rds Gumundsdttir | laugardagurinn 21. september2013

Sumari er ekki enda

Helga Fermn og Dddi
Helga Fermn og Dddi
« 1 af 10 »
Eins og ég sagði í síðasta pisli um að sumarið væri búið, þá er það ekki satt hvað mig varðar. Því þar sem ég er nú komin hingað til Spánar þá er ég með sumarlengingu því hér er sumarið búið 20 okt. og síðan við komum hefur verið hitinn um 30 gr. og meira og varla hundi út sigandi fyrir hita. Nú t.d. sit ég og skrifa með viftu og  alla glugga lokaða til að halda hitanum úti núna er t.d. 30,4 úti og 26.5 inni og svitinn lekur og lekur, vill til að það er stutt að komast í sturtu.
Nóg um hitann við höfum haft það alveg svakalega fínt síðan við komum, Helga og Lilli komu með okkur og höfum við reynt eftir mætti að fara svona á markaði og í bæinn. Það er bara svoleiðis að það er varla hægt að hreyfa sig mikið og alls ekki hægt að fara í sólbað. Við fórum á ströndina einn daginn til að kæla okkur, strákarnir fengu sér góðan sundsprett og langan göngutúr. Við Helga lágum bara í leti og horfðum á fólkið leika sér. Það er svo gaman að sitja og horfa á aðra þegar það veit ekkert af því.
Við erum búin að fara á markað í Callosa, Almoradí, og Rafal hann er voða lítill en þar er fínt að kaupa grænmetið það er ódýrt og gott þar. Við fórum líka í stóra mollið og fengum okkur göngutúr þar og einnig að borða. 
Suma daga höfum við bara verið inni að lesa, prjóna og horfa á sjónvarpið þegar ekki hefur gefið út fyrir hita.
Á morgun erum við að fara í ferðalag til Andalúsíu og verðum þar að flækjast i viku. Ég á svo yndislega frænku sem á hús í litlum bæ umkringdum ólívutrjám og hún er bara búin að lána okkur húsið. Þaðan ætlum við að fara í dagsferðir og svo einn daginn til Sevilla og þaðan á golfvöll þar suður frá til að hitta Óla og Böddu sem verða þá stödd þar og verður sko gaman að vera með þeim kvöldstund. Annars er ekkert planað nema þetta, ferðasagan kemur í næsta bloggi þegar við verðum komin heim aftur.
Fermín verður heima til að passa húsið eins og venjulega. Hann var voða ánægður að sjá okkur og vorum við knúsuð hátt og lágt. Svo fór að rigna yfir okkar melónum, laukum og fleiru. Svo einn daginn kom hingað maður sem ég hef aldrei séð áður og gaf okkur fullan plastpoka af litlum góðum paprikum og eggaldinum ég var svo hissa því ég þekkti hann ekki neitt. En svona er fólkið í sveitinni yndislegt.
Það eiga margir af mínu fólki afmæli þessa dagana og væri nú  gaman að vera nær, Atli var í gær 20. sept. í dag 21. sept. er Gurrý systir Dúdda, á morgun  22. er Elísabet Ósk, 24 er Ísar Logi og svo Sverrir Úlfur 28, ég sendi ykkur öllum bara stóran knús og marga kossa, ef þið lesið þetta.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur.
rds Gumundsdttir | mnudagurinn 9. september2013

