Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 14. febrúar 2013

Íslandsdvöl lokið í bili

Svona kvaddi Ísafjörður okkur, 5. febrúar
Svona kvaddi Ísafjörður okkur, 5. febrúar
« 1 af 12 »
Nú erum við komin aftur til Spánar eftir 6 vikna dvöl á Íslandi, það var yndislegur tími þó vetur væri. Við upplifðum aftur allar sortir af veðri. Hittum alla okkar góðu fjölskyldumeðlimi og vini. Það var ynsilegt að hitta öll börnin og barnabörnin nema Elísabetu mína sem dvelur í London að vinna.  Við gátum klárað það sem við ætluðum okkur að gera og var það að taka baðherbergið í gegn, Dúddi á nú heiðurinn að því og er það orðið svakalega flott. Á leiðinni út fórum við í  5 ára afmæli hjá Hildi Heru og okkur var víða boðið í mat hjá góðu fólki. Allt gekk vel á leiðinni út en þetta var löng ferð við þurftum að millilenda í Köben og bíða þar í 6 tíma sem var nú ekkert gaman en allt í lagi. Það var svo kalt í Köben að við nenntum ekkert að heryfa okkur af vellinum 1 sigs frost og vindur, nei takk og við illa klædd enda á leið til Spánar.
Helga og Gummi tóku á móti okkur og við gistum hjá þeim um nóttina því við lentum ekki fyrr en 23:30. Þau komu á okkar  bíl því þeirra var í yfirhalningu. Gaman var að hitta þau aftur, alltaf sama gestrisnin þar á bæ. Við komum svo hingað á hádegi daginn eftir og hittum Fermín sem var eitt bros við að sjá okkur aftur þessi elska, strax var hann komin með ætiþyrsla í matinn. Við fórum svo í bæinn að versla og var kjúklingur í matinn. Við erum búin að fara á markað í Callosa og versla helling af nýju grænmeti fyrir lítinn pening og fann maður þá hvað allt er dýrt á Íslandi uss uss. 
Svo í dag fórum við í minigolf, og Dúddi vann hvítvínsflösku, ég skil þetta ekki ef við vinnum þá fáum við hvítvín en annars er alltaf rauðvín við drekkum næstum aldrei hvítvín, kannski eigum við bara að fara að drekka það. Svo eftir golfið var farið í bowling með mannsakpnum sem var í golfinu og var það voða gaman því þar vann ég Dúdda með glæsibrag en það er nú sjaldan sem ég vinn hann í einhverju.
Svo kemur nú fréttin ég er komin í fjarnám frá Versló að læra spænsku, það gekk vel fyrstu tvær vikurnar með hjálp tengdadætra minna að koma tölvunni í stand til að stunda svona nám, ég er nú ekki mikill tölvufræðingur en svo í gær var ég alveg stopp skildi ekkert af hverju ég fékk engin ný gögn, þá þurfti ég víst að taka smá próf til að fá að halda áfram. Ég sendi email í skólann og þá fékk ég leiðbeiningar og tók prófið en einkunina gef ég ekki upp strax, því ég má taka það aftur. Svo nú ætla ég að leggjast í spænskunám að fullu því þetta er svo gaman að glíma við þetta, próf hef ég ekki tekið í 40 ár held ég.
Á laugardaginn ætlum við í afmæli til Helgu frænku og svo á þorrablót hjá Íslendingum, eitt þorrablótið í viðbót aldrei nóg af súrum pungum mundi einhver segja.
Það er eitthvað svo mikið á döfinni hjá mér að ég er að verða stressuð eins og ekta Íslendingur, en hérna á maður að slappa af, ég hef alltaf nóg að gera kemst varla til að prjóna.
Hér skein sólin í dag og hitinn 20 gr.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur