Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 8. ágúst 2014

Loksins, loksins.

Við með fermingarbarninu Aroni Viðar.
Við með fermingarbarninu Aroni Viðar.
« 1 af 15 »
Nú ætla ég loksins að láta verða af því að pára hér nokkar línur, enda komin tími til, ég hef nú ekki hugsað mér að hætta þessu alveg en tími hefur bara ekki verið til þess og ég ekki í stuði. Það er nú líka bara fínt að fara í frí eftir 7 ára blogg er það ekki.
Margt hefur svo sem drifið á daga síðan við komum og ætla ég nú ekki að fara að skrifa það hér allt, því það nennir enginn að lesa. Ég á eitthvað bágt með að sofa núna og mér datt í hug að skrifa bara eitthvað hér og setja inn nokkrar myndir síðan í sumar.
Við byrjuðum á því að fara og vera við fermingu hjá Aroni Viðar í Njarðvíkurkirkju held ég hún heiti, og fara svo í heilmikla veislu á eftir og var það voða gaman, eins gátum við kvatt Ágúst sem var að fara í skólann í Danmörku. Ég fór svo strax vestur á Ísó með Sögu Líf í skólann og hef verið hér síðan. Bara farið inní djúp í sumarbústainn í Reykjanesið í sund og eina ferð til Þingeyrar að heimsækja frænku. Það hefur aftur á móti margir komið og heimsótt okkur í sumarbústaðinn í sumar.
Börn og barnabörn hafa verið ansi dugleg að vera hjá okkur í dýrðinni í djúpinu, og hefur margt verið brallað og skemmt sér þar.
Dúddi, Atli Geir og Aron fóru á sjóninn og drógu inn nokkra þorska sem var nú gott að fá i bollur. Svo er berjatínslan að hefjast til að fá sultu og ber til að hafa með sér til Spánar.
En mikið er mig farið að hlakka til að komast heim til Spánar aftur, þetta hefur verið svo leiðinlegt sumar verðurfarslega að ég er bara alveg búin að fá nóg af því, þótt júní hafi nú verið þokkalegur þá hefur júlí verið hundleiðinlegur.
En þetta stendur allt til bóta við förum út 4 sept. og kemur Aron Viðar með okkur það vildi hann fá í fermingargjöf frá okkur og ekkert annað, sem er bara gaman fyrir okkur og vonandi hann.
Set inn nokkrar myndir af fjölskyldunni.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.