Ţórdís Guđmundsdóttir | föstudagurinn 4. janúar 2008

4 dagur ársins 2008

Krabbi ađ éta krabba
Krabbi ađ éta krabba
« 1 af 4 »
Það hefur svifið yfir mikil leti á þessu nýja ári hjá bloggaranum. Hef nú í rauninni ekki mikið að skrifa um eins og er. En eitthvað hefur nú verið að gerast eða þannig. Gamlárskvöldið var eftirminnilegt, fyrir margt. Við vorum ein að borða krabba sem leit ansi vel út en var nú ekkert sérstakur á bragðið, var eignlega bara vondur. Ég fann voða fína spanska uppskrift sem Dúdda leist ekkert á , vildi bara fá hann orginal. En við borðuðum þetta og drukkum bara kampavín með. Kalkúnninn bragaðist bara vel en ég setti nú bara appelsínur, epli, hvítlauk og möndlur í hann, sósan var alveg rosalega góð með appelsínu -hvítlausbragði hmmmm.
 Svo um 12 leytið löbbuðum við niður í þorpið en þar var nú enginn, einn lítill strákur sem glápti á þessi furðu dýr ein á gangi. En það var mikið skotið upp allt í kring, við vorum bara á vitlausu torgi. En þetta var bara fínt.
 Á nýjársdag fórum við svo í kaffi til Helgu og Jesus og fengum flatkökur með hangikjöti og svaka fína tertu. Það var svo gott að koma til þeirra þar var jólatré og svo jólalegt að við fundum rest af jólahátíð.
Um hádegið í dag kom nágranninn með þrjú knippi af nýjum vorlauk sem hann var að taka upp og færði okkur, hann var rosalega góður. Í dag fórum við í bæinn og það var bara eitt markmið að láta klippa frúna, en það hefur ekki verið gert síðan í ágúst svo kominn var tími til. Við fundum voða fína stofu og notuðum bara fingramál, á myndinni sjáið þið svo árangurinn aldrei verið svona klippt áður alveg ný Dona. Dúddi fékk líka skveringu svo við förum nýklippt og fín inní árið 2008.
Óli er búinn að keyra mikið um Spán hann fór frá Barcelona í dag og er komin til Valenciu núna og verður þar í nótt og kemur svo hingað á morgun það verður gott að fá hann aftur hingað til okkar svo er hann farinn 9. jan.
Gleðilegt ár og það verður spennandi að vita hvað 2008 hefur uppá að bjóða fyrir svona ævintýrafólk eins og okkur.


Ţórdís Guđmundsdóttir | mánudagurinn 31. desember 2007

Síđasti dagur ársins 2007

Dúddi í spönskukennslu
Dúddi í spönskukennslu
« 1 af 7 »
Hvað fær fólk á sjötugsaldri til að hleypa heimdraganum? Fara frá börnum, barnabörnum og tengdabörnum, öðrum ættingjum og vinum. Ákveða að nú förum við í ferðalagið, að vísu eftir smá umhugsun. Förum uppí  9 ára gamlan bíl, skellum okkur um borð í Norrænu og stefnum á Spáni. Þetta hlýtur auðvitað að vera gamall draumur.
Höldum sem leið liggur til Danaveldis , þaðan til Þýskalands og kaupum hjólhýsi, sem var svo reyndar stolið frá okkur. Keyrum í gegnum Þýskalands til Frakklands hægt og rólega. Svo sjáum við fyrirheitna landið rísa í sólinni og það var eins og við værum komin heim.
Við erum búinn að hugsa þetta oft á leiðinni og komumst að því að frá því árið 1985, þegar við fórum fyrst til Mallorca hefur okkur langað til að eignast hús á Spáni. Og þegar við fórum með krakkana árið 1987 fórum við meira að segja að skoða staði.  Í hvert sinni sem við höfum komið hingað á þetta svæði hefur hugsunin komið upp, og nú hefur þessi draumur ræst, þó ótrúlegt sé. Ætluðum nú bara að kaupa lítið hús í sveitinni svona til að ditta að, en nú erum við bara komin með stórt hús í sveitinni á yndislegum stað, þar sem sólin skín alla daga.
Það fer nú ýmsilegt í gegnum kollinn á manni þegar ég stend ein í eldhúsinu og er að útbúa mat á gamlársdag fyrir okkur Dúdda tvö, alltaf hafa nú verið fleiri í mat, eða okkur boðið í mat ef vinir okkar vissu að við yrðum tvö. Þetta verður nú öðruvísi áramót en maður en vanur. Við eigum ekkert sjónvarp ennþá en það stendur til bóta á nýju ári. Svo við ætlum að fá okkur göngutúr niður í þorp. En hér á Spáni er lítið um að vera þeir horfa mest á snónvarpið á þessu kvöldi svo hittast þeir á torgum kl. 12 og borða 12 vínber, um leið og þeir telja niður. Þetta ætlum við að gera í kvöld.
Í gær var hangikjötið borðað sem Óli kom með og komu góðir gestir í mat til okkar Helga, Jesu og Ivan Snær. að var svo Fromac í eftirrétt sem tókst bara vel og svo fórum við í göngutúr gegnum bæinn og svo var borðaður Dísudraumur áður en þau fóru heim. Mjög íslenskt á okkar heimili.
Óli er á leiðinni til Barcelona á hjólinu og ætlar að vera þar yfir áramótin.
Gleðilegt nýtt ár góðir ættingjar og vinir og takk fyrir gamla árið sjáumst vonandi öll hress á komandi ári þegar við komum heim yfir sumarið og verðum í Sílakoti.
Guð blessi ykkur öll. Nýjárkveðjur
Ţórdís Guđmundsdóttir | laugardagurinn 29. desember 2007

