Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 23. september 2007
Mucke, tjaldsvæði
Fórum frá Cuxhaven um hádegi í gær þegar allt var tilbúið. Keyrðum sem leið lá suður á bóginn. Það var farið að huga að hvar við ættum að vera fyrstu nóttina og fundum við tjaldsvæði í fínu bókinni frá FÍB, sem við keyptum áður en við fórum að heiman, um öll tjaldsvæði í Evrópu. Leitin gekk vel og vorum við í Hameln sem er lítill bær fyrir sunnan Hannover. Þarna var mikið af hjólhýsabúum. En fínt að vera, við vorum þreytt eftir fyrsta daginn og svolítið ringluð. Ekkert internet.
Lögðum af stað um 10 í morgun, það gekk nú brösulega í dag og villtumst við smá að þó að GPS María væri öll af vilja gerð til að láta okkur fara á rétt tjaldsvæði. Nú erum við inn í miðju Þýskalandi, norðan við Frankfurt alveg yndilegur staður, þar sem bóndi er búinn að laga landið fyrir tjaldsvæði, eins og á hinum staðnum eru hér hjólhýsi sem hafa verið hér í mörg ár, garður í kring og allavega fínheit. Hér er fínt Internetsamband og kostar ekki neitt. Gaman að sjá að þið fylgist með okkur það hvetur mann til að skrifa og láta vita af sér þó það sé ekki mikið á hverjum degi, þeir eru nú ósköp líkir ennþá. Hugsum til ykkar allra. Veðrið er gott í dag var 20-22 stiga hiti og sól, ekki gott að keyra, ansi heitt.
Áætlun á morgun er Baden-Baden.
Lögðum af stað um 10 í morgun, það gekk nú brösulega í dag og villtumst við smá að þó að GPS María væri öll af vilja gerð til að láta okkur fara á rétt tjaldsvæði. Nú erum við inn í miðju Þýskalandi, norðan við Frankfurt alveg yndilegur staður, þar sem bóndi er búinn að laga landið fyrir tjaldsvæði, eins og á hinum staðnum eru hér hjólhýsi sem hafa verið hér í mörg ár, garður í kring og allavega fínheit. Hér er fínt Internetsamband og kostar ekki neitt. Gaman að sjá að þið fylgist með okkur það hvetur mann til að skrifa og láta vita af sér þó það sé ekki mikið á hverjum degi, þeir eru nú ósköp líkir ennþá. Hugsum til ykkar allra. Veðrið er gott í dag var 20-22 stiga hiti og sól, ekki gott að keyra, ansi heitt.
Áætlun á morgun er Baden-Baden.