Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 16. desember 2007

Jólaljós í Almoradí

Jólaljósin á torginu í Almoradí
Jólaljósin á torginu í Almoradí
« 1 af 6 »
Nú er kominn enn einn sunnudagur hér í sveitinni. Og er gaman að fylgjast með fjölskyldulífinu hér í kring. Hér býr að mestu eldra fólk, og svo koma öll börnin og barnabörnin í mat heim til mömmu og pabba á sunnudögum, og stendur þetta yfir allavega í næsta húsi svona frá 2 til 4 eða 5 svona eftir ástæðum líklega. Þetta minnir mann svolítið á sunnudagssteikina hjá mömmu læri eða hrygg, en þá voru engir með afkomendur með. Nágrannin er eldri maður ekta spánverji eins og maður hefur alltaf ýmindað sér þá þettur á velli og gengur um allt og skoðar akrana sína og reynkir stærðar vindil allan daginn. Á meðan er konan hans að þrífa og elda mat allavega hálfan daginn, en þá fara þær nágrannakonur í göngutúr eða sitja hér úti í horninu og spjalla mikið. Nágranninn kom í dag til Dúdda og færði honum þrjá ætiþirsla því hann er að mála sameiginlegan vegg, en það versta er að ég kann EKKERT með þá að fara, svo vinsamlegast ef þið vitið eitthvað um ætiþirsla sendið mér línu á silakot@gusti.is eða bendið mér á hvar ég finn eitthvað um þetta. þeir eru víst herramannsmatur þetta er hér á öðrum hverjum akri. Ég fékk mér einu sinni pizzu með þeim og hún var mjög góð.
Svo langar mig til að benda ykkur á svakalega góðan ávöxt sem hefur bara verið svona almennt ræktaður hér á Spáni frá 1957 eða eitthvað svoleiðis fyrst var hann bara tré í görðum en tréð kemur frá Kína hann heitir Persimmon eða Kaki sem hann er líka kallaður hann smakkast eins og ferskja, pera og aprikósa, mikið af vitamínum í honum sérstaklega A vitam. Ég borða einn á dag.
Svo ætla ég að setja eina mynd af fallegustu gluggaskreytinu sem ég hef séð fyrir jól við fórum inn í búðina og fengum að taka mynd af jólasögunni ef þetta kemur vel út sjáið þið hvað þetta er flott. En þetta er í voða fínni gardínubúð hjá öllum husgagnaverslunum hérna rétt hjá.
Nú er bara afslappelsi ég sit og blogga eða prjóna og Dúddi les og heldur arineldinum við. En við kveitum upp kl. 5 í dag svo sitjum við bara hér í eldhúsinu en hér er fínn sófi ennþá.
Ekki lengra í dag og Halla takk fyrir uppskriftina og Jón ertu búinn að baka fyrir okkur rommkökur? hver er prósentan.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 13. desember 2007

Heimaí Mudamiento

Nú er kátt í höllinni, við fengum símann og Internetið hingað heim í dag, svo nú sit ég við eldhúsborðið og blogga með smá rauðvín og nýbúinn að borða. Við fórum í dag til Almoradí og keytpum okkur síma sem nú er í hleðslu svo nú getum við farið að hringja oftar án þess að síminn detti út.
Það er búið að hengja jólaljósin upp í Almoradí svo verður kveit á þeim á morgun kl. 18;00 við ætlum að fara þá og sjá lífið. En þetta er alveg passlega stór bær fyrir okkur sveitafólkið og erum við bara orðin nokkuð góð í að rata þar. Krikjan er miðpúnkturinn svo löbbum við bara í kring. Það er ferlegt að lesa hvað það er vond veðurspá hjá ykkur, passið nú öll jólaljósin þau hjóta að fara illa. Okkar eru bara inni en jólarósin úti. Það var kalt í morgun og hitinn fór bara rétt yfir 12 stig í dag en sól. Við fórum í göngutúr í dag og náðum okkur í nokkrar appelsínur. Á morgun ætla ég að reyna að baka eina sort af smákökum en ekki er ég búinn að ákveða hverja, sendið mér hugmynd eða uppskrift, mínum var rænt.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 12. desember 2007

Mudamientio

Jólarósin í ár er úti
Jólarósin í ár er úti
« 1 af 4 »
Nú er lífið orðið eðlilegt og hefur sinn vanagang, vakna á morgnana og hefja daginn. Það er nú búið að vera ansi mikið að gera undanfarna viku. Þrífa og þrífa, bæði inni og úti. svo skinnið er næstum farið af höndunum á manni, efnin hér eru svo sterk. Þjófarnir stálu nefnilega Super 10 sápunni minn Auður, svo ég hef verið að nota spænskar sápur sem eru svo sterkar, ég sakna super 10 sem ég tók með sérstaklega með til að þrífa nýja húsið á Spáni.
En það er gaman að elda mat hér alltaf nýtt og gott hráefni og grænmetið er svo ferskt og gott og nú borðum við mikið af því á hverjum degi meira að segja Dúddi er bara orðin nokkuð sáttur við það. Svo borðum við mikið af ávextum sem eru svo safaríkir og góðir.
Við þurfum nú að fara langt til að skrifa á okkar vél svo það er nú ekki mikið skrifað. Við höfum beðið í tvo daga núna eftir símamanninum en okkur var lofað neti og síma þann 15 des og sjónvarpi en við eigum nú ekkert ennþá.
Kannski fáum við þvottavél hjá Helgu í dag það verður nú munur að geta þvegið þessa fáu druslur sem maður á orðið.
En allt gott og ekkert jólastress hér. Hitinn í dag er um 16 en var 25 sl. sunnudag.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 5. desember 2007

