Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 25. september 2007

Oberrhein, tjaldsvæði

Tjaldsvæðið, Obberrhein
Tjaldsvæðið, Obberrhein
« 1 af 2 »
Er búinn að vera á þessu svæði síðan í gær og verðum hér aftur í nótt. Þetta er svo fallegt og ekki dýrt, en það kostar að fara á netið og Ágúst við fórum og fengum keyptan aðgang er það ekki flott hjá þeim gömlu?
Fórum til Baden-Baden í dag og vorum að flækjast þar. Reyndar vorum við að leita að búð sem selur garðstóla og borð en fundum bara bílaumboð sem er nóg af þar, en það er fallegt þarna og gaman að skoða sig um.
Það er svolítið horft á okkur með íslenskan bíl og hjólhýsi frá Cux.
Áætlun á morgun er fyrirheitna landið Frakkland, nánar tiltekið umhverfi Strassborgar, það verður fróðlegt að vita hvernig gengur þar að finna tjaldsvæði, erum orðin reynd hér, en þetta er bara spennandi.
Keyptum okkur rauðvín á 1 evru og í matinn fyrir 10 evrur alveg ótrúlegt. Það er mjög gott að sofa í hjólhýsinu rúmið er alveg ótrúlega gott og eldhúsið er lítið en allt í lagi.