Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 10. október 2007

Moncofa,

Þórdís bloggari
Þórdís bloggari
« 1 af 6 »
Keyrðum frá Tarragona á mánud. eftir góðan tíma þar. Gáfum Maríu frí og ég tók við og gekk það alveg frábærlega að aka efir N340. Mjög falleg leið mikið af appelsínu og sítrónutrjám. Sáum líka möndlutré og menn að tína möndlur.
Erum núna í litlum bæ sem heitir Moncofa hann er norðantil við Valensíu,  alveg frábærum hita,  stutt á stöndina en ekkert legið þar.
En í gær var hér hátíðisdagur sýslunnar og við fórum að sjá nauta(allir voru að hlaupa undan nautunum ) það var ansi gaman að sjá þetta. Það var búið að setja rimla og loka götunum svo áhorfendur voru ekki í hættu. Svo veinuðu allir og góluðu og hjómsveit lék líka og þetta var mikill Spánskur hávaði. Við fórum með enskum hjónum sem eru búinn að vera hérna í 2 vikur og eru á leiðinni heim. Mjög viðkunnanleg og við erum búinn að æfa okkur heilmikið í ensku.
Förum á morgun líklega á Santa Pola tjaldsvæði, það fer eftir hvernig gengur að rata og keyra.