilli létu sig hafa það að fara í sjóinn sem var nú ansi kaldur að þeirra sögn við Helga sátum á ströndinni og hvöttum kappana okkar vel þeir syntu aðeins svona til að halda á sér hita og hlupu svo um til að fá meiri hita í sig.
Svo farið farið aftur í íbúðina til að hafa sig til fyrir kvöldið. Við fórum sem sagt á Argentískan matsölustað til að skemmta okkur og var það ansi gaman. Margir grillaðir réttir allavega kjöt og góðir drykkir sem voru innfaldir í verðinu. Allir fengu litla kampavínsflösku í lokin svo var skálað og dansað voðalega gaman hjá okkur. Þarna voru gestir frá mörgum löndum t.d. englendingar, finnar, spánvegjar og fleiri norðurlandabúar sem gaman var að spjalla við. Það var skotið upp nokkrum flugeldum og hrópað var húrra fyrir nýju ári. Við vorum svo í nokkra dag þarna áður en farið var aftur heim á leið. Við fórum svo einn daginn til El Raal sem er lítill bær hér aðeins fyrir sunnan okkur til að sjá lifandi Belén sem  er saga sem sett er upp hér í hverjum bæ en þarna var þetta lifandi fólk ekki bara styttur sem ég hef sett hér inn áður, voða gaman að sjá þetta.
Það fór að styttast í heimferð hjá Helgu og Lilla svo það var farið að huga að hvað ætti eftir að gera áður en þau fóru heim og bara slappað af setið út í sólinni, Helga var dugleg að sauma út í milliverkin sín og ég var að prjóna eins og alltaf. Við fórum á hverjum degi í smá göngutúra en strákarnir fóru í lengri. 
Það var voða notalega að hafa þau hér yfir svartasta tímann desember leið voða fljótt, það var líka svo gott veður sól uppá hvern dag og hlýtt að deginum en svo kólaði á kvöldin eins og alltaf á þessum árstíma. 
Það var ansi tómlegt eftir að þau fóru, takk fyrir komuna Helga og Lilli það var yndislegt að hafa ykkur.
Nú er sólin komin hátt á loft en það hefur verið ansi kalt þessa dagana kuldaboli hefur látið bera á sér hér eins og annarsstaðar en hér kemur aldrei snjór og aldrei frost sem betur fer. Held ég sé bara alveg búinn að nóg af honum í bili ég meina snjónum.
Nú er vetrardagskráin að byrja aftur, fórum í minigolf í síðustu viku og svo verður þorrablótið í byrjun febrúar og svo opnar sundlaugabarinn aftur og þá fer maður aftur þangað í minigolf.
Hér er nóg að gera hjá bændum við að taka upp grænmetið sitt og setja niður meira, Dúddi var að hjálpa Fermín að saga trén í garðinum í dag svo alttaf leggst eitthvað við að gera sér til dægrastyttingar. Helling af hvítlauk fékk ég í dag og eins brokkolí í gær svo nóg höfum við af grænmeti, já ekki má gleyma öllum appelsínunum líka sem hann er búinn að færa okkur þessi elska.
Eigið góða daga.