rds Gumundsdttir | fstudagurinn 4. aprl2008

Heimskn Svnu og Magna og hreiurger

Svana og Magni  Mudamiento
Svana og Magni Mudamiento
« 1 af 9 »

Nú er orðið rólegt í Mudamiento, Svana og Magni farinn heim aftur. Það var mikið fjör og mikið borðað á meðan þau voru í heimsókn ásamt því að fara í góða göntutúra á milli. Það var líka gott að hafa svona göngumaríu með sér sem segir manni hvað maður hefur verið lengi á göngu og hvað marga kílómetra maður gekk. En Magni var með eina svoleiðis með sér bundna við únliðinn. Hann er jú að æfa fyrir Fossavatnsgönguna svo úthaldið verður að vera í lagi, þjálfa á meðan maður er í fríi líka. Einn daginn fórum við 6,7 km. á 1 1/2 tíma að ég held.

Við fórum í bíltúr um Torrevieja svæðið á mánudaginn og fórum þar vítt og breytt til að sýna þeim. Fórum til slátrarans og ætluðum að kaupa önd en hún var ekki til, hann vísaði okkur á Supercor búð rétt já honum svaka flotta og þar fengum við þessar líka fínu andabringur og voru þær borðaðar um kvöldið með eðalrauðvíni og ætiþirslum. Já ég er búinn að finna uppskrift. Það var einnig elduð dýrinsnautasteik sem við fundum hjá slátrara hér í Almoradi, svo nú veit ég hvert á að fara næst þegar einhver vill svoleiðis. Annars var nú legið í sólbaði og haft það bara fínt.

Það er að kvikna nítt líf hér hjá okkur í bakhúsinu, þar eru svölurnar búnar að búa til þetta svaka fína hreiður og farnar að liggja á, svo það verður gaman að sjá ef það koma ungar. Þetta er svo flott gert hjá þeim. Ég sagði í síðasta pistli að þær hefðu verið að gera hreiður á gömlu geitungabúi ónei, þær gera þessi hreiður utan á bitanum í loftinu sem er í svona 5 metra hæð. Við eyðilöðgðum það fyrsta en þær byrjuðu bara aftur, svo syngja þær þarna frammi en fljúgja burt ef við förum fram. Einu sinni sá ég fræðslumynd um svöluhreiður einhversstaðar í Kína að ég held, þar sigu menn niður til að sækja þau og selja til veitingahúsa, þetta þykir víst herramannsmatur ef rétt er gert.

Nú eru blómin að springa út,sem sjá má.

Góður dagur!!!

rds Gumundsdttir | laugardagurinn 29. mars2008

a er komi vor

g og Lna
g og Lna
« 1 af 10 »

Það hefur nú verið óvenjulega mikill gestagangur hér hjá okkur undanfarið og mjög gaman að fá alla þessa gesti. En á annan í páskum komu fyrst Ólína Halldórs. skólasystir mín og maðurinn hennar Arnaldur og var gaman að hitta Línu hér á Spáni en þau eiga hús á Playa Flamenca svæðinu.

Seinna um daginn komu svo Gósý, Tryggvi, og Anna Lára Gústafs. en þau voru að spila golf á suðausturhorni Spánar á stað sem mig minnir að heiti Vera eða í 2 tíma akstri héðan á hraðbraut. Það gekk allt vel hjá þeim þangað til þau komu til Almoradí þá misstu þau af leiðinni svo við fórum þangað til að leita að þeim og við fundum þau á torginu, þökk sé farsímum þá var hægt að vita hvar þau voru niðurkomin. Það var alveg svakalega gaman að fá gesti að heiman og allir fá kærar þakkir fyrir komuna ,að nenna að leggja þetta á ykkur og missa einn dag í golfi. Og Lína sjáumst aftur hér á Spáni líklega frekar hér en heima á Íslandi.

Svo á þriðjudagskv. komu Svana og Magni frá Íslandi og verða hér í viku. Það er mikið spjallað um mat og alltaf verið að elda góðan mat og er Magni kokkur alveg á fullu við að elda handa okkur Gourmetmat, þið getið ýmindað ykkur þið sem þekkið hann hvað hann nýtur sín hér í öllu þessu fína hráefni. Í kvöld er hátíðarkvöldverður með hvítlauksrækjum, nautafille, bökuðum kartöflum kryddsmjör, fylltum sveppum og salati. Við höfum nú verið að fara í göngutúra um svæðið og var farið á markaðinn í morgun og verslað. Á afmælisdaginn hennar Svönu 27. mars fórum við út að borða á kínverskan stað, og var ákeðið að fá Taxa svo allir gætu nú verið með í rauðvíninu og gekk það bara vel það kom hér ein spönsk stúlka sem kunni nokkuð í ensku og hún skutaði okkur fram og til baka við fórum bara út á pöbbinn þar sem hún tók okkur uppí.

