Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 8. desember 2015
Komin á annan stað.
Þá erum við búin að koma okkur fyrir á öðrum stað hér á Spáni, þar sem kannski er ekki um eins mikið að skrifa og í sveitinni en samt ætla ég nú að reyna að halda þessari síðu aðeins við ef einhver nennir að lesa.
Við fórum til Íslands í endaðan maí og vorum bæði í sumarbústaðnum og á Ísafirði. Fjölskyldan kom í heimsókn og barnabörnin voru hjá okkur um tíma í sveitinni þar sem þeim finnst svo gott að vera.
Veðrið var hinsvegar ansi leiðinlegt ansi mikill vindur og rigning, man bara ekki eftir öðru eins sumri. Við eiginlega flúðum úr bústaðnum eftir verslunarmannahelgi vegna veðurs, það var varla hægt að vera utandyra.
Svo kom nú í ljós í ágúst að Dúddi þyrfti að fara í uppskurð verna krabbameins í nýra sem var svo fjarlægt 23. sept. og gekk það allt vel og hann er orðin sami Dúddinn minn aftur. Við komum því hingað til Spánar ekki fyrr en 31. okt. og þá fórum við að leita að íbúð fyrir okkur með góðri hjálp Gumma og fundum við hana fljótlega og erum við núna í lítilli 2 herberja íbúð í lokuðum garði sem heitir Sol De Mar og er á Playa Flamenca svæðinu, rétt hjá hitting Íslendinga hérna.
Við erum því komin í spillinguna eða menninguna eins og margir segja.
Hér er stutt að fara í spilavist, minigolf og annað sem íslendingarnir finna uppá og er það mjög gaman, og þar kynnist maður mörgu góðu fólki.
En nú er leiðin til Thailands þar sem við verðum á lítilli eyju með óla, Díönu og börnunum, þar ætlum við að halda jól eða þannig. Þetta verður strangt og langt ferðalag. Förum frá Madrid og millilendum í Abu Daby svo áfram til Bankok og þaðan svo til Puhket og svo með ferju út í eyjuna. Við erum hress og spræk svo þetta gengur vonandi allt vel hjá okkur.
Skrifa ferðasögu kannski á meðan við erum en allavega þegar við komum heim.
Þessi síða mín er orðin nokkuð gömul og er eitthvað að stríða mér, það gengur illa að setja inn myndir svo þið fáið bara nokkrar núna.
Gleðileg jól og eigið góða daga.
Við fórum til Íslands í endaðan maí og vorum bæði í sumarbústaðnum og á Ísafirði. Fjölskyldan kom í heimsókn og barnabörnin voru hjá okkur um tíma í sveitinni þar sem þeim finnst svo gott að vera.
Veðrið var hinsvegar ansi leiðinlegt ansi mikill vindur og rigning, man bara ekki eftir öðru eins sumri. Við eiginlega flúðum úr bústaðnum eftir verslunarmannahelgi vegna veðurs, það var varla hægt að vera utandyra.
Svo kom nú í ljós í ágúst að Dúddi þyrfti að fara í uppskurð verna krabbameins í nýra sem var svo fjarlægt 23. sept. og gekk það allt vel og hann er orðin sami Dúddinn minn aftur. Við komum því hingað til Spánar ekki fyrr en 31. okt. og þá fórum við að leita að íbúð fyrir okkur með góðri hjálp Gumma og fundum við hana fljótlega og erum við núna í lítilli 2 herberja íbúð í lokuðum garði sem heitir Sol De Mar og er á Playa Flamenca svæðinu, rétt hjá hitting Íslendinga hérna.
Við erum því komin í spillinguna eða menninguna eins og margir segja.
Hér er stutt að fara í spilavist, minigolf og annað sem íslendingarnir finna uppá og er það mjög gaman, og þar kynnist maður mörgu góðu fólki.
En nú er leiðin til Thailands þar sem við verðum á lítilli eyju með óla, Díönu og börnunum, þar ætlum við að halda jól eða þannig. Þetta verður strangt og langt ferðalag. Förum frá Madrid og millilendum í Abu Daby svo áfram til Bankok og þaðan svo til Puhket og svo með ferju út í eyjuna. Við erum hress og spræk svo þetta gengur vonandi allt vel hjá okkur.
Skrifa ferðasögu kannski á meðan við erum en allavega þegar við komum heim.
Þessi síða mín er orðin nokkuð gömul og er eitthvað að stríða mér, það gengur illa að setja inn myndir svo þið fáið bara nokkrar núna.
Gleðileg jól og eigið góða daga.