Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 28. janúar 2008
En um kl. 5:00 fer fólk að tínast út aftur og þá sér maður mömmur koma með börnin sína til að leika sér á torgunum, þær koma á bílnum og hleypa svo barni og ömmu út til að sitja og spjalla við vini og vandamenn býst ég við. Hugmyndaflugið fer á stað.
Þetta gætu nú ísfirskar mömmur tekið upp að hittast á togrinu með börnin seinnipart dags og spjallað og leift börnunum að hlaupa um á þess að vera í girðingu eins og á leikskólanum og hitta önnur börn. En það versta við okkur elskulegu íslendinga er að við kunnum ekki þessa spönsku rólegheit okkur liggur alltaf svo mikið á til að gera hvað??? fara heim og elda horfa á sjónvarp fara á fundi.??? Ég man að ég var svona sjálf alltaf að flýta mér en hvert, það mátti aldrei neitt bíða. þegar maður hugsar eftir á þá er þetta bara vitleysa í okkur, hutirnir bíða bara eftir okkur, eða eins og spánverjar segja á morgun.
Í gær fórum við í bíltúr hér yfir fjallið til bæjar sem heitir Hondón og keyrðum til bæjar sem heitir El Fondón og á þeirri leið fundum við garðyrkjustöð og keyptum okkur pálma sem var svo gróðursettur þegar heim var komið, bara í pott hér í patíóinu voða fínn nú er bara eftir að kaupa eitt tré í viiðbót, þá verður þetta fínt hjá okkur. Við héldum svo áfram til Crevillente og sáum möndlutrén í blóma og hittum á svo fallegt vatn þar var alveg blæalogn og sól yndilegt.