Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 9. október 2012

Það er heitt

Gummi, Maggi, Helga, Auður og Helga
Gummi, Maggi, Helga, Auður og Helga
« 1 af 10 »
Það hefur nú verið margt og mikið sem hefur skeð frá því ég skrifaði síðast, það hefur eiginlega bara verið of mikið að gera til þess að ég hafi komið mér að því að skrifa nokkrar línur hér. Það hefur verið ansi heitt hér síðustu daga og ég ekki í netsambandi því við vorum með Helgu og Lilla í gamla húsinu í nokkra daga. Hitinn hefur verið þetta um 30 gr. á næstum hverjum degi og í dag þegar við komum hingað heim var hitinn 33 stig hér í patíóinu hjá okkur. Ég sat nú bara inni og prjónaði vettlinga hahaha.
Það var ansi gaman hér um daginn en þá fengum við góða gesti frá Íslandi sem voru í helgarferð í Alicante, Gummi Valda, Auður, Maggi Jóh. og Helga þetta var skemmtiferð hjá 3x það var nú vest að þetta var einmitt rigningardaginn eða þegar allt ringdi niður hér. Dúddi sótti þau á hótelið og fór með þau aftur og lenti hann í mikilli rigningu á leiðinni og var hraðbrautin farinn á 60 km hraða því það var allt á floti. Það kom ekkert fyrir hjá okkur, bændur voru mjög glaðir og vatnið fyllti akrana fyrir þá. En það var ljótt að sjá á ýmsum stöðum hér fyrir sunnan okkur þar sem allt fór á flot bæði innandyra og utan.
Tíminn hefur nú bara verið nýttur í sólbað og stöku búðarferðir fyrir okkur Helgu, en strákarnir hafa verið svaka duglegir, eru búnir að múra hálfan vegg hér í portinu hjá okkur og er það voða fínt hjá þeim. Það verður líklega haldið áfram þegar aðeins fer að kólna, en það er óvenju hlýtt á Spáni núna í október, ekki vildi ég vera hér yfir heitustu mánuðina ojjjj.
En um helgina fórum við sem sagt í gamla húsið og skildum Helgu og Lilla þar eftir með sínum gestum sem komu í dag. Á laugardagskvöldið buðum við til smáveislu. Helgu frænku, Gumma og Arnari syni þeirra. Við grilluðum og við Helga gerðum forrétt eftir Karlos kokkinn í sjónvarpinu og var hann mjög góður, uppskriftin kemur þegar ég verð búin að þýða hana nógu vel. Á sunnudeginum fórum við svo í gönguferð um Torrevieja og skoðuðum lífið þar fram eftir kvöldi í alveg rjómablíðu.
Það er bara of heitt til að skrifa þegar engin loftræsting er í húsinu, svitadropar detta á borðið, þeir mega nú ekki fara á nýju tölvuna mína. Nú er ég aftur byrjuð á því að reyna að troða einhverri spænsku  inn  í hausinn á mér og fer ég í 1 tíma á viku sem er nú ekki mikið fyrir svona stórt tungumál en það síast nú alltaf eitthvað inn en mann vantar æfinguna í að tala hana vonandi verð ég orðin góð um 70.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 27. september 2012