Hér í bakhúsinu hjá okkur núna hafa tveir litlir fuglar sest að. Þeir voru að reyna að búa til hreiður á gömlum geitungabúum svo við tókum þetta niður en þeir koma bara aftur og stija núna á rafmagnssnúrunni öll kvöld og nætur alveg sama hvort gengið er um eða ekki.

Hér er bara sól og blíða alla dag og vor í lofti alltaf eitthvað nýtt græmeti að koma á markaðinn einnig nýir ávextir.

Góður dagur með góðu fólki.

rds Gumundsdttir | sunnudagurinn 23. mars2008

Pskadagur 2008

 akinu.
akinu.
« 1 af 4 »

GLEÐILEGA PÁSKA kæru ættignjar, vinir og aðrir sem kíkja hér inn!

Það er skrítið að sitja hér á Spáni á páskadag og skrifa á tölvuna sína, þegar maður hefur undanfarin ár setið með barnabörnunum á páskadagsmorgun og borðað páskaegg. En mér telst til að þetta séu fyrstu páskar í 35 ár sem ég er ekki á Ísafirði.

En við í staðinn vöknuðum snemma í morgun og vorum komin til Almoradí kl. 10:00 til að horfa á trúarskrúðgöngu Spánverja um upprisu Krists. Þarna voru stærðarinnar líkneski borin á öxlum manna um götur bæjarins í um 4 tíma, og þeir meira að segja dönsuðu með þau líka. Það var lúðrasveit sem gekk á eftir hverju. Þetta var alveg stórkostlegt að horfa á, og gekk ungt fólk með fram hverju líkneski og gaf börnum sælgæti það fór nú ansi mikið ofaní þau sjálf líka. Það voru heilu lúkurnar af nammi. Við vorum þarna í allan morgun til að fylgjast með. Gaman að láta það fylgja að hávaðinn var stundum mikill þarna. Það hefur verið ansi hvasst hér í dag og hitinn ekki nema um 15 gr. svo það var kalt ef við vorum ekki í sólinni.

Í gær fóru frá okkur kærir gestir þegar Jón og Ásta fóru heim, það var æðislegt að fá að hafa þau þennan tíma. Á föstudaginn langa fórum við í góðan göngutúr meðfram vatni sem er upp við Crevillent sem er svona 20 mín héðan upp í fjallgarði, sem er hér í sjónmáli frá okkur. Stórt og fallegt vatn og gaman að ganga þar um.

Annas gengur allt sinn vanagang stórfjölskyldan komin í mat í næsta hús og mikið fjör.

Gósý og Tryggvi koma kannski í heimsókn á morgun ef þau fá bílaleigubíl, en þau eru í golfferð hér suður með sjó.

Svo koma Svana og Magni á þriðjudag, svo það er enginn tími til að láta sér leiðast hér. Enda erum við voða ánægð hér.

Því miður get ég ekki sett myndir núna frá skrúðgöngunni því ég er klaufi við þetta, svo þær koma bara síðar bæði á bloggið og eins í Mudamiento dálkinn minn ef þið hafið áhuga á að skoða.

Góður dagur en enginn snjór.

rds Gumundsdttir | sunnudagurinn 16. mars2008

Gir dagar Mudamiento

Bjarney Kata sameignin
Bjarney Kata sameignin
« 1 af 7 »

Hér hefur verið gaman undanfarna viku. Góðir gestir í heimsókn, sem hafa verið látnir vinna fyrir sínu fæði og húsaskjóli. En svona inn á milli hefur verið farið í sólbað, nokkrar verslunarleiðargrar farnir en lítið keypt. Við fórum tilTorrevieja í síðustu vikur og skoðuðum okkur um. Eins hafa þau verið mjög dugleg að fara í göngutúra hér um svæðið. Jón lagðist í sólbað einn daginn með Dúdda upp á þakinu í sólbað og roðnaði aðeins á suðurgaflinum eins og hann sagði þannig að næsta skipti var bara látið skína á norðurgaflinn, þannig að nú er hann allur voða brúnn. Nú eru pípulagnirnar búnar og komið heitt vatn í eldhúsið, við Ásta breyttum í elhúsinu svo nú er allt orðið voða fínt hér hjá okkur.

