Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 4. maí 2015

Sveitasælan á enda eða þannig.

Selt!!
Selt!!
« 1 af 10 »
Nú eru loksins þær fréttir að við erum búin að selja húsið okkar hér í sveitinni, sem við höfum reyndar verið með á sölu í 3 ár. Og nú komu loksins kaupendur að því, ensk hjón sem langar til að búa hér í sveitinni hjá góðu fólki sem við eigum örugglega eftir að sakna. Þetta fólk á hús í Torrevieja sem er nýtískulegt og þau langar í svona gamlat spænskt hús eins og okkar er.
Þannig að nú erum við heimilislaus á Spáni, en sem betur fer eigum við góða vini sem vilja allt fyrir okkur gera.
Palli og Adda leyfa okkur að vera í kjallaranum hjá sér eins og við viljum við gerum bara ýmislegt fyrir þau í staðinn, mála og ditta að á meðan þau eru heima á Íslandi. 
Svo er Helga frænka Dúdda sem ætlar að leyfa okkur að setja dót í sína geymslu fram á haust. Tala nú ekki um Helgu frænku mína og Gumma sem vilja líka allt fyrir okkur gera geyma dót og hjálpa okkur við þetta allt.
Þetta verður bara spennandi í haust þegar við komum út aftur og byrjum að spá í hvar við ætlum að hola okkur niður, þá byrjar bara nýtt ævintýri, bara spennandi.
Anna Lóa og Gulli voru síðustu gestirnir sem komu í heimsókn til okkar hérna og voru í viku þau höfðu aldrei komið áður svo það var gaman að fá þau áður en húsið var selt. Þau fóru með okkur að snúast um Torrevieja að finna lögfræðing og svoleiðis bara gaman að hafa þau með í það og eins fyrir þau að sjá að hér þarf að snúast í mörgu eins og heima þegar hús er selt.
Svo var okkur boðið í ferðalag með Íslendingum hér á svæðinu, farið var í rútu að skoða hellana hérna fyrir ofan Benedorm svo fórum við til Gudalest það er alltaf svo gaman að koma þangað. Svo var borðað á sveitakrá góðan spænskan mat. Síðan var haldið til Villajosa þorp við sjóinn er þar er Valor súkkulaðiverksmiðjan og fórum við að skoða hana og borða súkkulaði og þar fengum við að kaupa helling á niðursettuverði, mjög gott fyrir súkklulaðigrís eins og mig.
Við erum auðvitað enn að stunda okkar minigolf og við unnum bæði um daginn í Quesada það var voða gaman.
Það er best að halda áfram að pakka, þrífa og ýmislegt sem þarf að gera þegar fólk flytur og alveg ótrúlegt að eftir 8 ár hér skulum við vera búin að sanka öllu þessu dóti að okkur við sem áttum eiginlega ekkert þegar við fluttum hingað inn, en svona er lífið. Við erum reyndar voða dugleg að kasta meira að segja Dúddi.
En eigið góða daga og Guð veri með ykkur.