Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 4. febrúar 2008

Gestir

Litlu sætu tvíburarnir í götunni
Litlu sætu tvíburarnir í götunni
« 1 af 7 »
Hér hefur verið nóg að gera síðustu viku. Óli Sig, Gísla, Hafrún og Harpa komu hingað 30 janúar og það var þvælst um engi og torg. Á óskalistanum var að fara í appelsínuferð og var farið starx og vaknað var fyrsta daginn en þau komu nú seint um kvöld þannig að seint var farið að sofa. En við fórum með þau á uppáhaldsakurinn okkar en þá var bara verið að tína af honum. Það var gaman að sjá verkamennina frá mörgum þjóðlöndum liggja í sólinni í sinni síestu og hvíla sig. Þeir bara henda sér í grasið og sofa. En við fórum bara aðeins lengra og þar var alveg nóg af appelsínum og sítrónum svo allir fengu nóg, sumir borðuð þrjár á einu bretti. En það eru óskráð lög hér þú mátt borða ef þú ert þystur á göngu, taka eina með en tvær er þjófnaður.
En hvort farið er efir þessu veit ég ekki. Við fórum svo heim og elduðum tvo stóra kjúklinga sem runnu ljúft niður.
Daginn eftir var farið í bæinn við fjallið okkar eða Callosa de Segura og  krikjan skoðuð og labbað um allan bæ sem var miklu stærri en við vissum um. Það ervoða gaman að skoða hann en þar eru margar búðir og góður matarmarkaður og keyptum við þar bæði ný jarðaber og kirsuber. En jarðaberjatíminn er núna sá það í sjónvarpinu í gær, svaka flott jarðarber Helena!.
Á laugardag var svo farið á markaðinn í Almoradí og margt skoðað en minna keypt það er alltaf voða gaman að skoða sig um á þessum mörkuðum og skoða mannfólkið í leiðinni. Þau fóru svo heim í gær um hádegi, og var ég ein heima á meðan Dúddi fór með þau á völlinn.
Nágranninn færði okkur í dag stærðar hvítkálshaus ábyggi lega nærri 3 kíló. Svo nú verður hvítkál í alla mata. Allavega byrjar maður á hvítkálsbögglum með smjöri, svo verður það notað í salat, steikt, og soðið, kannski ég prófi bara að búa til hvítkálssúpu. Látið mig vita ef þið þekkið einhverja góða uppskrift með hvítkáli. Á sunnudag fengum við radísur og vorlauk ég á ennþá fullt af ætiþirstlum.sem nágranninn færði okkur í síðustu viku.
En annars þetta eru góðir dagar fullir af sól og blíðu.

Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 28. janúar 2008

Sitt af hvoru

Frúin að skúra
Frúin að skúra
« 1 af 6 »

Það hefur verið eitthvað lasið bloggið og ég ekki getað skrifað, svo er búið að kaupa nýtt skrifborð svo nú sit ég ekki lengur í við eldhúsborðið heldur inn í stofu.

 Það er nú helst að við höfum verið duglega að fara í gönguferðir hér um svæðið, og stundum verið komin svo langt að göngutúrinn er kannski orðin 2 timar án þess að stoppa og hvíla sig. En hér er margt að skoða, kíkja inn í garða hjá öðrum og sjá hvað tré og blóm eru í pottum svo við vitum hvað við eigum sjálf að kaupa.

Það er gaman að fara í litlu þorpin hér í kring, við fórum til Rafal nú um daginn 3,5 km hvor leið. Þar vorum við um 4:30 og sátum á torginu í um hálfan tíma. Það er svo gaman að sjá lífið koma aftur eftir síestu. Því um kl 2:00 þá sofna þessir bæir þá fer fólk í mat og leggur sig. Svo opna aftur búðir og barir um kl. 5.00 á meðan er eiginlega engin umferð nema af svona bjálfum eins og íslendingum og englendingum.

 En um kl. 5:00 fer fólk að tínast út aftur og þá sér maður mömmur koma með börnin sína til að leika sér á torgunum, þær koma á bílnum og hleypa svo barni og ömmu út til að sitja og spjalla við vini og vandamenn býst ég við. Hugmyndaflugið fer á stað.