Ferðalag um norður Spán

Höllin og garðurinn hennar Ísabellu I
Höllin og garðurinn hennar Ísabellu I
« 1 af 14 »
Þá er maður búin að flækjast um norður Spán eða réttara sagt norður fyrir Madrid. Við fórum í góðan hring kringum höfuðborgina. Fyrsta nóttin var í litlum  bæ þar sem Helga og Lilli höfðu gist í fyrir mörgum árum síðan og heitir Aranjuez og er aðeins sunnar en Madrid. Þar fór vel um okkur á ágætis Hostel sem við fundum á netinu. Fengum okkur góðan göngutúr í garði Ísabellu I drottningar af Castilla en þau hjón Ferdinand II af Argon gera þetta að konungssetri, þau giftu sig 19. október 1469. Þarna er líka svaka flott konungssetur. Þetta er skemmtilegur gamall bær eins og flestir hér á Spáni. Daginn eftir fórum við svo til Segovia og var gengið þar um og skoðuð eldgömul vatnsveita sem er marga kílómetra á lengd, og er alveg stórkostlegt að skoða. Einnig fórum við að skoða safnið í kirkjunni. Þar fyrir framan voru einhver mótmæli sem eru víða núna um allan Spán. Þá var haldið af stað aftur og borðað á sveitakrá spænskan mat allur matseðill auðvitað á spænsku og var nú maturinn mis góður verð ég nú að segja. Við héldum af stað í næsta svefnstað en þar er mikið vínræktar hérað og býr til afbragsgóð vín sem heitir sko víngerðin Ribena de Duero alveg svakalega gott endilega prófið ef þið finnið þetta einhversstaðar. Hótelið er rétt sunnan við bæinn sem heitir Aranda de Duero og hótelið Hoteles Tudanca. Þarna fundum við líka annan gamlan bæ að hruni kominn og vorum við bara að hugsa um að kaupa bæinn þar sem svona gott vín er ræktað sá bær heitir Fuentespina. Hótelið var voða gott en ekkert um að vera í kring bara hægt að fá sér tapas að borða en ekkert sérstakan en þar fengum við sko alvöru skinku Jamon Ibérico nammmmm. 
Það var haldið af stað snemma morguns því margt átti eftir að skoða það var haldið til Burgoz og þar fundum við Dómkirkjuna ég hef nú skoðað margar kirkjur hér á Spáni en ég held að þessi sé nú með þeim flottari sem til eru hér á landi svei mér þá. Gullið, málverkin og allt skrautið, maður hefði sko getað verið þarna allan daginn ef maður gæfi sér tíma til að skoða þetta almennilega, en hún er flott. Þarna var svo gengið um bæinn, það þurfti samt að halda á því við áttum eftir að finna náttstaðinn okkar sem var langt í burtu og heitir Albelda de Iregua smá þorp í La Riojahéraði sunnan við Logrono. Þetta var ansi löng leið en alveg óskaplega fallegt og gaman að vera þarna í svona góðu veðri. Við fundum litla bæinn okkar þar sem við vorum tvær nætur. Skemmtilegt Hostel en þetta voru lítil herbergi  með kósettin frammi á gangi en við höfðum samt það alveg útaf fyrir okkur. Hjónin sem reka þetta voru voða indæl og létu okkur hafa kort og sögðu okkur hvað væri markvert að skoða í héraðinu og fórum við svo daginn eftir á þessa staði og var það alveg ógleymanlegt sérstaklega bærinn Laguardia með sínum mjóu götum og bröttum og öll byggð uppá hæð. Þaðan fórum við svo að skoða bæinn Haro en það er þar sem þeir lemja sig til blóðs á páskum. Þegar átti að fara að skoða Logrono en þar var líka Fiesta þá var komin grenjandi rigning svo við fórum bara heim enda lúin eftir alla þessa göngutúra dag eftir dag. Þá var bara að halda af stað daginn eftir.Koma við í Soria og skoða sig um þar, en þar var ansi kalt og var maður komin í flíspeysu enda byrjað að rigna þar líka við rétt náðum í bílinn áður en allt varð vitlaust af rigingu. Haldið var áfram í næsta þorp sem heitir því skemmtilega nafni Guadalajara en hann var nú bara valinn út af nafninu þetta er ekkert sérstakur bær bara eins og svo margir. Um kvöldið þegar við vorum búin að fá okkur að borða skruppum við á lítinn bar og þar hittum við ungar spænskar konur sem sögðu okkur að þarna kæmu sjaldan ferðamenn og voru undrandi þegar við sögðum hvaðan við vorum.
Nú daginn eftir var svo bara haldið heim á leið enda var þetta búið að vera mikið upplifelsi á fáum dögum. Allt gekk þetta nú voða vel og nýji gamli bíllinn hún Zeta klikkaði aldrei og svo ekki sé nú talað um hana Maríu GPS hún stóð sig alveg eins og hetja enda sú sem stjórnar henni alveg einstök heheh.
Það er nú samt gott að vera komin aftur á sínar heimaslóðir og í sitt rúm, þó allt hafi þetta verið góðir gististaðir. Það er gaman að flækjast svona með góðum vinum sem nenna að gera saman hlutina.
Þetta er komið gott í bili og eigið góða daga og farið vel með ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 19. september 2012

Komin heim

Falleg melóna frá Fermín
Falleg melóna frá Fermín
« 1 af 9 »
Þá erum við komin heim í húsið á Spáni, og tók bæði veðrið og allt vel á móti okkur. Elsku Fermín beið hérna fyrir utan og faðmaði okkur eða heilsaði eins og spánverjar gera og brosti út að eyrum. Það var líka ósköp gott að hitta hann aftur. Það kom auðvitað stærðar melóna til okkar daginn eftir og var hún rauð og safarík. 
Annars hefur verið bara mikið að gera síðan við komum Helga og Lilli komu með sömu vél og við og eru hér hjá okkur. Það var öllum jaskað út til að koma öllu í lag en það leit samt alveg svakalega vel út allt. Atli Geir og fjölskyla voru hér í byrjun ágúst í svakalegum hitum og tók vel til eftir sig ekkert uppá það að klaga, og þá komum við líka að öllu fínu.  Hér er voða heitt núna 30 gr. hiti næstum sólarlaust, og við sitjumnú að mestu bara inni á heitasta tímanum. Við höfum fengið góða gesti Eiríkur Sig. frá Ísafirði og konan hans Sigrún komu hingað á laugardaginn gistu og borðuðu með okkur kvöldverð og var það mjög skemmtileg kvöldstund. Við fórum svo öll á sunnudagsmarkaðinn daginn eftir. Takk fyrir komuna og skemmtiegt kvöld.
Svo kíktu í gær Elinborg og Valgeir Jónasar. smá stund og var gaman að sjá þau og að rata alla leið finnst mér nú bara frábært. Nú ætlum við að fara í smá ferðalag um norður Spán og er ekki vitað nákæmlega um alla staðina sem við ætlum að heimsækja een þetta veerður ábyggilega mjög gaman og fróðleg ferð. Það á að leggja í hann á nýja bílnum sem heitir Zeta Johns. en er víst Citroen Xara. en hitt nafnið er miklu fínna finnst mér.
Nóg í bili ferðasagan kemur næst.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 12. september 2012