Það er nú svo skemmtilegt hjá okkur vinunum að við eigum mjög fallega sameign sem heitir Bjarney Kata og er barnabarnið okkar, svo það er um margt að ræða þegar sest er niður. En börnin okkar Edda og Atli Geir eiga þessa fallegu stelpu, sem er orðið langt síðan við hér höfum séð. En hún verður 4 ára 3 maí en því miður náum við nú ekki í afmælið hennar því við lendum ekki fyrr en 7. maí.

Nú fara páskar í hönd og þá er hér á Spáni mikið um allavega skúrgöngur og leikrit og fleira sem hefur með trúarbrögð þeirra að gera og höfum við séð í sjónvarpinu alveg rosastórar styttur bæði sem keyrt er um á vögnum og fólk heldur á. Við eigum nú eftir að fara og skoða þetta betur og segjum þá frá því þegar að því kemur og einhverjar myndir verða teknar.

En Fermín bóndi færði okkur í gær 6 ætiþyrsla og fullt af baunum. Svo nú verða baunir í alla mata.

Veðrið hefur verið með eindæmum gott hitinn farið upp í 26 stig yfir daginn og á kvöldin svona um 16 gr. og er spáin eins fram yfir páska. Við fórum í gær og borðuðum á sveitakránni Bar Jesúlín sem er um 2 km héðan fórum á bílnum, það var alveg voða góður matur og koníakið ekki nísk skammtað og líklega var þetta Carlos 1 (Helga)

Edda mín til hamingju með daginn þann 13. mars og Ágúst til hamingju með daginn á morgun og gangi þér allt vel með ljósmyndasýningarnar þínar. Góður dagur og lífið ljúft.

rds Gumundsdttir | rijudagurinn 11. mars2008

Plitk og ppulagnir

Garbletturinn okkar
Garbletturinn okkar
« 1 af 10 »

Jæja nú eru afstaðnar kosningar á Spáni og þessir rauðu unnu, vonandi okkur öllum fyrir bestu, því þessir bláu höfðu ákveðið að allir sem flyttu til Spánar yrðu að læra spænsku annars gætu þeir bara hunskast heim. En við erum nú að læra þó seint gangi.

Við vorum svo dugleg í síðustu viku að taka blómabeðið handan við veginn sem tilheyrir okkur víst, við vorum að hreinsa, henda rusli og laga kantsteina svo þetta lítur voða vel út núna. Og þar er eitt avokadótré það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.

5. mars fengum við góða gesti frá Íslandi Ásta og Jón Vet. komu í heimsókn og verða hér til páska alveg æðislegt að hafa þau. Jón var strax settur í vinnu við pípulagnir, vegna þess að það hefur ekki verið neitt heitt vatn í eldhúsinu, en því hef ég alveg haldið leyndu.  Það var brunað til Auðuns Kals og fengið lánaður stærðar bor sem þurfti til að bora gegnum 50 cm þykkan vegg sem gekk bara nokkuð vel að mér skilst, en þessar elskur eru núna að leggja síðustu hönd á verkið svo nú er kátt hjá Þórdísi í eldhúsinu við uppvaskið. Annars eru svo margir uppvaskarar hér núna. Ásta kom með góða tillögu um að breyta í eldhúsinu og var það gert á augnabliki eitt kvöldið svo nú er það fínt og meira pláss.

Við fórum í góðan göngutúr upp fjallið okkar í Callosa snarbrattur vegur upp að kapellu en þaðan eru stígar upp á fjallið sem ekki var farið í þetta sinni, þau hin lulla sér þetta kannski einhvern daginn hver veit.

Einnig var farið á markaðinn á laugardag og verslað mikið grænmeti og ávextir.

Það var gaman að fylgjast með Dúdda og Fermin en það heitir nágranninn, þegar Dúdda vantaði að taka vatnið af, mikið um handamál og enginn skildi neitt, endað var með því að hringja í Helgu Þyri til að túlka gegnum síma. Svo komu Jón og Ásta með saltfisk fyrir okkur sem við færðum þeim og það var mikil gleði hjá frúnni hún brosti allan hringinn og fannst þetta nú aðeins of mikið, en það komu svo ætiþirstlar í gær 6 stk. sem verða borðaðir í kvöld.

Annars eru þetta bara góðir dagar hér og alltaf að hlýna og fer að styttst í sumarið.