Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 9. september 2013

Sumarið á enda

Það var farið að veiða Dúddi, Jón og Ásta
Það var farið að veiða Dúddi, Jón og Ásta
« 1 af 15 »
Ja, þá er sumardvölinni á Íslandi að enda, við förum í loftið í fyrramálið til heitari landa, enda búinn að fá móg af rigingarsumrinu á Íslandi. Þetta hefur verið alveg óskaplega leiðinlegt sumar, veðurfarslega séð, en alveg yndislegat að öllu öðru leiti. Enda höfum við verið með börnum, tengdabörnum og barnabörnum lungan af sumrinu. 
Sumarbústaðurinn hefur verið mikið notaður, aldrei eins mikið held ég, við buggjum þar í allt sumar. Margir skemmtilegir gestir komið við og enn fleiri gist. Gleymdi nú alveg að telja í gestabókinni þetta árið.
Alveg í lok águst komu Ásta og Jón í heimsókn og voru nokkra daga, það var farið að veiða og fengust 2 silungar, þau fóru einng í göngutúr yfir Skarðshlíð og enduðu niður við Ögurkirkju þar sem ég sótti þau, Dúddi fór með þeim en ég sat heima og bakaði pönnukökur á meðan, ég er engin fjallgöngukona sú tíð er liðin, giktin segir stopp við svoleiðis og svo er ég svo fjandi lofthrædd, meiri gungan. Þau týndu líka alveg helling af berjum og eru búin að safta og sulta eins og við.
Svo komu Helga Þurý, Jesu og börnin í heimsókn og voru tvær nætur, þau voru líka að týna ber og gekk bara vel hjá öllum að fylla sínar dollur.
Við erum að fara út með ber og sultur til að eiga svona eitthvað gott íslenskt í vetur. 
Hér höfum við verið í viku hjá Atla og fjölskyldu og farið í mörg matarboð og svo fórum við til Hveragerðis í heimsókn til Helgu og Gumma og vorum að skoða nýja húsið sem þau voru að kaupa reyndar gamalt en nýtt fyrir þau. Voða fínt timburhús með stórum garði og á fínum stað. Gaman hjá þeim að geta nú farið í sitt eigið þegar þau koma aftur næsta vor heim frá Spáni.
Við vorum þar í sólarhring í góðu yfirlæti, takk fyrir okkur og öll þið hin sem buðu okkur í mat.
Nú bíðum við bara eftir morgundeginum og hlökkum mikið til að komast í sólina og hitta vini okkar úti á Spáni.
Eigið góða daga hér heima þó hann rigni.