Smá kveðja

Tangagata 16
Tangagata 16
« 1 af 10 »
Þá er komið að því að kveðja skerið, og mikið er það nú gott þegar svona hryssingsveður er úti, lemjandi rigning og rok allavega hér í Kópavoginum. Það hefur skipst á skin og skúrir eins og alltaf.
Við leggjum annars í hann í fyrramálið eldsnemma heim til Spánar en heim kalla ég þar sem ég á kodda og sæng en það er á þrem stöðum núna.
Við höfum verið hér á höfuðborgarsvæðinu í rúma viku svona til að kveðja börn og barnabörn og tengdabörn og alla hina líka. Búinn að fara í mörg matarboð og haft það mjög gott. Það voru margir sem ekki var hægt að hitta og gerum við það bara seinna. Meiningin er að koma aftur um jólin og vera með fólkinu okkar.
Það verður meira spennandi sem maður skrifar næst okkur er farið að hlakka til að hitta Fermín og fjölskyldu og alla hina vinina á Spáni. Það verður margt að ske.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 30. ágúst 2012

Svona eitt og annað

Ég með sætu stelpurnar mínar, Sögu, Ástu og Bjarney
Ég með sætu stelpurnar mínar, Sögu, Ástu og Bjarney
« 1 af 13 »
Það hefur verið ansi fljótt að liða þetta sumarið það er víst óhætt að segja það, þó maður hafi ekki farið neitt nema á milli Skarðseyrar og Ísafjarðar til að versla og þvo. Margir gestir hafa litið við hjá okkur líklega metið slegið þetta árið.
Og nú fer bara að líða að því að við förum aftur til Spánar, það er svo sem ágætt þegar farið er að snjóa í fjöll hérna. Ég held að það hafi skeð hvert ár síðan við fórum til vetursetu á Spáni, alltaf hafa fjöllin okkar góðu hvatt okkur með smá föl á tindum. Það segir okkur bara að nú fara fuglarnir að undirbúa sig til að fljúgja til heitari landa og við erum eins og farfuglarnir. Þegar við mætum á vorin segja margir við okkur jæja nú er sumarið komið fyrst farfuglarnir eru komnir frá Spáni.
Veðrið hefur annars veðrið alveg yndislegt í allt sumar stundum hefur verið svolítill hraði á logninu en bara allt í lagi nema á kvöldin og nóttunni þegar maður fór að sofa það heyrist svo á í bústaðnum upp á lofti að stundum var bara ekki svefnfriður.
Dúddi er búinn að vera ansi duglegur að tína ber í sumar, hann tínir og ég hreinsa þegar hann tínir með tínu. 6 lítrar komnir í plastdósir til að fara með út, hitt er bara borðaða jafnóðum kvölds og morgna. Það er svo gott að setja aðalbláber út á hafragrautinn á morgnana, ásamt kanil og gojaberjum.
Helga Þurý og Hulda mamma hennar komu í heimsókn til að tína ber og þær fóru með um 40 lítra með sér heim, aðallega aðalbláber tínd í Skötufirði á vissum stað sem er leynilegur að sögn Dúdda, bara útvaldir fá að fara þangað.
Það er svo sem ekki frá mörgu að segja núna við erum bara hér í góðu yfirlæti í nýju íbúðinni okkar hér í Tangó 16, svona að prufukeyra hana og er bara fínt að vera hérna. Tangó 8 er nú seld og eru nýju íbúarnir bara ánægðir þar er mér sagt og er það gott. Ungt fólk sem sér um húsið í framtíðinni því þetta er yndislegt hús með góða sál.
Við erum á leiðinni suður eftir helgi og út förum við þann 13. sept. Líklega veður nú ekki mikið skrifað fyrr en  við komum til Mudamiento. Ef ég verð dugleg þá set ég kannski myndir inná myndir hér til vinstri, sjáum til, mér finnst nú meira gaman að sitja og prjóna en að vera í tölvunni þó hún sé ný. Já ég keypti mér nýja tölvu hin var orðin svo ansi sein enda orðin 5 ára og mikið notuð.
Eigið góða daga.