rds Gumundsdttir | laugardagurinn 21. september2013

Sumari er ekki enda

Helga Fermn og Dddi
Helga Fermn og Dddi
« 1 af 10 »
Eins og ég sagði í síðasta pisli um að sumarið væri búið, þá er það ekki satt hvað mig varðar. Því þar sem ég er nú komin hingað til Spánar þá er ég með sumarlengingu því hér er sumarið búið 20 okt. og síðan við komum hefur verið hitinn um 30 gr. og meira og varla hundi út sigandi fyrir hita. Nú t.d. sit ég og skrifa með viftu og  alla glugga lokaða til að halda hitanum úti núna er t.d. 30,4 úti og 26.5 inni og svitinn lekur og lekur, vill til að það er stutt að komast í sturtu.
Nóg um hitann við höfum haft það alveg svakalega fínt síðan við komum, Helga og Lilli komu með okkur og höfum við reynt eftir mætti að fara svona á markaði og í bæinn. Það er bara svoleiðis að það er varla hægt að hreyfa sig mikið og alls ekki hægt að fara í sólbað. Við fórum á ströndina einn daginn til að kæla okkur, strákarnir fengu sér góðan sundsprett og langan göngutúr. Við Helga lágum bara í leti og horfðum á fólkið leika sér. Það er svo gaman að sitja og horfa á aðra þegar það veit ekkert af því.
Við erum búin að fara á markað í Callosa, Almoradí, og Rafal hann er voða lítill en þar er fínt að kaupa grænmetið það er ódýrt og gott þar. Við fórum líka í stóra mollið og fengum okkur göngutúr þar og einnig að borða. 
Suma daga höfum við bara verið inni að lesa, prjóna og horfa á sjónvarpið þegar ekki hefur gefið út fyrir hita.
Á morgun erum við að fara í ferðalag til Andalúsíu og verðum þar að flækjast i viku. Ég á svo yndislega frænku sem á hús í litlum bæ umkringdum ólívutrjám og hún er bara búin að lána okkur húsið. Þaðan ætlum við að fara í dagsferðir og svo einn daginn til Sevilla og þaðan á golfvöll þar suður frá til að hitta Óla og Böddu sem verða þá stödd þar og verður sko gaman að vera með þeim kvöldstund. Annars er ekkert planað nema þetta, ferðasagan kemur í næsta bloggi þegar við verðum komin heim aftur.
Fermín verður heima til að passa húsið eins og venjulega. Hann var voða ánægður að sjá okkur og vorum við knúsuð hátt og lágt. Svo fór að rigna yfir okkar melónum, laukum og fleiru. Svo einn daginn kom hingað maður sem ég hef aldrei séð áður og gaf okkur fullan plastpoka af litlum góðum paprikum og eggaldinum ég var svo hissa því ég þekkti hann ekki neitt. En svona er fólkið í sveitinni yndislegt.
Það eiga margir af mínu fólki afmæli þessa dagana og væri nú  gaman að vera nær, Atli var í gær 20. sept. í dag 21. sept. er Gurrý systir Dúdda, á morgun  22. er Elísabet Ósk, 24 er Ísar Logi og svo Sverrir Úlfur 28, ég sendi ykkur öllum bara stóran knús og marga kossa, ef þið lesið þetta.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur.