Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 24. desember 2014

Fyrir jól og gleðileg jól.

Jólatré í stofu stendur
Jólatré í stofu stendur
« 1 af 11 »




                                                                        GLEÐILEG JÓL

                                                                        FELIZ NAVIDAD


Kæra fjölskylda vinir og ættlingjar við Dúddi óskum ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári hittumst hress og kát í
vor.


Nú eru jólin að ganga i garð bæði hér og annarsstaðar og er það nú bara gaman og gott, sérstaklega þegar maður hefur einhvern hjá sér sem manni þykir vænt um eins og núna þegar Helga vinkona mín og Lilli hennar eru hér. Auðvitað saknar maður svo allra barnanna og barnabarnanna en við hittum þau hress í vor. Nú er tæknin orðin svo mikil að maður getur talað við þau eins og maður sé bara í stofunni hjá þeim, það er yndislegt.

Það hefur annars verið ansi mikið að gera hér hjá okkur ellismellunum við höfum auðvitað farið að versla út um allt og svo fórum við í skemmtilegan bíltúr einn daginn og heimsóttum lítið þorp sem heitir Sella, þar búa innan við 1000 manns og stendur það í fjallshlíð voða fallegt og er landbúnaðarþorp. Við keyrðum aðalgötuna og þar voru fimm veitingahús og er hvert um sig með mismunandi rétti. Við fórum þar inná eitt sem okkur leist best á og þar voru bornir fyrir okkur fimm réttir, allir svona spænskir eins og þeir geta best verið, alveg svakalega gott allt og vín héðarsins með.
Svo var haldin hér smá veisla fyrir vinina hérna áður en þeir fóru aftur heim til Íslands. Var hún bara vel lukkuð að ég held. Og allir skemmt sér vel eins og vanalega í sveitinni.
Svo fórum við um daginn til Villa Martin og vorum þar um helgi til að halda uppá brúðkaupsafmæli Helgu og Lilla og fórum við á voða fínt Tælenskt veitingahús og borðuðum yndislega mat og þar var dansað smávegis þar sem ágætur söngvari sá um fjörið en ekki var nú margt fólk á staðnum. Vorum við svo bara að flækjast um svæðið fórum á markað og í búðir eins og vanalega.
Við komum svo heim á sunnudegi til að undirbúa skötuveisluna sem var svo haldin hér í gær með góðum vinum og tókst þetta mjög vel Helga bjó til skötustöppu að sinni snilld, Lilli lagði á borðið og við Dúddi snerumst í kring um þau og réttum það sem vantaði mjög góð samvinna hér. Helga frænka, Gummi, Elín Þóra og Jón Gunnars komu svo og borðuðu með okkur ekta þorláksmessu mat, ég var búin að baka rúgbrauð svo allt var fullkomið já og meira segja smá brennivín með.
Í dag aðfangadag ætlum við að fara til Gurdamar fá okkur smá Tapas og ganga um ströndina.
Í kvöld ætlum við að hafa rækjur að hætti spánverja í forrétt, purusteik í aðalrétt og ananasfrómas í eftirrétt. Með þessu verður svo drukkið eðalrauðvín og hvítvín.
Lífið er ljúft hér hjá okkur og sólin skín en hitinn er ekki mikill fer í svona 14-16 gr. á daginn sem er bara voða gott, enginn svitaköst þó maður fari í göngutúr eða hreyfi sig.
Hafið það sem best yfir jól og áramót elskurnar mínir og Guð veri með ykkur.



 

Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 9. desember 2014

Sólin að koma upp!!!

