Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 12. febrúar 2008

Það er farið að rigna

Barinn í Mudamiento er til sölu
Barinn í Mudamiento er til sölu
« 1 af 4 »

Já undur og stórmerki það er farið að rigna hérna. Það hefur ekki komið rigning hér síðan við fluttum hingað 1 des. fyrir utan tvær nætur en núna er komin smá og spáir meiri rigningu svo nú eru líklega bændur hér í kring ánægðir. Hér er allt orðið skrælnað svo það er fínt að fá smá regn. Hér er annars ósköp lítið að frétta. Við fórum í bíltúr á sunnudaginn til smábæja hér fyrir sunnan eða autan okkur sem heita Benijófar og Rojales gaman að keyra um þetta svæði og skoða. Í Rojales er voða fínn golfvöllur hef nú ekki mikið vit á þeim, en hann er líklega bara 9 holur og er á fallegum stað. Fengum okkur að borða þarna í nágrenninu. Þegar við komum heim var okkur færður salathaus sem verður borðaður á eftir. En hvítkálið er búið, ég gerði svaka fína fiskisúpu og setti í hana hvítkál, vorlauk, lauk, hvítlauk, gulrætur, saffran, engifer, eða mér taldist til að þetta hafi verið 10 sortir og lítið af fiski, og smá sletta af rjóma, ég var bara að klára birgðirnar frá bóndanum.

Við erum eiginlega komin á þá skoðun að hann haldi að við séum fátæk og eigum lítið að borða því við förum sjaldan að heiman og erum alltaf í sömu fötunum allavega jökkunum. Svo sá hann Dúdda koma heim með greinar til að setja á eldinn þá hefur hann líklega hugsað, auminginn á hann ekki fyrir eldivið. En við erum að spauga með þetta því við getum lítið sagt við hann eða hana en þau eru alveg yndisleg við okkur. Það kemur vonandi að því að við getum borgað til baka jafnvel í íslenskum fiski.

En svo þið vitið þá er ég að setja inn myndir á síðuna frá ferðalaginu okkar hingað það eru komnar nokkrar en fleiri eru á leiðinni inn. Það verður kannski ekki alltaf texti með, því allt sem við vorum búinn að geyma og skrifa um ferðalagið fór með hjólhýsinu nema þessar myndir, þær vekja upp blendnar tilfinningar því ég hef ekki skoðað þær fyrr en nú. Ég man kannski ekki alltaf hvar við vorum.

Einnig ætla ég að setja inn myndir héðan úr nágrenninu. Þetta kemur svona hægt og rólega fínt þegar rignir að sitja og dunda við þetta.

Uppskriftasíðan hefur verið að stríða mér en hún kemst vonandi fljótlega í lag. Þá koma nokkrar góðar sem ég hef verið að safna og prófa.

Annars erum við að mála og gera eldhúsið almennilega hreint núna, skrúbba veggina og mála loftið.

Spönskukennsla inná milli.

Góður dagur.