Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 30. ágúst 2013

Yfirlit yfir sumarið, ættarmót og fleira

Dúddi á trommunum
Dúddi á trommunum
« 1 af 21 »
Það er nú bara orðið ansi langt síðan ég skrifaði síðast sé ég, enda lítið verið í sambandi við tölvuna í sumar. Það er bara ansi gott að fá sér smá frí frá þessu öllu.
Nú erum við búin að ganga frá og loka sumarbústaðnum fyrir veturinn enda gott því veðrið er hundleiðinlegt og ekki gaman að vera í bústað í svona veðri.
Það hefur verið ansi gestkvæmt hjá okkur. Barnabörnin hafa verið mjög mikið hjá okkur þau Aron, Bjarney og Saga og margt búið að bralla og gera í sumar.
Það var haldið ættarmót á Góustöðum, við afkomendur pabba og mömmu Guðmundur Sveinsson frá Góustöðum og Bjarney Ingibjörg Ólafsdóttir, við erum 4 systkinin og voru mættir um 50 manns með börnum, barnabörnum og mökum. Þetta var alveg svakalega skemmtilegt og tókst alveg voðalega vel hjá krökkunum að undirbúa þetta og sjá um. Það var farið í kirkjugarðinn til mömmu og pabba, það var farið í jóka á túninu, grillað saman og skemmtiatriði og svo var endað með dansleik í skúrnum og þar spiluðu ungu mennirnir í fjöskyldunni með hjálp Dúdda á trommum, stóð hann sig alveg stórkostlega þó hann hafi nú ekki snert þær í langan tíma. Við vorum alveg einstaklega heppin með veður besta helgin sem hefur komið í sumar hitinn fór í 20 stig yfir daginn.
Svo var aftur farið í sveitina og komu Atli Geir og fjölskylda með okkur og voru þau í viku eða fram yfir verslunarmannahelgi, Edda þurfti að fara heim að vinna en kom svo aftur yfir helgina. Það var verið að vinna við að búa til pall fyrir utan stóra gluggann og þar verður komið gott skjól næsta sumar, vonandi.
Það hefur svo margt verið að ske að ég man þetta bara ekki allt svo ég set bara fullt af myndum sem þið getið flett og skoðað.
Nú erum við á leiðinni út í okkar annað heimili og verðum þar í 7-8 mán. og mikið hlakkar mig til að komast úr þessari rigningu og leiðindaveðri sem hefur oft verið í sumar, þó góðir dagar hafa komið inná milli.
Dúddi er búinn að týna svo mikið af berjum að ég var alveg að drukkna, ég er búin að búa til krækiberjasaft, aðalbláberjasultu og krækiberjahlaup, og svo frysta ber til að taka með út og pakka sultu í góðar umbúðir.
Nú er bara verið að þvo og pakka því við förum suður eftir helgi og út 10. september.
Eigið góða daga þó hann rigni og hvessi það styttir upp um síðir.