Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 11. mars 2015

Upplifun á hárgreiðslustofu

Hektor og Ísar í bústaðnum, svona verður þetta vonandi í sumar
Hektor og Ísar í bústaðnum, svona verður þetta vonandi í sumar
« 1 af 11 »
Það er margt sem getur skeð þegar maður fer á hárgreiðslusofu hér í Rafal.
Ég fór í gær að láta klippa mig sem er nú ekki í frásögur færandi, ég fer allaf á þá sömu og hef gert í 5 ár, þær eru alveg yndislegar þar, Carmen sem á staðinn, nemandi hjá henni og svo snyrtikonan sem litar á mér augnbrúnirnar.
Þegar ég kem inn sé ég fallega unga ófríska konu með lit í hári og verið er að snyrta á henni neglurnar, og fannst þetta ekkert skrítið bara eðlilegt því svona er þetta oft gert í einu hér. Ég sest í stólinn og Carmen byrjar að klippa mig, þá ríkur sú ófríska upp og flýtir sér innfyrir og gólar aðeins. Þá segir snyrtikonan mér að hún sé ófrísk og sé með hríðir en vilji láta gera sig fína áður en hún fer á fæðingardeildina, HMMM.
Jú hún kemur fram aftur og það er haldið áfram að slétta síða hárið og klára neglurnar og eftir svona korter fer hún aftur inn og gólar aðeins og andar mikið, sest svo aftur, og enn er verið að slétta. Svo kláraðist þetta nú og hún var farin að missa vatnið, það voru nú þarna nokkrar eldri konur sem fannst þetta nú svona einum og mikið og voru orðnar svo lítið hræddar fannst mér.
Hún fór svo beint þaðan á fæðingardeildina, og það var komin múgur og margmenni til að óska henni velfarnaðar. 
Svona er þetta hérna í Rafal það eru allir bara eitt, svo lá þarna í sófa ein dóttirin með flesu og mamman að sturma yfir henn á milli kúnna. Svo heimilislegt og gaman að sjá þetta. Um þennn atburð og fleira töluðu þær við mig og ég skildi og gat talað smá á móti, yndislegt að verða þáttakandi í þessu.
Annars hefur lífið hér í sveitinni hjá okkur bara verið mjög rólegt og gott, við héldum að vísu afmælisveislu hér um daginn fyrir tvær vinkonur okkar því hér er gott pláss og hægt að dansa og  hafa gaman af. Þetta var bara hið hefðbunda lið sem kemur saman nokkru sinnum yfir veturinn. 
Á helginni förum við á árshátíð til San Pedro og verðum þar yfir helgi það verður vonandi gaman, það hefur alltaf verið það.
Hér í sveitinni breytist lítið nema að nú eru flestir appelsínu og sítrónuakrarnir horfnir og komið allavega kál og ætiþyrslaakrar í staðinn svo útsýni hefur alveg stórlagast sést um allt og stundum sjáum við hús sem við vissum ekkert um.
Síðasta laugardag var heilmikil ætiþyrslahátíð í Almoradí og þar gat maður fengið sér að smakka allavega ætiþyrsla og voru þeir mjög góðir 2 evrur stykkið samt.
Þar sem við höfum verið ansi löt að taka myndir þá ætla ég bara sýna ykkur hvað ég hef verið að prjóna í vetur svona af því sem ég hef munað að mynda, smá mont, er það ekki í lagi svona stundum, ég er þó allavega búin að skrifa smá en það var farið að skamma mig fyrir letina, en maður verður nú að hafa eitthvað til að skrifa um er það ekki??
Nú bíð ég bara eftir að selja húsið svo við getum flutt eitthvað og þá hef ég nóg um að skrifa. En það er á sölu!!!
Við erum búin að panta heim 23. maí vonandi verður snjórinn farinn þá og betra veður verði komið veit ekki hvort ég þoli að koma heim í snjó!!!
Eigið góða daga og Guð geymi ykkur, og farið varlega í þessu vonda veðri hjá ykkur.