Milli jóla og nýjárs

Ja, nú er rólegt hér i kotinu ég ligg í leti, en Dúddi er úti að mála í 15 gr. hita. Óli fór á hjólinu til Madrid á annan í jólum, fór þaðan í dag áleiðis til Barcelona, ætlar að vera í Zaragoza í nótt og halda svo áframá morgun. Svo hann verður í Barcelona og fagnar nýju ári, hann kemur svo hingað lílega 3. jan. Við verðum því bara tvö á gamlárskvöld, en það er bara fínt sjáum hvað nágrannarnir gera. Við fórum og keyptum okkur í matinn, töskukrabba eða Buey del mar og lítinn kalkún eða Pavo það verður nú fjör að elda þetta, svo verður drukkið eðal kampavín með sem gömlu eigendurnir skildu eftir handa okkur.
En þið sem voruð með kvíða yfir vatninu í glösunum hjá okkur þá get ég sagt ykkur að við drukkum hvítvín með rækjunum, eins og sést á myndinni af öndinni þá drukkum við eðalrauðvín með henni sem heitir Marqués de Céreces. Sem einhverjir kannast nú við ha.
Við erum núna að læra spönsku á hverjum degi. Óli kom með þrjá geisladiska með spönskukennslu, mjög gott að fá framburðinn, svo þetta smásíast inn.
Guðmundur og Lóa sendu okkur pakka og þar í ásamt fleiru var líka spönskukennsludiskur sem er svona líkur tölvuleik og er ansi góður við sitjum við tölvuna og leikum og lærum. Takk kærlega fyrir pakkann við höfum varla farið úr peysunum Takk,takk elskurnar.
Takk fyrir jólakortin og pakkana, og kveðjurnar hér á síðunni það er svo gott að finna að fylgst sé með okkur.
Passið ykkur á myrkrinu og snjónum.
Ţórdís Guđmundsdóttir | ţriđjudagurinn 25. desember 2007

Mótorhjóla jól

Óli ađ fá afhent hjóliđ
Óli ađ fá afhent hjóliđ
« 1 af 7 »
Gleðileg jól þið öll. Nú er komin jóladagur með 12 stiga hita og sól.
En í gær fórum við til Alicante um hádegið, öðruvísi aðfangadagur við lentum í umferðarteppu líka, og sóttum mótorhjól sem Óli var að leigja sér og ætlar að fara hér um í smáferðir jafnvel til Madrid. Þetta er alveg nýtt Harley Davidsson  voða flott, og hann alveg í skýjunum fer varla af honum brosið.
 En við borðuðum svaka stórar rækjur í forrétt svona næstum eins og spánverjar gera, svo elduðum við nýja önd,  eftir uppskrift ú spönsku bókinni minni hún var með appelsínusósu og var alveg æðislega góð mjúk og fín.
Svo gerði ég fromac eins og ég hef altaf gert með anans en hann vildi ekki þykkna nema efri hlutinn. Ég á nú enga hrærivél en ágætan handþeytara en það var eitthvað sem klikkaði kannski líka ,ég var með nýjan anans og kannski var matarlímið orðið of gamalt. Kanski kanski og ef,ef, aldrei að vita.  En hann var alveg ágætur á bragðið. En nú eru engir strákar að vakna eldsnemma til að fara fram og vera fyrstur í ísskápinn til að klára fromacinn ,  bara  hann Óli minn.
Á eftir ætlum við  að fara í göngutúr hér í kring og Óli ætlar að fara eitthvað á hjólinu.
Ţórdís Guđmundsdóttir | laugardagurinn 22. desember 2007

Bráđum koma jólin

Fórum ađ kaupa eldiviđ
Fórum ađ kaupa eldiviđ
« 1 af 5 »
Nú hefur verið mikið að gera í sveitinni. Taka á móti gestum og annað stúss, eins og að baka.
Ég bakaði brúna með brúnu, áður en Óli kom og eina sort af smákökum sem ég fann á netinu. Súkkulaðismákökur ansi hreint góðar. En það var vandamál með þá brúnu því í hana þarf kakó og það var ekki gott að finna, svo það var bara notað kókómalt og bragaðst hún bara nokkuð vel, eins var með flórsykur en hann fann ég á endanum. Óli kom 19. des. færandi hendi með fullt af jólapökkum til okkar og lestrarefni. Var voða gott að sjá hann og fá hann í heimsókn en hann er fyrsti gesturinn frá Íslandi til gistingar. Helga Þirý og fjölsk, komu í kaffi á miðvikudaginn og færðu okkur bæði hortensíu, appelsínur og jólapakka.
En þau verða í Madrid um jólin. Svo buðum við Unnsteini og Rut í mat á fimmtud. eldaði ég fína kjötsúpu hún var reyndar með svínakjöti en var ekki ósvipuð þeirri íslensku. Þau færðu okkur kampavínsglös og kampavínsflösku.
En nú erum við að undirbúa okkur fyrir jólin. Fórum í gær og keyptum okkur Önd og hamborgarhrygg og fyrir þetta bæði borgðuðum við 28 evrur ótrúlegt verðlag. En við ætlum að hafa önd á aðfangadag hvernig sem svo tekst að elda hana.
Svo erum við búinn að setja upp póstkassa og í hann erum við búinn að fá nokkur jólakort.
Mig langar til að þakka ykkur öllum fyrir sendingar og góðar kveðjur til okkar og svo segjum við Gleðileg jól öllsömul veit ekkert hvenær ég skrifa næst. Það hefur verið mjög hlýtt núna 15 stig og sól á köflum.