Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 22. apríl 2009

Ruta verde í Almoradí

Frá göngutúrnum ef þið skoðið vel sjáið þið pólís
Frá göngutúrnum ef þið skoðið vel sjáið þið pólís
« 1 af 10 »
Hér í kringum Almoradí eru margar gönguleiðir sem eru merktar og kallast "RUTA VERDE, því þar er gengið um götur sem liggja í gegnum græna akra, fulla af allskonar grænmeti og ávöxtum. Einnig er farið og skoðuð gömul tré, en það eigum við eftir.
Við ákváðum á síðasta laugardag að skella okkur í einn slíkan göngutúr. Það er farið frá torginu, í þetta skiptið var farin leið sem heitir Ruta de la Huerta, og er um 4 km. en við vissum ekkert hvert við færum. Við gengum þarna um skoðuðum akra og falleg hús og skepnur og allt í fylgd lögreglu eða Protector Policía, sem sagt ef einhver hefði gefist upp eða orðið veikur þá voru þeir tiltækir fyrir fólk. Eins stoppuðu þeir umferð og héldu leiðinni greiðfærri fyrir alla, voða gaman að upplifa þessa vernd hér.
Leiðsögumaðurinn sem var falleg spænsk senjorita, talaði góða ensku svo við skildum hvað hún var að segja okkur. Reglulega skemmtilegt og við ætlum nú að fara aftur næst þegar þetta verður.
Seinna um daginn komu svo Elín Þóra og Jón í mat til okkar.
Á sunnudag fórum við á sunnudagsmarkaðinn en hann rigndi niður, það var svoleiðis hellirigning að öllu var bara lokað um kl. 12 ef það var þá allt opnað. Fórum í bíltúr með Helgu og Gumma seinna um daginn.
Á þriðjudag vöknuðum við í glampandi sól og góður veðri, fórum til Torrevieja, Dúddi til að aðstoða Gumma við nýja sturtu og svo fór Helga með mér í bæinn til að athuga um ný gleraugu, við gengum heilmikið um ströndina og um bæinn, hún var að sýna mér ýmsa staði. Svo nú erum við aðeins fróðari um Torrevieja.
Hugrökk kona hún Þórdís, hún fór nefnilega í klippingu í dag í Rafal. Mig minnir nú að ég hafi sagt síðast þegar ég fór að þetta myndi ég aldrei gera aftur að fara og láta klippa mig hér á Spáni. En hann Dúddi minn var búin að sjá svo heimilislega og fína stofu í Rafal, beint á móti þeirri sem hann fer á, svo ég ákvað í morgun að nú léti ég verða af þessu og hætta þessu rausi, ég verð að láta klippa mig, en ég var siðast klippt á Ísó í ágúst svo það var komin tími til að snyrta gráu hárin og líta aðeins betur út.
Þetta var sko heimilislegt, fín stofa, þar sem börnin voru að leika sér og að ég held bara öll fjölskyldan saman komin til að spjalla, en ekki eins og fallbyssur. Þarna voru líka gamlar konur í lagningu með rúllur og fínt og ekki sama hvernig þetta var gert. Fyrst klippti mig ein og svo kom önnur ung til að blása mig, og ég er svo ánægð með þetta, aldrei slíku  vant, ég á nú reyndar eftir að vakna í fyrramálið og sjá hvernig þetta lítur út þá.
Hér er núna kl. 21:00 20 stiga hiti og logn alveg yndislegt, og fuglarnir okkar eru búnir að verpa eggjum en við sjáum nú ekki hvað þau eru mörg því hreiðrið er svo hátt uppi.
GLEILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR VETURINN!
Takk fyrir innlitið öll og eigið góða sumardaga.