Sumari enda

a var fari a veia Dddi, Jn og sta
a var fari a veia Dddi, Jn og sta
« 1 af 15 »
Ja, þá er sumardvölinni á Íslandi að enda, við förum í loftið í fyrramálið til heitari landa, enda búinn að fá móg af rigingarsumrinu á Íslandi. Þetta hefur verið alveg óskaplega leiðinlegt sumar, veðurfarslega séð, en alveg yndislegat að öllu öðru leiti. Enda höfum við verið með börnum, tengdabörnum og barnabörnum lungan af sumrinu. 
Sumarbústaðurinn hefur verið mikið notaður, aldrei eins mikið held ég, við buggjum þar í allt sumar. Margir skemmtilegir gestir komið við og enn fleiri gist. Gleymdi nú alveg að telja í gestabókinni þetta árið.
Alveg í lok águst komu Ásta og Jón í heimsókn og voru nokkra daga, það var farið að veiða og fengust 2 silungar, þau fóru einng í göngutúr yfir Skarðshlíð og enduðu niður við Ögurkirkju þar sem ég sótti þau, Dúddi fór með þeim en ég sat heima og bakaði pönnukökur á meðan, ég er engin fjallgöngukona sú tíð er liðin, giktin segir stopp við svoleiðis og svo er ég svo fjandi lofthrædd, meiri gungan. Þau týndu líka alveg helling af berjum og eru búin að safta og sulta eins og við.
Svo komu Helga Þurý, Jesu og börnin í heimsókn og voru tvær nætur, þau voru líka að týna ber og gekk bara vel hjá öllum að fylla sínar dollur.
Við erum að fara út með ber og sultur til að eiga svona eitthvað gott íslenskt í vetur. 
Hér höfum við verið í viku hjá Atla og fjölskyldu og farið í mörg matarboð og svo fórum við til Hveragerðis í heimsókn til Helgu og Gumma og vorum að skoða nýja húsið sem þau voru að kaupa reyndar gamalt en nýtt fyrir þau. Voða fínt timburhús með stórum garði og á fínum stað. Gaman hjá þeim að geta nú farið í sitt eigið þegar þau koma aftur næsta vor heim frá Spáni.
Við vorum þar í sólarhring í góðu yfirlæti, takk fyrir okkur og öll þið hin sem buðu okkur í mat.
Nú bíðum við bara eftir morgundeginum og hlökkum mikið til að komast í sólina og hitta vini okkar úti á Spáni.
Eigið góða daga hér heima þó hann rigni.
rds Gumundsdttir | fstudagurinn 30. gst2013

Yfirlit yfir sumari, ttarmt og fleira

Dddi  trommunum
Dddi trommunum
« 1 af 21 »
Það er nú bara orðið ansi langt síðan ég skrifaði síðast sé ég, enda lítið verið í sambandi við tölvuna í sumar. Það er bara ansi gott að fá sér smá frí frá þessu öllu.
Nú erum við búin að ganga frá og loka sumarbústaðnum fyrir veturinn enda gott því veðrið er hundleiðinlegt og ekki gaman að vera í bústað í svona veðri.
Það hefur verið ansi gestkvæmt hjá okkur. Barnabörnin hafa verið mjög mikið hjá okkur þau Aron, Bjarney og Saga og margt búið að bralla og gera í sumar.
Það var haldið ættarmót á Góustöðum, við afkomendur pabba og mömmu Guðmundur Sveinsson frá Góustöðum og Bjarney Ingibjörg Ólafsdóttir, við erum 4 systkinin og voru mættir um 50 manns með börnum, barnabörnum og mökum. Þetta var alveg svakalega skemmtilegt og tókst alveg voðalega vel hjá krökkunum að undirbúa þetta og sjá um. Það var farið í kirkjugarðinn til mömmu og pabba, það var farið í jóka á túninu, grillað saman og skemmtiatriði og svo var endað með dansleik í skúrnum og þar spiluðu ungu mennirnir í fjöskyldunni með hjálp Dúdda á trommum, stóð hann sig alveg stórkostlega þó hann hafi nú ekki snert þær í langan tíma. Við vorum alveg einstaklega heppin með veður besta helgin sem hefur komið í sumar hitinn fór í 20 stig yfir daginn.
Svo var aftur farið í sveitina og komu Atli Geir og fjölskylda með okkur og voru þau í viku eða fram yfir verslunarmannahelgi, Edda þurfti að fara heim að vinna en kom svo aftur yfir helgina. Það var verið að vinna við að búa til pall fyrir utan stóra gluggann og þar verður komið gott skjól næsta sumar, vonandi.
Það hefur svo margt verið að ske að ég man þetta bara ekki allt svo ég set bara fullt af myndum sem þið getið flett og skoðað.
Nú erum við á leiðinni út í okkar annað heimili og verðum þar í 7-8 mán. og mikið hlakkar mig til að komast úr þessari rigningu og leiðindaveðri sem hefur oft verið í sumar, þó góðir dagar hafa komið inná milli.
Dúddi er búinn að týna svo mikið af berjum að ég var alveg að drukkna, ég er búin að búa til krækiberjasaft, aðalbláberjasultu og krækiberjahlaup, og svo frysta ber til að taka með út og pakka sultu í góðar umbúðir.
Nú er bara verið að þvo og pakka því við förum suður eftir helgi og út 10. september.
Eigið góða daga þó hann rigni og hvessi það styttir upp um síðir.

