Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 16. október 2007

Santa Pola

Nú erum við búinn að vera hér í Santa Pola síðan 10. okt. í bæði grenjandi rigingu þrumum og eldingum, sérstaklega tvo fyrstu dagana.
En svo skein sólin á ný. Ég vona að rigninarkonan í mér fari nú að stoppa, því mig langar ekki til Afríku.
Hér hittum við Elínu Þóru og Jón og höfum verið með þeim hér, út að borða og svo borðuðum við saltfisk hjá þeim, mjög góður. Í gær fórum við til Torrevieja, og fórum í heimsókn til Helgu Þirý frænku Dúdda, en hún ætlar að hjálpa okkur að kaupa eitthvað hús hérna. Svo fórum við að flækjast um bæinn og Dúddi lét litla sæta stelpu klippa sig, svo nú lýtur hann betur út. Tjaldsvæðið er fínt þar erum við orðin ansi heimakominn og allir farnir að heilsa okkur á ýmsum tungumálum. Skoðuðum eitt í Torrevieja sem við förum kannski á seinna ef þarf.
Efir hádegi förum við líklega að skoða eitt hús en þar er bara RIGNING eins og er svo Helga vill bíða til kl. 1 læt vita seinna hvað verður. Annars förum við í fyrramálið að skoða 2.
Núna sit ég heima hjá Elínu og Jóni og fæ að blogga frítt, takk kærlega fyrir okkur.
Og Sissa og Óli er ekki afmælisdagar núna innilega til hamingju. Svo koma Helga og Lilli á fimmtudaginn og okkur hlakkar mikið til að hitta þau. Það verður gaman að reyna að finna flugvöllin en María er að reyna að hjálpa okkur.