Páskadagur 2008
GLEÐILEGA PÁSKA kæru ættignjar, vinir og aðrir sem kíkja hér inn!
Það er skrítið að sitja hér á Spáni á páskadag og skrifa á tölvuna sína, þegar maður hefur undanfarin ár setið með barnabörnunum á páskadagsmorgun og borðað páskaegg. En mér telst til að þetta séu fyrstu páskar í 35 ár sem ég er ekki á Ísafirði.
En við í staðinn vöknuðum snemma í morgun og vorum komin til Almoradí kl. 10:00 til að horfa á trúarskrúðgöngu Spánverja um upprisu Krists. Þarna voru stærðarinnar líkneski borin á öxlum manna um götur bæjarins í um 4 tíma, og þeir meira að segja dönsuðu með þau líka. Það var lúðrasveit sem gekk á eftir hverju. Þetta var alveg stórkostlegt að horfa á, og gekk ungt fólk með fram hverju líkneski og gaf börnum sælgæti það fór nú ansi mikið ofaní þau sjálf líka. Það voru heilu lúkurnar af nammi. Við vorum þarna í allan morgun til að fylgjast með. Gaman að láta það fylgja að hávaðinn var stundum mikill þarna. Það hefur verið ansi hvasst hér í dag og hitinn ekki nema um 15 gr. svo það var kalt ef við vorum ekki í sólinni.
Í gær fóru frá okkur kærir gestir þegar Jón og Ásta fóru heim, það var æðislegt að fá að hafa þau þennan tíma. Á föstudaginn langa fórum við í góðan göngutúr meðfram vatni sem er upp við Crevillent sem er svona 20 mín héðan upp í fjallgarði, sem er hér í sjónmáli frá okkur. Stórt og fallegt vatn og gaman að ganga þar um.
Annas gengur allt sinn vanagang stórfjölskyldan komin í mat í næsta hús og mikið fjör.
Gósý og Tryggvi koma kannski í heimsókn á morgun ef þau fá bílaleigubíl, en þau eru í golfferð hér suður með sjó.
Svo koma Svana og Magni á þriðjudag, svo það er enginn tími til að láta sér leiðast hér. Enda erum við voða ánægð hér.
Því miður get ég ekki sett myndir núna frá skrúðgöngunni því ég er klaufi við þetta, svo þær koma bara síðar bæði á bloggið og eins í Mudamiento dálkinn minn ef þið hafið áhuga á að skoða.
Góður dagur en enginn snjór.