Ţórdís Guđmundsdóttir | sunnudagurinn 19. maí 2013

Skrifa smá

Vinningurinn og viđ á afmćlisdaginn
Vinningurinn og viđ á afmćlisdaginn
« 1 af 10 »
Já þá er komið að því að skrifa, það hefur verið ansi mikið að gera hjá okkur og ég verið hálf löt við að setjast niður og skrifa það er meira gaman að læra og prjóna, það er alveg satt en það er nú gaman að halda smá dagbók hérna og leyfa ykkur að lesa hvað við erum að aðhafst hérna. Eitt er víst okkur leiðist aldrei alltaf nóg að gera og ef ekki þá finnur maður bara eitthvað til að dunda sér við og tíminn flýgur alltof hratt.
Í síðust viku vorum við enn á flakki við fórum héðan á fimmtudegi með viðkomu í Quesada til að spila minigolf, svo fórum við til Los Altos og gistum þar í Ísfirðingafélagsíbúðinni í tvær nætur, vorum svona að skoða hana fyrir þau í leiðinni, takk fyrir okkur Ísfirðingar.
Dúddi átti svo afmæli á föstudeginum 10. maí það var farið á hitting og spilað minigolf og þá var ég í fyrsta sæti og vann rauðvínsflösku sem ég gaf svo Dúdda í afmælisgjöf. Það var búið að ákveða að fara út að borða með Guðrúnu og Kára um kvöldið, þau voru svo yndislega að bjóða okkur heim til sín áður, en við fórum svo að borða á Andalus sem er spænskur staður og voða góður matur og skemmtilegt andrúmsloft, þar vorum við í góðu yfirlæti fram á kvöld. Það er nú alveg hætt að vera eitthvað næturrölt á manni svo við vorum komin snemma heima að sofa. Takk fyrir kvöldið kæru hjón.
Á laugardeginum eftir að hafa gengið frá okkur í íbúðinni fórum við til Torrevieja því þar var maíhátíð sem er í anda  Andalúsíu eða Sevilla hátíðinni sem er haldin þar á hverju ári í apríl. Þar var margt að sjá heilmikil skrúðganga, fólk að dansa og borða og skemmta sér um miðjan dag. Við fórum svo heim til að hvíla okkur eftir allt þetta flakk á okkur, hmm er maður farin að eldast?
Svo vorum við bara hér heima að dúlla okkur og fara í göngutúra sem við vorum orðin löt við en erum komin í gang aftur.
Það var farið í minigolf á fimmtudaginn. Palli og Adda  eru hérna núna með dóttur sinni og tveim yndislegum barnabörnum sínum þau voru búinn að bjóða okkur í mat og að horfa á Evruvision undankeppnina, við fengum þar voða góðan grillaðan mat og skemmtilegt kvöld, takk fyrir það Palli og Adda.
Svo var aftur farið niðureftir á föstudag og þá til Ólínu skólasystur og Adda, en Dúddi var að hjálpa honum með glervegg á baðið, og þar var okkur boðið aftur í mat, takk fyrir okkur.
Svo var farið á markað í gær í Almoradí og þar var haldið uppá Evrópudaginn með mat, drykk og skemmtiatriðum það var voða gaman að horfa á þetta rokkhljómsveit og skotar að spila á sekkjapípur og dansa í pilsum að sjálfsögðu. Í dag er svo slappað af og farið verður í göngutúr á eftir.
Annars hefur veðrið verið ansi skrítið og óvenjulegt uppá síðkastið, gengur á með skúrum og svo er ansi mikill vindur svona part úr degi, en hitinn er góður alltaf um 20 stig nema á nóttunni fer niður í 15 stig, þarf ekkert að kvarta. Úti núna er loftið svo tært og útsýnið af þakinu alveg svakalega fallegt fjallið sést svo vel að maður getur næstum séð grasið gróa.
Í dag á eitt barnabarnið okkar afmæli það er hann Hektor Hermann sem er 7 ára, til hamingju Hektor. 
Eigið góða daga og Guð geymi ykkur.