rds Gumundsdttir | laugardagurinn 20. jl2013

Sumar sveitinni

Elfa, Saga og Bjarney a fra mr afmliskrnu.
Elfa, Saga og Bjarney a fra mr afmliskrnu.
« 1 af 18 »
Það er nú kominn tími til að halda áfram með dagbókina mína áður en ég gleymi öllu, en það er nú gott að hafa myndirnar til að muna hvað hefur skeð í sumar. Þetta hefur verið ansi annasamt og margir gestir komið við, bæði til gistingar og lítið í kaffi.
Það er nú svo gaman að að fá gesti.
Saga Líf hélt uppá 8 ára afmælið sitt í sveitinni og þá var veðrið ansi leiðinlegt grenjandi rigning og rok  en foreldrar létu nú það ekki á sig fá og mættu með börnin sem fengu júce og pylsur eins og hver vildi og inni í húsinu var kaffi og meðlæti fyrir þá eldri. Karlarnir slógu bara upp tjaldi á pallinn og þar fóru veitingar fram fyrir börnin, sem voru svaka lukkuleg. Þau fóru í leiki og léku sér í aparólunni. Það var líka gaman að við vorum svo saman Ágústar fjölskylda og Atla fjölskylda. Þetta var því ansi skemmtileg helgi það vantaði bara Helenu með sína og Óla og Elísabetu. Nú er Óli reyndar komin með kærustu sem á 3 börn og komu þau líka til okkar og voru hjá okkur í tvo daga og var þá ansi mikið fjör og mikið gert. Smíðaður kofi, bátar og flugvélar svo eitthvað sé nefnt, þau voru bara mjög ánægð í sveitinni og segjast ætla að koma aftur næsta sumar.
Svo kom Jakobína frænka mín og Carmen kærastan hennar í heimsókn en þær búa í Madrid á veturna, þær gistu hjá okkur eina nótt í gestahúsinu og voru alveg í skýjunum sérstaklega Carmen sem hefur búið í Madrid alla sína ævi. Hún sagði að þetta væri besti dagur í lífi hennar og gistingin í gestahúsinu litla væri besta hótelherbergi sem hún hefur gist í. Gaman þegar hægt er að koma fólki á óvart nú til dags þegar allt er til alls allsstaðar. Allavega voru þær hæstánægðar þegar þær fóru.
Svo fóru Dúddi og Aron á skak og fengu nokkra þorska og 2 markríla, vonandi verður ekki allt vitlaust í makríldeilunni út af því en þeir voru voða góðir ég steikti þá og allir borðuðu með góðri lyst. Þorskurinn var saltaður og svo frystur svo nú er til nógur matur í kotinu. 
Þetta er nú bara gott hjá mér því ég er í barnapössun Ágúst og Hrefna fóru í gönguferð um Hornstrandir og eru á leiðinni heim aftur voða sæl og ánægð, og við förum í mallakútaveislu í kvöld hlakka mikið til að hitta kútana mína.
Eigið góða sumardaga.

rds Gumundsdttir | mivikudagurinn 19. jn2013

Lngu komin heim

17. jn  Skarseyri
17. jn Skarseyri
« 1 af 10 »
Það hefur bara verið svo mikið að gera að það hefur enginn tími verið til að blogga eitthvað af viti.
Nú erum við búinn að hitta öll börn og barnabörn, fórum að sjá Mary Poppins með barnabörnum og tengdadætrum og var það alveg stórkostlegt og alveg frábær sýning og allir skemmtu sér vel. 
Nú erum við komin inní djúp í sumarbústaðinn og eru Aron Viðar og Saga Líf þar með okkur og von er á Bjarney Kötu um helgina. Veðrið hefur verið alveg frábært sól og hlýtt og logn, stundum smá hraði á því en allt í góðu. Förum aftur þangað seinnipartinn í dag, lítið stoppað í bænum enda börnin spennt að komast aftur í sveitina. 
Verðum þar í sumar og ef þið eigið leið hjá endilega komið í kaffi.
Enginn tími til að skrifa meira í dag.
Eigið góða sumardaga og farið varlega í umferðinni.