Þetta gætu nú ísfirskar mömmur tekið upp að hittast á togrinu með börnin seinnipart dags og spjallað og leift börnunum að hlaupa um á þess að vera í girðingu eins og á leikskólanum og hitta önnur börn. En það versta við okkur elskulegu íslendinga er að við kunnum ekki þessa spönsku rólegheit okkur liggur alltaf svo mikið á til að gera hvað??? fara heim og elda horfa á sjónvarp fara á fundi.??? Ég man að ég var svona sjálf alltaf að flýta mér en hvert, það mátti aldrei neitt bíða. þegar maður hugsar eftir á þá er þetta bara vitleysa í okkur, hutirnir bíða bara eftir okkur, eða eins og spánverjar segja á morgun.

Í gær fórum við í bíltúr hér yfir fjallið til bæjar sem heitir Hondón og keyrðum til bæjar sem heitir El Fondón og á þeirri leið fundum við garðyrkjustöð og keyptum okkur pálma sem var svo gróðursettur þegar heim var komið, bara í pott hér í patíóinu voða fínn nú er bara eftir að kaupa eitt tré í viiðbót, þá verður þetta fínt hjá okkur. Við héldum svo áfram til Crevillente og sáum möndlutrén í blóma og hittum á svo fallegt vatn þar var alveg blæalogn og sól yndilegt.

Á miðvikudagskvöld fáum við gesti frá Þýskalandi en þá koma Óli Sigurðs.(Signýjar) Gísla og stelpurnar og verða hér hjá okkur fram á sunnudag. Það verður mikið gaman að fá þau í heimsókn og fá smá líf í húsið hjá okkur. Okkur hlakkar til að fá þau.

Harrý til hamingju með daginn og mundu að allt er fertugum fært.


Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 19. janúar 2008

Hananú

Hænsakofinn
Hænsakofinn
« 1 af 4 »
Í gær varð ég vitni að hanaslátrun. Upp á þaki hjá nágrannanum er hæsnakofi sem ég hef nú sagt frá áður. Aumingja Haninn sem hefur vakið okkur hér á mornana og stundum á nóttuni nákvæmlega kl 00:30 var slátrað í gær. Hann var búinn að vera í tvær vikur inn hjá  hæsnunum, þið vitið til hvers og svo bara dauður! þegar hann er búinn að skila sínu hlutverki. skítt!!!!
En ég  var uppi á þaki að hengja upp þvott í gær, þegar ég sá nágrannan (ég verð nú að fara að fá að vita hvað hann heitir) koma upp á þakið hjá sér og opna hæsnakofian  og taka hanann út á vængjunum og labba með hann niður í eldhús og hann kom ekki þaðan út aftur. Hænurnar eru ekki enn búnar að jafna sig á þessu það var eins og þær væru að gráta í gær slík voru hljóðin  þær söknuðu hans.  Og stóri feiti kalkúninn var líka ansi aumur hann bíður líklega páska, hinn fór um jólin.
En þessi hani var alltaf gaggandi hann vissi ekkert hvenær var dagur eða nótt svo nágranninnn hefur líklega verið orðin leiður á honum.
En það hefur verið nóg að gera hjá frúnni við að elda þetta ferlíki því í dag hefur stórfjölskyldan og allt liðið verið hér hjá þeim í mat eins og venjulega á laugardögum en það voru fleiri í dag.
Við fórum á markaðinn í dag og keyptum okkur blóm til að setja hér í patióið, keyti bara tvær stjúpur á 1 evru því við höfum ekki mikið pláss fyrir þau. Keypti líka í gluggan í innganginum en þau eru nú bara úr plasti. En hér er ótrúlega mikið um að fólk hafi plastblóm hjá sér en þau þurfa ekki vatn sem kostar sitt hér. En þetta lítur bara vel út með sólarafhlöðuljósi á milli.
Það hefur verið yndislegt veður hér 20 stiga hiti á daginn nú í tvo daga og spáin er eins næstu daga, svo við sitjum í sólinni og lesum. Góður dagur.
Eigið góða helgi og guð blessi ykkur öll.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 16. janúar 2008

