Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 9. desember 2014

Sólin að koma upp!!!

Mojacar efri bærinn
Mojacar efri bærinn
« 1 af 10 »
Nú er sólin að koma upp kl. 9:00 en mér heyrist það vera nokkur vindur eins og spáð var.
Ég ætla nú að reyna að skrifa hér aftur nokkrar línur en síðast fór allt út hjá mér í annað skiftið í haust, þá fór netið út en síðast var það tæknin.
Það er svosem ekkert sérstakt að frétta héðan bara allt gott við lifum hér í vellystingum að okkur finnst þó þetta sé nú bara eins ef við værum heima á Íslandi, NEMA hér er alltaf gott veður kannksi rigning hálfan eða heilan dag en næstum alltaf sól og hægt að fara út að ganga, hjóla eða hvað sem maður vill.
Við fórum nú reyndar í helgarferð með Golfklúbbnum hérna um miðjan nóv. til Almeríu til bæjar sem heitir Mojacar, þar vorum við í tvær nætur. Við vorum með sem gestir því við erum ekki golfarar, sko alvöru, bara minigolfarar. Þarna löbbuðum við um og fórum að skoða gamlabæinn sem liggur uppí fjalli, eins og svo margir bæjir hér á Spáni, brattar brekkur og þröngar götur, mjög fallegur bær. Hótelið liggur aftur niður við strönd og stutt á ströndina, en nú var bara orðið of kalt til að njóta þess.
Það er búið að halda uppá afmælið hennar Felí vinkonu okkar farið út að borða og spjallað og hlegið alltaf voða gaman.
Svo var Dúddi plataður til að fara í alvörugolf um daginn, (ég má nú varla segja frá því) Gummi gat platað hann til að koma með sér, fékk lánað sett fyrir hann og við Helga frænka fórum með. Þetta var lítill völlur bara 9 holur og honum gekk bara ágætlega miðað við það að vera að fara í fyrsta sinn, eða það sagði Gummi, ég hef ekki vit á þessu, svo var ég skömmuð af Gumma af því ég fór að hlægja þegar Dúddi sló eitthvað asnalega en það má víst ekki á golfvöllum, ég verð víst að læra reglur áhorfenda!!
Þetta var bara gaman við löbbuðum með þeim golfhring fengum okkur svo Tapas á eftir og við biðum á meðan þeir fóru svo hálfan hring.
Og nú er hann komin með golfsett í húsbóndaherbergið og getur farið að slá á æfingasvæðinu þegar hann vill, kennarinn er mættur á svæðið (Lilli) og honum ekkert til fyrirstöðu, vona bara að hann fara af þessari þrjósku sinni og æfi sig aðeins.
Já Helga og Lilli eru komin og verð hér hjá okkur fram yfir áramót, er það voða gott, þá erum við ekki ein um jólin eins og í fyrra þó það sé nú allt í lagi en það er skemmtilegra að vera fleiri.
Hér er enginn jólaundirbúningur í gangi bara njótum dagana við lestur, prjónaskap og förum í stutta göngutúra með Helgu, en stundum langa fer eftir hvernig bakið á henni er. En við bara njótum vonandi gerið þið það líka sem lesið þetta. 
Það eru nú ekki mikið spennandi myndirnar í þetta sinn.
Eigið góða daga og fallega aðventu og farið varlega í vonda feðrinu sem er víst hjá ykkur núna.