Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 28. janúar 2008

Sitt af hvoru

Frúin að skúra
Frúin að skúra
« 1 af 6 »

Það hefur verið eitthvað lasið bloggið og ég ekki getað skrifað, svo er búið að kaupa nýtt skrifborð svo nú sit ég ekki lengur í við eldhúsborðið heldur inn í stofu.

 Það er nú helst að við höfum verið duglega að fara í gönguferðir hér um svæðið, og stundum verið komin svo langt að göngutúrinn er kannski orðin 2 timar án þess að stoppa og hvíla sig. En hér er margt að skoða, kíkja inn í garða hjá öðrum og sjá hvað tré og blóm eru í pottum svo við vitum hvað við eigum sjálf að kaupa.

Það er gaman að fara í litlu þorpin hér í kring, við fórum til Rafal nú um daginn 3,5 km hvor leið. Þar vorum við um 4:30 og sátum á torginu í um hálfan tíma. Það er svo gaman að sjá lífið koma aftur eftir síestu. Því um kl 2:00 þá sofna þessir bæir þá fer fólk í mat og leggur sig. Svo opna aftur búðir og barir um kl. 5.00 á meðan er eiginlega engin umferð nema af svona bjálfum eins og íslendingum og englendingum.

 En um kl. 5:00 fer fólk að tínast út aftur og þá sér maður mömmur koma með börnin sína til að leika sér á torgunum, þær koma á bílnum og hleypa svo barni og ömmu út til að sitja og spjalla við vini og vandamenn býst ég við. Hugmyndaflugið fer á stað.

Þetta gætu nú ísfirskar mömmur tekið upp að hittast á togrinu með börnin seinnipart dags og spjallað og leift börnunum að hlaupa um á þess að vera í girðingu eins og á leikskólanum og hitta önnur börn. En það versta við okkur elskulegu íslendinga er að við kunnum ekki þessa spönsku rólegheit okkur liggur alltaf svo mikið á til að gera hvað??? fara heim og elda horfa á sjónvarp fara á fundi.??? Ég man að ég var svona sjálf alltaf að flýta mér en hvert, það mátti aldrei neitt bíða. þegar maður hugsar eftir á þá er þetta bara vitleysa í okkur, hutirnir bíða bara eftir okkur, eða eins og spánverjar segja á morgun.

Í gær fórum við í bíltúr hér yfir fjallið til bæjar sem heitir Hondón og keyrðum til bæjar sem heitir El Fondón og á þeirri leið fundum við garðyrkjustöð og keyptum okkur pálma sem var svo gróðursettur þegar heim var komið, bara í pott hér í patíóinu voða fínn nú er bara eftir að kaupa eitt tré í viiðbót, þá verður þetta fínt hjá okkur. Við héldum svo áfram til Crevillente og sáum möndlutrén í blóma og hittum á svo fallegt vatn þar var alveg blæalogn og sól yndilegt.

Á miðvikudagskvöld fáum við gesti frá Þýskalandi en þá koma Óli Sigurðs.(Signýjar) Gísla og stelpurnar og verða hér hjá okkur fram á sunnudag. Það verður mikið gaman að fá þau í heimsókn og fá smá líf í húsið hjá okkur. Okkur hlakkar til að fá þau.

Harrý til hamingju með daginn og mundu að allt er fertugum fært.