Ţórdís Guđmundsdóttir | ţriđjudagurinn 11. nóvember 2014

Mér finnst rigningin góđ!!

Stóru kartöflurnar frá Fermín líklega um 1/2 kíló hver
Stóru kartöflurnar frá Fermín líklega um 1/2 kíló hver
« 1 af 10 »
Eins og segir í laginu, Mér finnst rigningin góð, þá situr maður inni og enginn að reka mann út í sólina sem hér er nóg af, ekki nenni ég að liggja í sólabaði lengur, maður er líklega bara orðinn of gamall til þess, verður bara skorpinn eins og gömul leðurtaska.
Annars er lífið bara ljúft þó hann rigni aðeins bændur verða glaðir að fá dropann á akrana sína. Ég skellti bara í rúgbrauð í morgun þegar ég sá hvernig veður myndi verða í dag. Svo eigum við saltfisk í frystinum og borðum hann með rúgbrauði og kartöflum í kvöld.
Hér hefur verið fullt að gera í allavega boðum og veislum. Okkur var boðið til Hörpu og Vishnu um daginn ásamt mörgu öðru fólki, svo fórum við á fiskidaginn mikla, sem Íslendingar hér sjá um, allavega fiskréttir sem þau elda sjálf og kemur fiskurinn frá Íslandi. Alveg þrælduglegt fólk sem er nú búið að taka við veitingastað sem heitir Black Bull og er rétt hjá litlum bæ sem heitir Torremundo en þeirra svæði tilheyrir San Michael, alveg frábær staður og búið að gera svo fínt hjá þeim, við eigum eftir að fara þangað aftur en fiskidagurinn var það fyrsta sem þau héldu þarna.
Það er svo búið að fara í heimsókn til Palla og Öddu og Jónu og Einars þannig að það hefur verið fullt að gera í skemmtanalífinu og nú er verið að slappa af fyrir næstu törn.
Fermín hefur verið duglegur að gefa okkur ýmislegt grænmeti hann kom með tvær risakartöflur núna um daginn og svo hefur hann komið með 10 granatepli sem er voða gott í salat og úrá hafragrautinn á morgnana, svo á ég líklega nóg af sætum kartöflum fram yfir áramót, það vill nú til að þetta geymist vel, það fer ekki hratt ofaní tvær manneskjur.
Hvað tíminn líður fljótt ,mér finnst við vera nýkomin en það eru komnir tveir mánuðir síðan við komum. Nú er komið haust hér á Spáni og rigningin byrjuð, en veðrið hefur verið alveg yndislegt, stundum bara aðeins of heitt fyrir svona ísfólk eins og mig en Dúddi alveg elskar svona mikinn hita og líður þá best, ég svitna bara og svitna, en það er víst heilsusamlegt líka segja þeir sem best vita.
Í næstu viku ætlum við að fara með golffélaginu hérna í golfferð þó við spilum ekki nema minigolf og verðum við tvær nætur á hóteli í bæ sem heitir Mocajar og er strandbær í Almeríu. Segi ykkur frá þeirri ferð næst þegar ég nenni að skrifa hér.
Nú ætla ég að hætta að sinni þetta er að verða tómt bull hjá mér enda alveg komin úr æfingu. 
Hafið það sem best elskurnar sem nenna að lesa þetta, sólarkveðjur og Guð blessi ykkur.
Er búin að setja fleiri myndir inná myndir.