Mudamiento

Bæjarskiltið
Bæjarskiltið
« 1 af 8 »
Nú erum við búinn að vera í húsinu í 4 nætur og hefur það bara gengið vel, vöknum við hanagal á hverjum morgni og sofnum við gelt á kvöldin, en rólegt yfir næturnar engir ræningjar á ferð. Það er mikið að gera við að þrífa og koma sér fyrir með þetta litla dót, en gott er að hafa fengið öll þessi husgögn. Gamla frúin skildi eftir handa okkur fullt af glösum einn grunnan disk nokkra djúpa og einn fylgidisk svo við höfum getað fengið okkur að borða af diskum. Svo var fullt af gömlum glösum í fína skápnum og gamlir bollar svona einn og einn stakur gott fyri bollasafnara kanski maður byrjai bara á því hér.
Það var ansi kallt í húsinu fyrstu tvo dagana sérstaklega á kvöldi og nóttunni því sólin er ekki sterk núna og hitinn fer niður í 10 gr, á nótunni en þetta er allt að lagast og við að læra að láta sólina verma húsið.
Erum búinn aðfara í nokkra göngutúra um svæðið, í gengum appélsínu og sítrónuakra þar sem trén svigna undan þessu, en nú á víst bráðum að fara tína þetta af.
Á laugard0gum er markaður í næsta næ sem heitir Almoradí 10 mín akstur og þar versluðum við grænmeti og ávexti ásamt ýmsu öðru smálegu.
á nú eftir að hreinsa kalkúnastíjur sem voru á baklóðinni og kemur ansi vond lykt af því en þetta verður tekið núna. Kalkúnarnir fylgdu ekki með í kaupunum en þá borða spánverjar um jólin.
Okkur sýnist að nágrannarnir séu besta fólk en við höfum nú ekki mikið reynt að tala við þau enn enda ekki orðin góð í spænsku.
En þetta er heimilisfangið okkar hér:
Þórdís eða Dúddi
Ur Barrio de los Perros 3
03369 Mudamiento
Orihuela Alicante
Espana

Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 30. nóvember 2007

Mundamiento

Mundamiento húsið okkar
Mundamiento húsið okkar
Þá er það staðfest, við höfum eignast hús á Spáni!!! allt gengið upp og allir oappírar eru komnir þeir eru svona 1 kg að þyngd ekkert smáræðis pappírsflóð. En við fengum  þá afhenta um hádegi í gær. Og fórum auðvitað uppeftir að skoða betur og tókum eitthvað af öllum þessum farangri sem voru nokkrar flíkur í plastpokum því við misstum jú allar okkar töskur, en við fórum og keyptum eina hjá kínverja í gær. Þetta lítur mjög vel út en það þarf sko að taka til hendinni svo Dúddi hefur alveg nóg að gera í vetur við að dunda þarna í mörgu.  Þetta var ekkert þrifið svo nú er að bretta upp ermarnar og byrja að skrúbba nú væri gott  að fá  duglegar hendur. En við höfum svo mikinn tíma og við gerum þetta bara á spánverjahraða og segjum manjana.  Við sendum ykkur myndir þegar við verðum búinn að fá okkur nýja vél.  Ég kann alltaf betur og betur við svæðið það er við verðum, þarna eru bara spánverjar og ein ensk hjón sem er nú ágætt, en nú er bara að hella sér í spönsknám svo hægt sé að tala við nágrannan sem er allt svo eldra fólk og virðist vera mjög elskulegt.  Húsgögni eru ansi flott og konan skildi eftir fullt af glösum bollum og öðru í eldhúsið, þegar hún frétti að við höfðum verið rænd. Gömul vín sem við vitum ekki einu sinni hvað er við bíðum með að drekka það þangað til Harrý hefur komið í heimsókn  og getur sagt okkur hvað þetta er.
Nú erum við að fara að versla inn og það verður eins og að byrja fyrst að búa, ekkert til.
Mig langar til að þakka ykkur öllum fyrir fallegar og góðar hugsanir til okkar vegna hjólhýsisins, við erum svona að jafna okkur á þessu en erum voða vör um okkur finnst alltaf eins og verið se´að fylgjast með okkur, sofum ekki nógu vel. Bíllinn er kyrfilega læstur en við spyrjum alltaf á verjum morgni er hann þarna? Þetta lagast vonandi þegar við komum þarna uppeftir því þar eru húsin varla læst en okkar verður harðlæst.
Er búinn að finna netkaffi í Almoradí sem er í 10 mín keyrslu að heiman þangað get ég farið næst en þar er ekki hægt að vera með sína tölvu.
Læt adressuna koma seinna því mig vantar póstmúmerið, við vorum að panta síma og internet og eigum að fá það 15 des. en við trúm nú ekki að það verði alveg svo gott en sjáum til lukkudísin er að koma til okkar aftur. Við erum hress og tilbúinn í átökin við húsið.