Ţórdís Guđmundsdóttir | ţriđjudagurinn 29. október 2013

Seint en kemur ţó.

Gróa, Helga og ég á bleika deginum hér á Spáni
Gróa, Helga og ég á bleika deginum hér á Spáni
« 1 af 13 »
GLEÐILEGAN VETUR OG TAKK FYRIR SUMARIÐ

Það er nú orðið ansi langt síðan ég skrifaði eitthvað síðast, það hefur bara verið svo ansi mikið að gera hjá mér og okkur. Önundur og Gróa okkar yndislegu vinir frá Ísafirð, voru reyndar að koma til Helgu og Lilla  og voru nú mest hjá þeim í gamla húsinu en við fluttum til þeirra í nokkra daga og svo komu þau hingað í sveitina í tvo daga. Þetta voru alveg yndislegir 10 dagar sem þau voru hérna. Mikið hlegið og bara margt gert bæir skoðaðir og farið á veitingastaði og svo bara samveran hún er nú það sem skiptir máli hjá góðum vinum.
Við héldum eitt heimboð fyrir vini sem fóru svo með okkur á spænskan veitingastað þar sem horft var á Flamenco og flotta stráka sem voru að syngja saman og svo var borðaður góður matur og gott vín drukkið með, Þetta var mjög góð kvöldstund.
Strákarnir fóru svo á pöbbarölt hérna í sveitinni einn daginn og fengu sér tapas og eitthvað fleira gott og góðan göngutúr því hér er langt á milli bara. Innilega takk fyrir heimsóknina kæru vinir.
Tíminn hjá mér hefur líka farið í að læra og reyna að halda mér við námið, en það hefur farið svo mikill tíma í annað,
að ég var komin langt á eftir með námið og nú er allt komið í rugling hjá mér og helv. málfræðin er alveg að drepa mig, mér finnst ég bara ekkert komast áfram, eins vantar mig svo að æfa mig í að tala, en þetta kemur vonandi ég verð kannski einhverntíma mellufær í spænsku, það er nú nóg af þeim hér á hverju torgi, kannski ég fari bara og tali við þær heheheh.
Það hefur verið ansi heitt hér í haust alveg óvenjulega, þeir segja að hitinn núna og undanfarið sé um 6 stigum hærri en hann hefur verið síðustu ár. í dag t.d. var hér 28 stiga hiti og var búist við rigingu en hún er nú ekki komin enn kl. 7. Ég hef ekki nennt að fara í sólbað því maður svitnar svo mikið að maður rennur útaf bekknum læt bara göngutúra duga þegar það er hægt.
Fermín bóndi er alltaf samur við sig færandi manni melónur, granadepli, hvítlauk og annað góðgæti, svo komu þeir hingað með stærðar tréborð til að gefa okkur sem við ætlum að setja í patíóið í staðinn fyrir það sem nú er, svolítið stórt en kannski maður haldi bara stórt matarboð eða að maður fær marga gesti í einu frá Íslandi þá er bara nóg pláss.
Á laugardaginn fórum við í fiskiveislu við sundlaugarbarinn þar var eldaður allavega fiskur sem góður maður kom með frá Íslandi og eldaði fyrir okkur hina og var þetta alveg stórkostleg veisla hjá þeim hafið kærar þakkir fyrir framtakið gótt fólk.
Í dag var ég að baka rúgbrauð því á morgun erum við boðin í afmælisveislu til Heladió og ætlum við að færa honum brauð þeim finnst það svo gott og kalla það pan negro. Vonandi hefur það tekist vel hef ekki þorað að kíkja ennþá.
Þetta er nú bara gott hjá mér eftir svona langan tíma.
Eigið góða daga og fallegan vetur og góðan og Guð veri með ykkur kæru vinir og vandamenn