Ţórdís Guđmundsdóttir | sunnudagurinn 14. apríl 2013

Voriđ komiđ!!!

Nísperotréđ okkar međ mörgun ávöxtum
Nísperotréđ okkar međ mörgun ávöxtum
« 1 af 10 »
Já, nú er vorið komið hérna hjá okkur, eftir bara þokkalegan góðan vetur finnst mér. Við vorum nú í burtu í 6 vikur á meðan kaldast er en þetta er búið að vera fínt, ansi rigningasamt segja veðurfræðingar með þeim blautari í mörg ár.
Hér í sveitinni er fínt núna hitinn fer í um 30 stig yfir heitasta tímann á daginn þá fer ég nú bara inn og læri. Annars er ég bara búinn að vera ansi dugleg við námið sit hérna við tölvuna frá því ég vakna og fram á 2 á daginn þá er smá pása, sólbað og matur svo fer ég nú stundum aftur á kvöldin ef ekkert skemmtilegt er í sjónvarpinu. Það mætti nú halda að ég væri í stífu háskólanámi eins og ég tala, en þegar maður er komin á þennan aldur og hefur ekki verið í skóla í ja 35 ár líklega þá er þetta svolítið strembið. Maður þarf að læra að læra sé ég. Ætli ég fari ekki bara í skóla til þess eða bið tengdadætur mínar um aðstoð, þær hafa báðar verið í svona fjarnámi. Nóg um nám í bili.
Á sl. fimmtudag fórum við til Benedorm til að kjósa, við ætluðum nú að fara með rútu en þær voru fullar sko 2 rútur. Við vorum búin að bjóðast til að keyra fyrir Auðunn og frú sem þau svo þáðu svo við fórum bara á fína bensanum þeirra til að kjósa. Það var bara ansi gaman að fara þetta nema það var blindaþoka í Benedorm og hálf kalt með henni það létti ekki til fyrr en við vorum að fara heim aftur. Við gengum  um bæinn og fengum okkur að borða og spjalla við fólk en um 107 íslendingar kusu þennan dag, sem var alveg met hér. Svo var okkur boðið í kaffi og brandý á eftir, en ég segi ekkert hver bauð það er leyndarmál.
Svo buðu Berta og Auðunn okkur í mat á föstudagskvöldið en þau voru í húsi rétt hjá Gamla húsinu og systir Auðuns og mágur voru þar líka. Skemmtilegt kvöld og takk fyrir okkur kæru hjón. 
Annars er nú ansi lítið að frétta allt gengur sinn vanagang hér í sveitinni við fórum út að hjóla snemma í morgun áður en það hitnaði of mikið það var mjög hressandi, því ég hef ekki farið á hjólið lengi, bara leti.
Nú er tréð okkar í miklum blóma komnar margar Nísperur á það og verður gaman að smakka þær þegar þær hafa þroskast aðeins betur en Dúddi er nú farinn að borða þær honum finnst svo gott súrt.
Þetta er nú bara orðið gott hjá mér, það er jú ansi eitthvað tómlegt hérna enginn hringir, því nú eru Helga og Gummi farin heim og maður er strax farinn að sakna þeirra.
Eigið góða daga elskurnar og Guð geymi ykkur