Esta mediodia hasce viento

Afmælisbarnið Ivan Snær
Afmælisbarnið Ivan Snær
« 1 af 3 »
Já nú er komin miður janúar, hvað tíminn er fljótur að líða.
Og hér úti er allt á fullu allir að taka uppskeruna í hús, brokoli, appelsínur og ætiþirsla ég veit bara ekki hvað allt hitt heitir. En uppskeru tíminn er hér núna og bóndinn er búinn að færa okkur brokkoli úr sínum akri alveg ferst og flott og svakalega gott.
Á sunnudaginn fórum við í 1 árs afmæli til Ivans og þar hittum við ömmu og afa frændur og frænkur sem eru öll spánverjar, og öll töluðu spönsku nema við og Helga þegar hún talaði við okkur. Ég setti mig þá í spor þeirra útlendinga sem koma heim og skilja ekki orð þetta er svolítið skrítið, og lætur okkur skilja það að ef við ætlum að búa hér hálft árið eða meira þýðir ekkert annað en að læra málið. Allavega svo að maður nái samhengi í samtali eða geti gert sig skiljanlegan. Þó fer það víst vaxandi hér að spánverjar tali ensku en við erum á Spáni svo við eigum að tala spönsku við spánverja og ensku við englendinga, en við verðum bara að tala íslensku við íslendinga því það skliur hana enginn annar eða þannig.
Þegar við vorum búinn í afmælinu var okkur boðið í mat til Rutar og Unnsteins og fegum þar góðan grillaðan kjúkling og skrítið kál sem er af brokkoli ætt en ég veit ekki hvað heitir en það var voða gott. Hjá þeim sátum við í góðu yfirlæti fram á kvöld.
Við fórum í síðustu viku til La Marina á svona hitting hjá íslendingum sem er vikulega á föstudögum. Þar hittum við marga m.a. Auðunn Karlsson og frú frá Súðavík, sem buðu okkur í kaffi heim til sín, voða gaman að koma til þeirra og sjá hvað húsið þeirra er fínt. Svo hittum við aðeins Ísfirðingana Kristrúnu og Högna Þórðar. Fleiri þekktum við nú ekki. En við förum áreiðanlega aftur til að hitta þau.
Við vorum að koma úr göngutúr, þá var logn og skýjað en núna er komin hvassveður sem við höfum ekki upplifað hér fyrr, en sólin kemur öðruhvoru og hitastigið er 19 gráður.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 10. janúar 2008

Eftir klippingu

Sá gamli að fara að prófa Harley
Sá gamli að fara að prófa Harley
« 1 af 5 »
Ég er nú aðeins að jafna mig, eftir klippinguna svo ég þori að fara hér inn og segja nokkur orð. En ég var alveg í sjokki þegar ég vaknaði að morgni 5 jan. Það hefði mátt halda að ég hafi fengið sopann minn áður en ég fór í klippinguna en svo var nú ekki. Þetta er nú líka alveg óþolandi að maður fer í sakleysi sínu og talar fingarmál við huggulega hárgreiðslukonu og sýnir með fingrunum hvað hárið á að vera langt. Allt í fína hún var alveg að verða búinn, blása og allt svo hárið sýndist helmingi meira en það var, nei nei kemur ekki ein vinkona hennar inn og þær fara að tala og tala það var eins og tvær hrísðkotabyssur færu í gang, og ég geng snoðuð út hún klippti og klippti og talaði og talaði. Þetta leit svosem ágætlega út en Guð daginn eftir. Ég var eins og úfið hænurassgat í vindi og ég var fjúkandireið maður minn, aumingja Dúddi er búinn að segja mér 100 sinnum hvað ég sé fín en það er ekki nóg hárið er farið. Þetta var eins með þegar Óli fór í klippingu það var líka talað og talað og úpps hárið farið. Maður hefur svosem lent í þessu heima líka þær hafa óskaplega gaman af að tala og klippa, en þá getur maður nú líka tjáð sig aðeins betur en þetta er landlægt hjá hárgreiðslufólki. Ég var nú líka að hugsa um að fara á stofu og láta snyrta á mér augabrýrnar en ég þori ekki fyrir mitt litla líf ætli ég kæmi ekki þá út með örmjóar augabrúnir og kolsvartar í þokkabót ég yrði eins og grýla.
Þegar ég var níu ára fór í í klippingu til Árna Matt og bað um drengjakoll það var komið vor og sól þá allavega í minningunni, hann vissi nú alveg að ég var stelpa, en hann klippti mig eins og ég bað um, og Þórdís gekk með húfu allt sumarið og svaf með hana líka.
En nú er Óli minn farinn, hann fór í gærkveldi, svo það er nú tómlegt hér. Það var nú gott að hafa hann hér þó ekki væri nema nokkrir dagar. Hann var voða ánægður með mjótorhjólaferðina sína.
En við erum á fullu eða Dúddi að mála gestaherbergið núna.
Eins og þið sjáið hér til vinstri er komin svona uppskriftavefur en þar ætla ég að gamni mínu að setja þær uppskriftir sem ég er að prófa hérna.