Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 14. október 2014
Lífið er ljúft
Þetta er orðið ansi langt frí frá skrifum svo nú er best að hefjast handa. Ég á mér nú smá afsökun en fyrir um 10 dögum var ég búin að skrifa helling, setja inn myndir og skrifa við þær og svo þegar ég ætlaði að vista til að geyma og fara yfir, þá klikkaði tæknin allt datt út og ég varð svo vond að ég gat bara ekki sest niður og skrifað. Hringdi strax í Ágúst tölvukallinn minn og son til að vita hvort ekki væri hægt að sækja þetta eitthvað, en hann sagist halda að þetta hefði bara farið eitthvað út í loftið, kannski er einhver að reyna að lesa þetta á himnum.
Við komum hingað út 4 sept. og Aron Viðar fermingardregur kom með okkur og var hann hér í 12 daga, voða gaman að hafa hann með okkur svona tilbreyting fyrir okkur öll að skipta um umhverfi saman. Við erum búinn að vera svo mikið í sveitinni saman að vinna en núna vorum við að leika okkur. Hann fékk nú aðeins að hjálpa til við að þrífa hérna fyrsta daginn enda engin vanþörf á eftir 5 mánaða fjarveru.
Það var margt gert með drengnum, við fórum 4 sinnum í minigplf og vann hann einu sinni karlaflokkinn, svo fór hann í Gokart einu sinni með afa og svo bara einn því afa finnst þetta ekkert gaman. Það var farið á ströndina nokkrum sinnum.
Fyrstu helgina var hér Fiesta með allavega skrúðgöngum og fíneríi. Claudia barnabarn Fermíns var Reina simpatíca hún er 10 ára og var okkur af því tilefni boðið í mat hér í garðinum hjá þeim eftir eina skúrðgönguna en þá var kl. orðin 11 um kvöld. Og var setið og borðað til kl. hálf eitt. Þetta fannst Aroni voða sérstakt. Þetta var voða góður svona næturmatur.
Aron fór svo heim þann 16 sept. Voða glaður og hefði alveg verið til í að vera lengur og leika við ömmu og afa, hann er svo yndislegur og góður drengur.
Við höfum haft nóg að gera við að hitta skemmtilegt fólk Mazzi og Margrét komu og voru í Gamla húsinu og var Anna Mazza með svo komu Hlynur og Alma og vorum við í mat hjá þeim og fórum með þeim á hitting að spila minigolf, það var voða gaman að hitta fólk að heiman. Svo eru Helga frænka min og Gummi og Harpa og Vishnu komin svo nú getur vetrarstarfið farið að byrja.
Það sem stendur nú uppúr hér í haust má segja matarboðið sem okkur var boðið í fyrir viku á þriðjudegi. Þá bauð Ignacio tengdasonur Fermíns okkur í veislu með fjölskyldunni sinni heima hjá móður hans sem er 86 ára gömul. Hann á 6 systikyni og voru þau öll þarna og börn þeirra og barnabörn og makar nærri um 30 manns. Hann sótti okkur kl. hálf tvö og Fermín líka. Það var strax boðið uppá drykk og svo kom matur og það var fyrst tvær sortir af salati, möndlur, brauð, ostar, pylsur og fleira, næsti réttur var kanínu Paella sú besta sem ég hef smakkað, svo kom eftirréttir fyst melóna, ananas og perur blandað saman, og borðaðir þú þetta bara með tannstöngli, svo eftir þetta kom svo stærðarinna terta ansi sæt en mjög góð og líka einhverjar rúllutertur sem er oft í eftirrétt hjá þeim. Það sem mér fannst nú best var að þú fékkst engan hníf bara gaffal til að borða þetta með og svo tannstöngla. Með þessu drakk svo fólk helling af bjór, en ég fékk Lambrusco og rauðvín jú og svo kampavín eða Cava með eftirréttinum. Við fórum heim að ganga sex og vorum alveg að springa af áti, ég þurfti ekkert að elda þann daginn. Þegar hann keyrði okkur svo heim fórum við heim til bróðir hans sem á heima hér rétt hjá og rekur verkstæði og á nokkrar dráttarvélar og plægir akra fyrir bændur. Og húsið hans er svo stórt og flott okkur var bara boðið í kjallarann sem er bara eitt rými og öll fjölskyldan getur hiszt þar og borðað.Einnig voru þar nokkur motorhjól.
Já maður hefur upplifað margt þetta haustið með spánverjunum vinum okkar hér í sveitinni, þau eru svo elskuleg við okkur.
