Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 27. október 2010
Rólegt líf
Nú hefur lífið aftur fallið í sinn vanalega farveg. Við komin heim í húsið okkar og góðir vinir verið með okkur hérna fyrstu dagana.
Þau eru nú farin aftur heim til Íslands í sitt venjubunda líf. Þetta var rosalega góður tími á meðan þau voru. Margt gert sér til skemmtunar. Við fengum lánuð hjól hjá Erni og Þuru og voru Jón og Ásta dugleg að nota þau á meðan þau voru hér. En allt tekur enda, góður tími sem maður á í endurminningabókinni. Takk fyrir heimsóknina kæru vinir.
Nú gengur allt í föstum skorðum, við drífum okkur út að hjóla, enda er ég nýbúinn að fá hjólabuxur og hraðmælir á hjólið með kílómetramælir, þetta var gjöf frá Jóni og Ástu, takk fyrir góðu vinir. Við fórum í dag í 12 km. langan hjólatúr, fórum alveg að afleggaranum til El Saladar, snerum þar við og fórum næsta stíg sem við sáum og hjóluðum á bensínstöðina sem er í San Juan og fengum okkur Te og bjór. Yndislegt veður til að hjóla í sól, logn og hitinn um 20 gr. Í gær hjóluðum við til Rafal og keyptum í matinn, og löbbuðum um bæinn. Svo nú er gaman að sjá hvað maður fer langt í einu. Ég er nú ekkert að hjóla hratt því ég þarf svo margt að skoða í leiðinni, ég verð alltaf að líta eftir hvort ég sjái kannski fallegt flísabrot.
Mig vantar nefnilega grænar og gular flísar, Dúddi fann nokkrar rauðar í gær, sem duga í bili. Nú bíða ég bara eftir að andinn komi yfir mig til að byrja á næstu mósaíkmynd. Kannski ég byrji bara á borðinu núna.
Dúddi er búinn að mála svefnherbergið og nú er það mjög ljósgrænt, og miklu hlýlegra en það var svona sjúkrahúshvítt. Það var allt þrifið hátt og lágt og verður yndislegt að fara að sofa þar í kvöld.
Næstu dagar eru bara á rólegu nótunum að ég held. Ég ætla til tannlæknis á morgun og svo förum við út á völl að sækja okkar góðu vini Unnstein og Rut, þau eru að koma í húsið sitt og verða líklega fram í desember. Það verður gaman að hitta þau aftur.
Svo það verður ekki hjólað á morgun en allt í lagi að taka einn dag í frí, er það ekki?........
Fermín er alltaf að færa okkur eitthvað, um daginn kom hann með kál sem systir Carmen vildi gefa okkur og ég hef bara séð hjá Carlos kokki, þau sögðu það heita blanco(veit ekkert hvernig þetta er skrifað) það væri dýrt og það væri bara fyrir kapitalisma, hann sagði mér auðvitað að nota það í súpu, en satt að segja veit ég ekkert hvernig á að nota það. Kokkurinn tók hýðið af eins og af rababara og bjó til einhverskonar samloku úr þessu en því miður man ég það bara ekki. En ef einhver hefur hugmynd um þetta kál væri ég voða ánægð ef ég fengi þá smá athugasemd um það. Það er ekki gott hrátt, ég hef nú bara steikt það með öðru grænmeti.
Eigið góða daga.
Þau eru nú farin aftur heim til Íslands í sitt venjubunda líf. Þetta var rosalega góður tími á meðan þau voru. Margt gert sér til skemmtunar. Við fengum lánuð hjól hjá Erni og Þuru og voru Jón og Ásta dugleg að nota þau á meðan þau voru hér. En allt tekur enda, góður tími sem maður á í endurminningabókinni. Takk fyrir heimsóknina kæru vinir.
Nú gengur allt í föstum skorðum, við drífum okkur út að hjóla, enda er ég nýbúinn að fá hjólabuxur og hraðmælir á hjólið með kílómetramælir, þetta var gjöf frá Jóni og Ástu, takk fyrir góðu vinir. Við fórum í dag í 12 km. langan hjólatúr, fórum alveg að afleggaranum til El Saladar, snerum þar við og fórum næsta stíg sem við sáum og hjóluðum á bensínstöðina sem er í San Juan og fengum okkur Te og bjór. Yndislegt veður til að hjóla í sól, logn og hitinn um 20 gr. Í gær hjóluðum við til Rafal og keyptum í matinn, og löbbuðum um bæinn. Svo nú er gaman að sjá hvað maður fer langt í einu. Ég er nú ekkert að hjóla hratt því ég þarf svo margt að skoða í leiðinni, ég verð alltaf að líta eftir hvort ég sjái kannski fallegt flísabrot.
Mig vantar nefnilega grænar og gular flísar, Dúddi fann nokkrar rauðar í gær, sem duga í bili. Nú bíða ég bara eftir að andinn komi yfir mig til að byrja á næstu mósaíkmynd. Kannski ég byrji bara á borðinu núna.
Dúddi er búinn að mála svefnherbergið og nú er það mjög ljósgrænt, og miklu hlýlegra en það var svona sjúkrahúshvítt. Það var allt þrifið hátt og lágt og verður yndislegt að fara að sofa þar í kvöld.
Næstu dagar eru bara á rólegu nótunum að ég held. Ég ætla til tannlæknis á morgun og svo förum við út á völl að sækja okkar góðu vini Unnstein og Rut, þau eru að koma í húsið sitt og verða líklega fram í desember. Það verður gaman að hitta þau aftur.
Svo það verður ekki hjólað á morgun en allt í lagi að taka einn dag í frí, er það ekki?........
Fermín er alltaf að færa okkur eitthvað, um daginn kom hann með kál sem systir Carmen vildi gefa okkur og ég hef bara séð hjá Carlos kokki, þau sögðu það heita blanco(veit ekkert hvernig þetta er skrifað) það væri dýrt og það væri bara fyrir kapitalisma, hann sagði mér auðvitað að nota það í súpu, en satt að segja veit ég ekkert hvernig á að nota það. Kokkurinn tók hýðið af eins og af rababara og bjó til einhverskonar samloku úr þessu en því miður man ég það bara ekki. En ef einhver hefur hugmynd um þetta kál væri ég voða ánægð ef ég fengi þá smá athugasemd um það. Það er ekki gott hrátt, ég hef nú bara steikt það með öðru grænmeti.
Eigið góða daga.