Mojacar efri bærinn
Mojacar efri bærinn
« 1 af 10 »
Nú er sólin að koma upp kl. 9:00 en mér heyrist það vera nokkur vindur eins og spáð var.
Ég ætla nú að reyna að skrifa hér aftur nokkrar línur en síðast fór allt út hjá mér í annað skiftið í haust, þá fór netið út en síðast var það tæknin.
Það er svosem ekkert sérstakt að frétta héðan bara allt gott við lifum hér í vellystingum að okkur finnst þó þetta sé nú bara eins ef við værum heima á Íslandi, NEMA hér er alltaf gott veður kannksi rigning hálfan eða heilan dag en næstum alltaf sól og hægt að fara út að ganga, hjóla eða hvað sem maður vill.
Við fórum nú reyndar í helgarferð með Golfklúbbnum hérna um miðjan nóv. til Almeríu til bæjar sem heitir Mojacar, þar vorum við í tvær nætur. Við vorum með sem gestir því við erum ekki golfarar, sko alvöru, bara minigolfarar. Þarna löbbuðum við um og fórum að skoða gamlabæinn sem liggur uppí fjalli, eins og svo margir bæjir hér á Spáni, brattar brekkur og þröngar götur, mjög fallegur bær. Hótelið liggur aftur niður við strönd og stutt á ströndina, en nú var bara orðið of kalt til að njóta þess.
Það er búið að halda uppá afmælið hennar Felí vinkonu okkar farið út að borða og spjallað og hlegið alltaf voða gaman.
Svo var Dúddi plataður til að fara í alvörugolf um daginn, (ég má nú varla segja frá því) Gummi gat platað hann til að koma með sér, fékk lánað sett fyrir hann og við Helga frænka fórum með. Þetta var lítill völlur bara 9 holur og honum gekk bara ágætlega miðað við það að vera að fara í fyrsta sinn, eða það sagði Gummi, ég hef ekki vit á þessu, svo var ég skömmuð af Gumma af því ég fór að hlægja þegar Dúddi sló eitthvað asnalega en það má víst ekki á golfvöllum, ég verð víst að læra reglur áhorfenda!!
Þetta var bara gaman við löbbuðum með þeim golfhring fengum okkur svo Tapas á eftir og við biðum á meðan þeir fóru svo hálfan hring.
Og nú er hann komin með golfsett í húsbóndaherbergið og getur farið að slá á æfingasvæðinu þegar hann vill, kennarinn er mættur á svæðið (Lilli) og honum ekkert til fyrirstöðu, vona bara að hann fara af þessari þrjósku sinni og æfi sig aðeins.
Já Helga og Lilli eru komin og verð hér hjá okkur fram yfir áramót, er það voða gott, þá erum við ekki ein um jólin eins og í fyrra þó það sé nú allt í lagi en það er skemmtilegra að vera fleiri.
Hér er enginn jólaundirbúningur í gangi bara njótum dagana við lestur, prjónaskap og förum í stutta göngutúra með Helgu, en stundum langa fer eftir hvernig bakið á henni er. En við bara njótum vonandi gerið þið það líka sem lesið þetta. 
Það eru nú ekki mikið spennandi myndirnar í þetta sinn.
Eigið góða daga og fallega aðventu og farið varlega í vonda feðrinu sem er víst hjá ykkur núna.

Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 11. nóvember 2014

Mér finnst rigningin góð!!

Stóru kartöflurnar frá Fermín líklega um 1/2 kíló hver
Stóru kartöflurnar frá Fermín líklega um 1/2 kíló hver
« 1 af 10 »
Eins og segir í laginu, Mér finnst rigningin góð, þá situr maður inni og enginn að reka mann út í sólina sem hér er nóg af, ekki nenni ég að liggja í sólabaði lengur, maður er líklega bara orðinn of gamall til þess, verður bara skorpinn eins og gömul leðurtaska.
Annars er lífið bara ljúft þó hann rigni aðeins bændur verða glaðir að fá dropann á akrana sína. Ég skellti bara í rúgbrauð í morgun þegar ég sá hvernig veður myndi verða í dag. Svo eigum við saltfisk í frystinum og borðum hann með rúgbrauði og kartöflum í kvöld.
Hér hefur verið fullt að gera í allavega boðum og veislum. Okkur var boðið til Hörpu og Vishnu um daginn ásamt mörgu öðru fólki, svo fórum við á fiskidaginn mikla, sem Íslendingar hér sjá um, allavega fiskréttir sem þau elda sjálf og kemur fiskurinn frá Íslandi. Alveg þrælduglegt fólk sem er nú búið að taka við veitingastað sem heitir Black Bull og er rétt hjá litlum bæ sem heitir Torremundo en þeirra svæði tilheyrir San Michael, alveg frábær staður og búið að gera svo fínt hjá þeim, við eigum eftir að fara þangað aftur en fiskidagurinn var það fyrsta sem þau héldu þarna.
Það er svo búið að fara í heimsókn til Palla og Öddu og Jónu og Einars þannig að það hefur verið fullt að gera í skemmtanalífinu og nú er verið að slappa af fyrir næstu törn.
Fermín hefur verið duglegur að gefa okkur ýmislegt grænmeti hann kom með tvær risakartöflur núna um daginn og svo hefur hann komið með 10 granatepli sem er voða gott í salat og úrá hafragrautinn á morgnana, svo á ég líklega nóg af sætum kartöflum fram yfir áramót, það vill nú til að þetta geymist vel, það fer ekki hratt ofaní tvær manneskjur.
Hvað tíminn líður fljótt ,mér finnst við vera nýkomin en það eru komnir tveir mánuðir síðan við komum. Nú er komið haust hér á Spáni og rigningin byrjuð, en veðrið hefur verið alveg yndislegt, stundum bara aðeins of heitt fyrir svona ísfólk eins og mig en Dúddi alveg elskar svona mikinn hita og líður þá best, ég svitna bara og svitna, en það er víst heilsusamlegt líka segja þeir sem best vita.
Í næstu viku ætlum við að fara með golffélaginu hérna í golfferð þó við spilum ekki nema minigolf og verðum við tvær nætur á hóteli í bæ sem heitir Mocajar og er strandbær í Almeríu. Segi ykkur frá þeirri ferð næst þegar ég nenni að skrifa hér.
Nú ætla ég að hætta að sinni þetta er að verða tómt bull hjá mér enda alveg komin úr æfingu. 
Hafið það sem best elskurnar sem nenna að lesa þetta, sólarkveðjur og Guð blessi ykkur.
Er búin að setja fleiri myndir inná myndir.

Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 14. október 2014

Lífið er ljúft

Fyrsta kvöldið, ekkert til að borða eða drekka, Aron fékk pilsner, því það var ekkert vatn til.
Fyrsta kvöldið, ekkert til að borða eða drekka, Aron fékk pilsner, því það var ekkert vatn til.
« 1 af 19 »
Þetta er orðið ansi langt frí frá skrifum svo nú er best að hefjast handa. Ég á mér nú smá afsökun en fyrir um 10 dögum var ég búin að skrifa helling, setja inn myndir og skrifa við þær og svo þegar ég ætlaði að vista til að geyma og fara yfir, þá klikkaði tæknin allt datt út og ég varð svo vond að ég gat bara ekki sest niður og skrifað. Hringdi strax í Ágúst tölvukallinn minn og son til að vita hvort ekki væri hægt að sækja þetta eitthvað, en hann sagist halda að þetta hefði bara farið eitthvað út í loftið, kannski er einhver að reyna að lesa þetta á himnum.
Við komum hingað út 4 sept. og Aron Viðar fermingardregur kom með okkur og var hann hér í 12 daga, voða gaman að hafa hann með okkur svona tilbreyting fyrir okkur öll að skipta um umhverfi saman. Við erum búinn að vera svo mikið í sveitinni saman að vinna en núna vorum við að leika okkur.  Hann fékk nú aðeins að hjálpa til við að þrífa hérna fyrsta daginn enda engin vanþörf á eftir 5 mánaða fjarveru.
Það var margt gert með drengnum, við fórum 4 sinnum í minigplf og vann hann einu sinni karlaflokkinn, svo fór hann í Gokart einu sinni með afa og svo bara einn því afa finnst þetta ekkert gaman. Það var farið á ströndina nokkrum sinnum.
Fyrstu helgina var hér Fiesta með allavega skrúðgöngum og fíneríi. Claudia barnabarn Fermíns var Reina simpatíca hún er 10 ára og var okkur af því tilefni boðið í mat hér í garðinum hjá þeim eftir eina skúrðgönguna en þá var kl. orðin 11 um kvöld. Og var setið og borðað til kl. hálf eitt. Þetta fannst Aroni voða sérstakt. Þetta var voða góður svona næturmatur.
Aron fór svo heim þann 16 sept. Voða glaður og hefði alveg verið til í að vera lengur og leika við ömmu og afa, hann er svo yndislegur og góður drengur.
Við höfum haft nóg að gera við að hitta skemmtilegt fólk Mazzi og Margrét komu og voru í Gamla húsinu og var Anna Mazza með svo komu Hlynur og Alma og vorum við í mat hjá þeim og fórum með þeim á hitting að spila minigolf, það var voða gaman að hitta fólk að heiman. Svo eru Helga frænka min og Gummi og Harpa og Vishnu komin svo nú getur vetrarstarfið farið að byrja.
Það sem stendur nú uppúr hér í haust má segja matarboðið sem okkur var boðið í fyrir viku á þriðjudegi. Þá bauð Ignacio tengdasonur Fermíns okkur í veislu með fjölskyldunni sinni heima hjá móður hans sem er 86 ára gömul. Hann á 6 systikyni og voru þau öll þarna og börn þeirra og barnabörn og makar nærri um 30 manns. Hann sótti okkur kl. hálf tvö og Fermín líka. Það var strax boðið uppá drykk og svo kom matur og það var fyrst tvær sortir af salati, möndlur, brauð, ostar, pylsur og fleira, næsti réttur var kanínu Paella sú besta sem ég hef smakkað, svo kom eftirréttir fyst melóna, ananas og perur blandað saman, og borðaðir þú þetta bara með tannstöngli, svo eftir þetta kom svo stærðarinna terta ansi sæt en mjög góð og líka einhverjar rúllutertur sem er oft í eftirrétt hjá þeim. Það sem mér fannst nú best var að þú fékkst engan hníf bara gaffal til að borða þetta með og svo tannstöngla. Með þessu drakk svo fólk helling af bjór, en ég fékk Lambrusco og rauðvín jú og svo kampavín eða Cava með eftirréttinum. Við fórum heim að ganga sex og vorum alveg að springa af áti, ég þurfti ekkert að elda þann daginn. Þegar hann keyrði okkur svo heim fórum við heim til bróðir hans sem á heima hér rétt hjá og rekur verkstæði og á nokkrar dráttarvélar og plægir akra fyrir bændur. Og húsið hans er svo stórt og flott okkur var bara boðið í kjallarann sem er bara eitt rými og öll fjölskyldan getur hiszt þar og borðað.Einnig voru þar nokkur motorhjól.
Já maður hefur upplifað margt þetta haustið með spánverjunum vinum okkar hér í sveitinni, þau eru svo elskuleg við okkur.
Þetta er nú líklega bara gott í bili hjá mér ég ætla að vera duglega að setja inn myndir líka, eins undir Myndir hér á síðunni er aðeins byrjuð en það fór líka eitthvað í rusl hjá mér.
Eigið góða daga elskurnar og Guð veri með ykkur.

Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 8. ágúst 2014

Loksins, loksins.

Við með fermingarbarninu Aroni Viðar.
Við með fermingarbarninu Aroni Viðar.
« 1 af 15 »
Nú ætla ég loksins að láta verða af því að pára hér nokkar línur, enda komin tími til, ég hef nú ekki hugsað mér að hætta þessu alveg en tími hefur bara ekki verið til þess og ég ekki í stuði. Það er nú líka bara fínt að fara í frí eftir 7 ára blogg er það ekki.
Margt hefur svo sem drifið á daga síðan við komum og ætla ég nú ekki að fara að skrifa það hér allt, því það nennir enginn að lesa. Ég á eitthvað bágt með að sofa núna og mér datt í hug að skrifa bara eitthvað hér og setja inn nokkrar myndir síðan í sumar.
Við byrjuðum á því að fara og vera við fermingu hjá Aroni Viðar í Njarðvíkurkirkju held ég hún heiti, og fara svo í heilmikla veislu á eftir og var það voða gaman, eins gátum við kvatt Ágúst sem var að fara í skólann í Danmörku. Ég fór svo strax vestur á Ísó með Sögu Líf í skólann og hef verið hér síðan. Bara farið inní djúp í sumarbústainn í Reykjanesið í sund og eina ferð til Þingeyrar að heimsækja frænku. Það hefur aftur á móti margir komið og heimsótt okkur í sumarbústaðinn í sumar.
Börn og barnabörn hafa verið ansi dugleg að vera hjá okkur í dýrðinni í djúpinu, og hefur margt verið brallað og skemmt sér þar.
Dúddi, Atli Geir og Aron fóru á sjóninn og drógu inn nokkra þorska sem var nú gott að fá i bollur. Svo er berjatínslan að hefjast til að fá sultu og ber til að hafa með sér til Spánar.
En mikið er mig farið að hlakka til að komast heim til Spánar aftur, þetta hefur verið svo leiðinlegt sumar verðurfarslega að ég er bara alveg búin að fá nóg af því, þótt júní hafi nú verið þokkalegur þá hefur júlí verið hundleiðinlegur.
En þetta stendur allt til bóta við förum út 4 sept. og kemur Aron Viðar með okkur það vildi hann fá í fermingargjöf frá okkur og ekkert annað, sem er bara gaman fyrir okkur og vonandi hann.
Set inn nokkrar myndir af fjölskyldunni.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.