Þetta er nú líklega bara gott í bili hjá mér ég ætla að vera duglega að setja inn myndir líka, eins undir Myndir hér á síðunni er aðeins byrjuð en það fór líka eitthvað í rusl hjá mér.
Eigið góða daga elskurnar og Guð veri með ykkur.
Við komum hingað út 4 sept. og Aron Viðar fermingardregur kom með okkur og var hann hér í 12 daga, voða gaman að hafa hann með okkur svona tilbreyting fyrir okkur öll að skipta um umhverfi saman. Við erum búinn að vera svo mikið í sveitinni saman að vinna en núna vorum við að leika okkur. Hann fékk nú aðeins að hjálpa til við að þrífa hérna fyrsta daginn enda engin vanþörf á eftir 5 mánaða fjarveru.
Það var margt gert með drengnum, við fórum 4 sinnum í minigplf og vann hann einu sinni karlaflokkinn, svo fór hann í Gokart einu sinni með afa og svo bara einn því afa finnst þetta ekkert gaman. Það var farið á ströndina nokkrum sinnum.
Fyrstu helgina var hér Fiesta með allavega skrúðgöngum og fíneríi. Claudia barnabarn Fermíns var Reina simpatíca hún er 10 ára og var okkur af því tilefni boðið í mat hér í garðinum hjá þeim eftir eina skúrðgönguna en þá var kl. orðin 11 um kvöld. Og var setið og borðað til kl. hálf eitt. Þetta fannst Aroni voða sérstakt. Þetta var voða góður svona næturmatur.
Aron fór svo heim þann 16 sept. Voða glaður og hefði alveg verið til í að vera lengur og leika við ömmu og afa, hann er svo yndislegur og góður drengur.
Við höfum haft nóg að gera við að hitta skemmtilegt fólk Mazzi og Margrét komu og voru í Gamla húsinu og var Anna Mazza með svo komu Hlynur og Alma og vorum við í mat hjá þeim og fórum með þeim á hitting að spila minigolf, það var voða gaman að hitta fólk að heiman. Svo eru Helga frænka min og Gummi og Harpa og Vishnu komin svo nú getur vetrarstarfið farið að byrja.
Það sem stendur nú uppúr hér í haust má segja matarboðið sem okkur var boðið í fyrir viku á þriðjudegi. Þá bauð Ignacio tengdasonur Fermíns okkur í veislu með fjölskyldunni sinni heima hjá móður hans sem er 86 ára gömul. Hann á 6 systikyni og voru þau öll þarna og börn þeirra og barnabörn og makar nærri um 30 manns. Hann sótti okkur kl. hálf tvö og Fermín líka. Það var strax boðið uppá drykk og svo kom matur og það var fyrst tvær sortir af salati, möndlur, brauð, ostar, pylsur og fleira, næsti réttur var kanínu Paella sú besta sem ég hef smakkað, svo kom eftirréttir fyst melóna, ananas og perur blandað saman, og borðaðir þú þetta bara með tannstöngli, svo eftir þetta kom svo stærðarinna terta ansi sæt en mjög góð og líka einhverjar rúllutertur sem er oft í eftirrétt hjá þeim. Það sem mér fannst nú best var að þú fékkst engan hníf bara gaffal til að borða þetta með og svo tannstöngla. Með þessu drakk svo fólk helling af bjór, en ég fékk Lambrusco og rauðvín jú og svo kampavín eða Cava með eftirréttinum. Við fórum heim að ganga sex og vorum alveg að springa af áti, ég þurfti ekkert að elda þann daginn. Þegar hann keyrði okkur svo heim fórum við heim til bróðir hans sem á heima hér rétt hjá og rekur verkstæði og á nokkrar dráttarvélar og plægir akra fyrir bændur. Og húsið hans er svo stórt og flott okkur var bara boðið í kjallarann sem er bara eitt rými og öll fjölskyldan getur hiszt þar og borðað.Einnig voru þar nokkur motorhjól.
Já maður hefur upplifað margt þetta haustið með spánverjunum vinum okkar hér í sveitinni, þau eru svo elskuleg við okkur.
Þetta er nú líklega bara gott í bili hjá mér ég ætla að vera duglega að setja inn myndir líka, eins undir Myndir hér á síðunni er aðeins byrjuð en það fór líka eitthvað í rusl hjá mér.
Eigið góða daga elskurnar og Guð veri með ykkur.