Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 24. febrúar 2014
Smá blogg núna
Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég orðin voða löt að blogga, hef mig bara einhvernveginn ekki í það, því ég sit avo mikið við tölvuna orðið við að læra. Þetta er orðið svo fjandi erfitt núna alltaf að þygnjast og svo mikil málfræði sem bara vill ekki tolla á harðadiskinum í hausnum á mér.
Þessi heili í manni ætti að vera bara eins og í tölvunum bara skrifa þetta eða segja einu sinni og þá er þetta komið inn, svo eftir því sem hann eldist þá verður hann bara verri og verri, hann ætti frekar að vera tilkyppilegri eftir því sem hann eldist því meiri viska ætti að vera þar hmm, en þetta gleymist allt og ekki bara þetta, maður kemst ekki fyrir horn þá er maður búin að gleyma hvað maður var að fara að gera.
Hvað er gott ráð við svona vitlausum heila, á ég að fara að taka einhverjar pillur svo ég verði ekki svona gleymin eða á ég bara að gleyma þessu og hætta þessu rugli í mér????
Við vorum í helgarreisu í gamla húsinu fyrir um viku, byrjaði með afmæliskvöldverði á Tælenskum veitingastað á valentínusardaginn, þar var góður matur og dansað á milli rétta. Frænkurnar Helga og Harpa voru að halda uppá afmælið sitt sem var reyndar ekki fyrr en á sunnudeginum. Svo var bara leti á laugardeginum fórum reyndar á markaðinn og keyptum okkur kjúkling, soðna skinku svaka góða og paté svakalega gott og kjúklingurinn alveg æði. Hann er að selja þarna nágranni okkar sem á kjúklingaverksmiðjuna hérna á bak við okkur, hann er í neðsta básnum alveg við hringtorgið. Mér finnst þetta besti kjúllinn ekkert fullt af einhverju krydddrasli inní honum. Við vorum svo komin í hálfgert sólbað þegar Helga og Gummi birtust og vildu fá okkur með í göngutúr í Torrevieja og það var farið þangað og borðað aftur smá tabasrétti og labbað mikið enda var ég alveg búinn á því.
Við fórum svo heim til þeirra með skinkuna og fengum okkur svo kvöldmat með þeim.
Á sunnudeginum ætluðum við svo heim og fórum að kveðja Helgu og Gumma, nei þá átti frúin afmæli og ekki við það komandi að fara heim. Frúin bauð svo uppá kampavín, sem var auðvitað vel þegið og þetta var nú ekkert 1 evur cava heldur.
Afmælisbarnið vildi svo fara í göngutúr á ströndinni þó það væri nú ekkert sérstakt veður og við fórum á hálfgert pöbbarölt með þeim og enduðum svo á að fá okkur að borða á góðum stað. Þetta var alveg yndisleg helgi með góðum vinum, víni og mat. Alveg ekta helgarferð. Takk fyrir helgina kæru vinir.
Nú svo var drifið í því að fara og skoða bílinn sem okkur stóð til boða að kaupa á mjög góðu verði og við drifum okkur til Santa Pola til Jóns og Elínar til að ræða kaupin á þeirra bíl þar sem þau voru að fá sér nýjan.
Og í síðustu viku festum við kaupin og gátum meira að segja selt gamla skrjóðinn fyrir smápening, bara gott mál og allir ánægðir.
Það er nú frekar kalt hérna núna einhver lægð sem kemur frá Íslandi og hingað niður engin sól en 15 gr. hiti og fer líklega að rigna. Fínt ég sit bara inni og læri og leik mér.
Eigið góða daga vinir mínir og Guð veri með ykkur.
Þessi heili í manni ætti að vera bara eins og í tölvunum bara skrifa þetta eða segja einu sinni og þá er þetta komið inn, svo eftir því sem hann eldist þá verður hann bara verri og verri, hann ætti frekar að vera tilkyppilegri eftir því sem hann eldist því meiri viska ætti að vera þar hmm, en þetta gleymist allt og ekki bara þetta, maður kemst ekki fyrir horn þá er maður búin að gleyma hvað maður var að fara að gera.
Hvað er gott ráð við svona vitlausum heila, á ég að fara að taka einhverjar pillur svo ég verði ekki svona gleymin eða á ég bara að gleyma þessu og hætta þessu rugli í mér????
Við vorum í helgarreisu í gamla húsinu fyrir um viku, byrjaði með afmæliskvöldverði á Tælenskum veitingastað á valentínusardaginn, þar var góður matur og dansað á milli rétta. Frænkurnar Helga og Harpa voru að halda uppá afmælið sitt sem var reyndar ekki fyrr en á sunnudeginum. Svo var bara leti á laugardeginum fórum reyndar á markaðinn og keyptum okkur kjúkling, soðna skinku svaka góða og paté svakalega gott og kjúklingurinn alveg æði. Hann er að selja þarna nágranni okkar sem á kjúklingaverksmiðjuna hérna á bak við okkur, hann er í neðsta básnum alveg við hringtorgið. Mér finnst þetta besti kjúllinn ekkert fullt af einhverju krydddrasli inní honum. Við vorum svo komin í hálfgert sólbað þegar Helga og Gummi birtust og vildu fá okkur með í göngutúr í Torrevieja og það var farið þangað og borðað aftur smá tabasrétti og labbað mikið enda var ég alveg búinn á því.
Við fórum svo heim til þeirra með skinkuna og fengum okkur svo kvöldmat með þeim.
Á sunnudeginum ætluðum við svo heim og fórum að kveðja Helgu og Gumma, nei þá átti frúin afmæli og ekki við það komandi að fara heim. Frúin bauð svo uppá kampavín, sem var auðvitað vel þegið og þetta var nú ekkert 1 evur cava heldur.
Afmælisbarnið vildi svo fara í göngutúr á ströndinni þó það væri nú ekkert sérstakt veður og við fórum á hálfgert pöbbarölt með þeim og enduðum svo á að fá okkur að borða á góðum stað. Þetta var alveg yndisleg helgi með góðum vinum, víni og mat. Alveg ekta helgarferð. Takk fyrir helgina kæru vinir.
Nú svo var drifið í því að fara og skoða bílinn sem okkur stóð til boða að kaupa á mjög góðu verði og við drifum okkur til Santa Pola til Jóns og Elínar til að ræða kaupin á þeirra bíl þar sem þau voru að fá sér nýjan.
Og í síðustu viku festum við kaupin og gátum meira að segja selt gamla skrjóðinn fyrir smápening, bara gott mál og allir ánægðir.
Það er nú frekar kalt hérna núna einhver lægð sem kemur frá Íslandi og hingað niður engin sól en 15 gr. hiti og fer líklega að rigna. Fínt ég sit bara inni og læri og leik mér.
Eigið góða daga vinir mínir og Guð veri með ykkur.