Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 27. apríl 2013

Svona eitt og annað

Þetta var okkur gefið um daginn og Dúddi málaði
Þetta var okkur gefið um daginn og Dúddi málaði
« 1 af 10 »
Má til að skrifa smá á sjálfan kosningdaginn á Íslandi þar sem ég er langt í burtu sem betur fer og þarf ekki að hlusta á alla þessa þvælu sem gubbast út úr fólki í öllum flokkum um að þeir séu bestir. Ég hef nú alltaf mætt á kjörstað frá því ég fékk kosningarétt aldrei svikist undan því nema einu sinni þá mætti ég of seint það var búið að loka, þá hélt ég að kjöstaðir væru opnir til kl. 23.00 en það var víst bara opið til 22:00 ég var bara heima að þrífa og taka til og gleymdi mér alveg var bara að hugsa um kosningarpartýið sem var búið að bjóða mér í, en þetta var allt í lagi Vigdís var kosin forseti og mitt atkvæði skipti engu. Pabbi gamli sagði við mig einu sinni, þú skalt ávallt nota þinn rétt til að kjósa, það þarf enginn að vita hvað þú gerir inní kjörklefanum en mættu alltaf ef þú getur, og þessu hef ég haldið í heiðri.

Hér skín sólin þó hitinn sé ekki mikill, því það gengur yfir kuldakast hér á spáni en hitinn er nú samt 20 gr. en fyrir norðan er kalt snjóar jafnvel.
Við höfum verið að spá í hvað mikið hefur í rauninni breyst hérna í kringum okkur á þessum 6 árum sem við höfum verið hér. Nú eru næstum allir appelsínu og sítrónuakrarnir farnir og í staðinn er búið að setja niður kartöflur, steinselju, ýmsar káltegundir einnig hvítlaukur, svo ég tali nú ekki um alla ætiþirstlaakrarna þeir eru margir. En þetta hefur breyst svona hér á Spáni eftir að kreppan brast á þá eru allir farnir að rækta gömlu akrana sína og reyna að vinna fþyrir sér með að selja grænmeti. Já svo eru margir hveitiakrar líka það er voða gaman að fylgjast með þessu þegar maður fer út að hjóla eða ganga.

Annars er lífið ósköp rólegt hérna hjá okkur. Okkur var boðið í 70 ára afmæli Auðunns Karlssonar núna um síðustu helgi í La Marina og var voða gaman að vera með þeim, tvær dætur Auðunns komu að heiman til að vera með þeim. Við höfum ekkert getað farið í minigolf því bíllinn barð fyrir smátjóni um daginn svo Dúddi liggur nú undir bílnum alla daga á meðan ekki rignir. En það gengur á hér með skúrum af og til.

Nú fer ég alveg að verða búin í skólanum á eftir að skila tveim prófum og verður gaman að vita hvort mér tekst það í gegnum tölvuna að tala spænsku og kennarinn þarf að geta leiðrétt mig úff þetta verður sko mikið fjör þegar ég tek mig til og geri þetta, en ég hef tíma til að æfa mig til 5 mai. Svo fer ég í skólann og tek lokapróf í 1 önn í júní þegar ég kem heim.
Nú er ég byrjuð að mósaíka aftur og ætla nú að fara uppá þak á meðan sólin skín og setja nokkrar físar í verkið þið fáið að sjá það þegar það er búið.
Við höfum verið ansi gleyminn á myndavélina því miður svo það kma bara nokkrar gamlar myndir með.
Eigið góða daga og farið varlega á kosninganótt.