Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 7. nóvember 2012
Haust
Það er komið haust á Spáni, nú rignir bara dag eftir dag og það hefur kólnað aðeins eða þannig að við erum farin að kynda húsið aðeins. Núna er Dúddi búinn að kveikja upp í arninum því það er svo gott að sitja hér í eldhúsinu og vera í tölvunni. Hitinn úti er bara um 13 stig og ansi rakt. Ég man nú varla eftir svona mörgum rigingardögum í einu síðan við byrjuðum að vera hér fyrir 5 árum, enda er þetta ekki mikið rigningarsvæði sem við erum á.
Í síðustu viku fórum við í 65 ára afmæli hjá spænskum vinum okkar henni Felí og Eladio hann átti afmæli og var okkur boðið í mat, og var hann mjög góður skinka, rækjur og ostur í forrétt, og svo ofnbakaður kjúklingur með sveppum og kartöflum voða góður, og svo spænsk kaka í eftirrétt sem Felí hafði sjálf bakað, en það er voða sjaldan sem spænskar konur baka heima hjá sér. Þetta var sítrónukaka með rjóma, kaffi og te með. Svo var skálað í kampavíni kl. 12 en þá átti hann afmæli.
Við gistum í gamlahúsinu þessa nótt og fórum svo aftur heim daginn eftir. Við gáfum þeim körfu með ýmsu góðgæti í þar á meðal rúgbrauð sem ég bakaði og þeim finnst alveg svakalega gott og kalla það á spænsku pan negro, eða svarta brauðið.
Á sl. föstudag fórum við svo aftur í gamla húsið og gistum þar tvær nætur Dúddi var að hjálpa Gumma við að sækja og koma upp kæli og hita búnaði eða loftræstingu. Við fórum á hitting og mini golfið, og viti menn ég vann kvennakeppnina á 42 höggum en parið er 48. Ég var auðvitað voða montin og fékk hvítinsflösku í verðlaun Faustino V ábyggilega gott en ég drekk bara aldrei hvítvín, hugsaði til vinkonu minnar sem var farin heim til Íslands geymi hana bara fyrir hana þangað til hún kemur aftur eða kaupi mér fínan fisk til að drekka þetta með. Við fórum líka út að borða á kínversk wok sem er voða vinsælt og er góður matur og maður getur borðað eins mikið og maður vill fyrir um 8 evrur og er þá hálf flaska af víni eða bjór innifalið, ótrúlegt og þetta er alveg svakalega gott.
Á sunnudag fóru þau svo á ströndina og í sjóinn, Dúddi, Helga og Gummi nýtt heilsuátak í gangi. Ég beið nú bara í sandinum á meðan ekkert heilsuátak þar. Við komum svo heim á mánudag þegar þeir voru búnir að koma búnaðinum upp.
Ég fór í skólann í morgun í rigningunni og gekk allt vel, en tíminn var leiðinlegur það er nýr kennari sem mér leist bara vel á fyrst en nú er hann sjálfur að æfa sig í ensku og kennir varla nokkuð í spænsku er alltaf að þýða allt fyrir þessa vitlausu breta sem eru með mér í tíma, ég var bara orðin fúl því ég fór til að læra spænku en er að verða bara góð í ensku sem mig langar bara ekkert til. Svo rugla ég öllu saman tala bæði tungumálin í einu sem er nú ekki gott æææææ, hvað er ég að kvarta ég kann þó íslensku.
Vona bara að hann fari að hætta að rigna.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur.
Í síðustu viku fórum við í 65 ára afmæli hjá spænskum vinum okkar henni Felí og Eladio hann átti afmæli og var okkur boðið í mat, og var hann mjög góður skinka, rækjur og ostur í forrétt, og svo ofnbakaður kjúklingur með sveppum og kartöflum voða góður, og svo spænsk kaka í eftirrétt sem Felí hafði sjálf bakað, en það er voða sjaldan sem spænskar konur baka heima hjá sér. Þetta var sítrónukaka með rjóma, kaffi og te með. Svo var skálað í kampavíni kl. 12 en þá átti hann afmæli.
Við gistum í gamlahúsinu þessa nótt og fórum svo aftur heim daginn eftir. Við gáfum þeim körfu með ýmsu góðgæti í þar á meðal rúgbrauð sem ég bakaði og þeim finnst alveg svakalega gott og kalla það á spænsku pan negro, eða svarta brauðið.
Á sl. föstudag fórum við svo aftur í gamla húsið og gistum þar tvær nætur Dúddi var að hjálpa Gumma við að sækja og koma upp kæli og hita búnaði eða loftræstingu. Við fórum á hitting og mini golfið, og viti menn ég vann kvennakeppnina á 42 höggum en parið er 48. Ég var auðvitað voða montin og fékk hvítinsflösku í verðlaun Faustino V ábyggilega gott en ég drekk bara aldrei hvítvín, hugsaði til vinkonu minnar sem var farin heim til Íslands geymi hana bara fyrir hana þangað til hún kemur aftur eða kaupi mér fínan fisk til að drekka þetta með. Við fórum líka út að borða á kínversk wok sem er voða vinsælt og er góður matur og maður getur borðað eins mikið og maður vill fyrir um 8 evrur og er þá hálf flaska af víni eða bjór innifalið, ótrúlegt og þetta er alveg svakalega gott.
Á sunnudag fóru þau svo á ströndina og í sjóinn, Dúddi, Helga og Gummi nýtt heilsuátak í gangi. Ég beið nú bara í sandinum á meðan ekkert heilsuátak þar. Við komum svo heim á mánudag þegar þeir voru búnir að koma búnaðinum upp.
Ég fór í skólann í morgun í rigningunni og gekk allt vel, en tíminn var leiðinlegur það er nýr kennari sem mér leist bara vel á fyrst en nú er hann sjálfur að æfa sig í ensku og kennir varla nokkuð í spænsku er alltaf að þýða allt fyrir þessa vitlausu breta sem eru með mér í tíma, ég var bara orðin fúl því ég fór til að læra spænku en er að verða bara góð í ensku sem mig langar bara ekkert til. Svo rugla ég öllu saman tala bæði tungumálin í einu sem er nú ekki gott æææææ, hvað er ég að kvarta ég kann þó íslensku.
Vona bara að hann fari að hætta að rigna.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur.