١rdÝs Gu­mundsdˇttir | laugardagurinn 6. oktˇberá2007

TARRAGONA, LAS PALMERAS CAMPING SP┴NN

Nřju stˇlarnir og bor­i­ flott
Nřju stˇlarnir og bor­i­ flott
« 1 af 5 »
JÁ, Nú erum við bara komin til Spánar. En á síðasta tjaldsvæði í Frakkl. vöru þrumur og eldingar um nóttina, allt rennandi blautt og eitthvað svo nöturlegt. Hann stendur við vínakur og var mikið af flugum pínulitlum. Við fórum samt að skoða okkur aðeins um en það bara ringdi, svo við ákváðum að bruna bara til Spánar í sólina. En það var æðislegt í Frakkl. bara of mikil rigning. En  bærinn Anduze þar sem við vorum í þrjá daga var eldgamall og svo svakalega þröngar götur sem gaman var að skoða.
Já við brunuðum til Spánar á hraðbrautum og vorum um 5 tíma á leiðinni hingað. Það var skondið að fara gegnum vegatollana, þurftum að bakka til baka fórum á vitlausan stað og alltir að flauta voða gaman. Svo kom ein kona til að segja okkur hvað við ættum að borga við vorum ekki með neinn miða, og í þriða skiptip kom kall og sagði okkur að nota Visa kortið. En við komumst hingað á flott tjaldvæði alveg niður við stönd sólin skín og hitinn kominn núna um kl.12 í 20 stig.
Hér ætlum við að vera staðsett fram á mánudag liggja í sólinni og slappa loksins af og reyna að fá  á okkur smá lit. En það var aldrei hægt í Frans. Annars leist mér ekkert á þetta þegar við komum í gær þá komu nokkrir dropar, og ég sagði við Dúdda að nú færi ég að ráða mig á einhver þurrkasvæði í Afríku þá vantaði ábyggilega svona regnkonu!!!
Sitjum hér úti við lokaðan pöpp þar sem er frítt netsamband sem ég ætla að nota mér á meðan ég er hér.
Hér er svolítið meiri hávaði en í þröngum dölum Frakkl. Járnbrautin er á annan vegin sjávarniður á eina og flugvélar á einni, en við sváfum bara vel í nótt, hávaðinn hætti að mestu um kl. 24.
OG Önundur elskan til haminhju með 60 árin og vonandi gengur veislan vel í kvöld.