Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 24. nóvember 2007

Entre Golf

Þetta er horfið með öllu.
Þetta er horfið með öllu.
Nú eru fréttir bæði góðar og slæmar veit ekki hvar á að byrja því við erum enn í sjokki. Góðar fréttir fyrst. Við fáum húsið afhent næsta fimmtudag kl 10:30. Þá förum við á einhverja skrfstofu sem kallast notaria og þar verður skrifað undir og allt gert klárt vonandi stenst það allt. Bankinn sölumaður og lögfræðingur, eigendur og við eigum öll að mæta þarna svo verður Helga Þurý með okkur sem túlkur og andlegur stuðningur sem ekki veitir nú af. En þið fáið fleiri fréttir um þetta á föstudag. Ef ég kemst í tölvu.
En á fimmtudagsmorgun þegar við komum út til að fara til bankastjórans og ræða lánið var hjólhýsið okkar fallega HORFIÐ.
Því var stolið um nóttina með manni og mús eins og við segjum. En þarna voru næstum allt sem við lögðum af stað með frá Íslandi og átti að fara í nýja húsið, einnig ýmislegt sem við vorum búinn að kaupa hér. Einnig GPS María elskan sem hjálpaði okkur að komast hingað og myndavélin okkar svo ekki er hægt að senda myndir í bráð þið fáið  bara gamlar.  Eitthvað af fötum vorum við með inni í húsinu sem betur fer. En öll verkfærin hans Dúdda og handavinnan mín allt horfið í einhverja fjandans þjófa sem kunna ekkert að virða eigur annara. Við erum nú búinn að vera í sjokki síðan og varla farið út úr húsi, því varalykillinn af bílnum er í hjólhýsinu eða minn lykill var þar í gömlu veski.
Svo nú erum við dauðhrædd um að þeir komi bara og sæki bílinn næst. En við erum búinn að kaupa stýrislás og hjólalás og lás á hliðið inn í garðinn svo vökum við á nóttunni og athugum hvort við heyrum einhverja koma og taka hann, en þetta er líka svona hystería eins og þið skiljið. En þetta lagast nú allt þegr við flytjum í sveitasæluna með spánverjunm því það eru ekki þeir sem eru að stela hérna þetta er fólk frá Rúmeníu og Marokko segja þeir sem best vita. Lögreglan gefur ekki mikla von um að þetta finnist en við erum búinn að kæra þetta og gerðum það strax.
En við erum heil á húfi og höfum hvort annað og okkur líður bara sæmilega eftir aðtæðum.
Núna er grenjandi riging og 12 stiga hiti það á að vera á sól á morgun en hún er orðin ansi lágt á lofti, hér er ekkert jólalegt hvergi ljós bara smá dót í búðum. Svo við finnum lítið fyrir jólastressi. Heyrumst síðar er að fara heim og steikja kjúkling og fá mér rauðvínsglas.
Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 20. nóvember 2007

Entre Golf

Ströndin í Campoamor
Ströndin í Campoamor
« 1 af 3 »
Það var hringt í okkur í morgun og sagt að nú væri líklega allt að ganga upp með húsið, loksins.
Lögfræðingar og eigendur eru búnir að spjalla saman og eru líklega komnir á niðurstöðu sem við samþykktum.En líklega verðum við að lifa á vatni og brauði í vetur, annars er ódýrara að drekka rauðvín með brauðinu og líka meiri næring.
Í síðust viku fórum við að skoða eina ströndina í viðbót í Campoamor það er fátt fólk þar á sveimi,  þó alltaf sé einhver þar.
Á siðasta sunnudag fórum við í bíltúr til Cartagena sem er stór borg hér svolítið sunnar. Það var gaman að flækjast þar  og skoða torg og hafnir. Svo fengum við okkur að borða Calamaris la romana, ansi góður smokkfiskur sem er djúpsteiktur.
Svo fórum við í göngutúr inn á sítrónuakur í gær og ég týndi nokkra köngla til að punta yfir jólin. Þaðan fórum við uppá kanalinn og gengum þaðan heim góður túr. Ætla aftur í dag og týna fleiri köngla og kannski ég steli einni sítrónu í leiðinni.Það er sólalaust í dag fyrsti dagurinn í langan tíma en hitinn er um 20 stig, það á víst að rigna á morgun samkvæmt spánni.
Við erum enn í húsinu þeirra Helgu og Lilla og er alveg frábært að eiga svona góða vini sem lána manni húsið sitt í óákveðin tíma. En þetta fer nú vonandi að stittast í þessu. Takk fyrir elsku Helga og Lilli.
Óli er búinn að panta far og kemur 19. des. og ætlar að vera hjá okkur um jolin það verður gaman   að hafa hann
Og Anna Lóa systir mín átti afmæli 15 nóv. og til hamingju með það.
Takk fyrir heimsókir á síðuna gaman að vita að þið eruð að fylgjast með.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 14. nóvember 2007

Entre Golf

Helga Þurý, Jesus og Ivan Snær
Helga Þurý, Jesus og Ivan Snær
« 1 af 5 »
Það hefur nú ekki mikið verið að gerast síðan síðast. Jú veðrið er alltaf gott hérna um 20 stiga hiti og sól.
Á síðasta sunnudag bakaði ég pönnukökur og við buðum Helgu Þurý og fjölsyldu í pönnukökur og rjóma. Það var gaman að hitta þau og sá litli Ivan Snær lék á alls oddi.
Svo þurfti Dúddi að kíkja á bílinn Það var eitthvað urg í hjólunum en svo var þetta bara gömul íslensk drulla sem þurfti að fjarlæga. Svo var það með flugnaveiðarann við keyptum fernuvín í Consum á 85 cent og fengum okkur glas með matnum en flugurnar voru svo hrifnar af því að þær fengu bara að drekka eins og þær vildu, við fengum þá frið fyrir þeim á meðan.
Í gær fórum við í göngutúr um Parc Natural La Mata það var um klukkutíma gangur og þar gátum við skoðað bæði fugla og plöntur. Svo fórum við niður á stönd til að fá okkur að borða góðan mat og gengum þar um líka.
Annars allt við það sama.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 10. nóvember 2007

Entre Golf

Búum enntá á Entre Golf en forum tatan fljótlega. Tad voru ýmsir pappírar óklárir í sambandi vid húsid sem verid er at koma í lag núna. Tad mun skírast fljótlega eftir helgi.
Núna í dag hefur verid rigning og 15 stiga hiti, en óskop milt og gott vedur.
Erum at versla í matinn hér í Mercadona, hér er getur madur farid á netid., svo mér datt í hug at láta vita af okkur.
Jú vid skodudum mondlubúgardinn en hann var varla íbúdarhaefur og tufti kraftaverk til at koma honum í gott lag.
Annars bara gott af okkur, forum í gongutúra og skodum mannlífid.

Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 6. nóvember 2007

Kokkar á Spáni

Kanína á Dúdda diski
Kanína á Dúdda diski
« 1 af 5 »
Takk fyrir allar hamingjuóskirnar, þetta fer vonandi allt vel, en núna er ekkert að gerst allt í höndunum á bankanum. Við fáum nú líklega fréttir seinna í vikunni.
En við Helga höfum verið að leika okkur í eldhúsinu hérna á Spáni. Ég fékk svo flotta bók um Spán frá gömlu starfsfélögum mínum sem við höfum verið að grúska í og fundið nokkrar góðar uppskriftir.
Til dæmis kjúklingur með hvítlauk, súkkulaði og rækjum! hvernig líst ykkur á þó ótrúlegt sé þá var þessi matur alveg svakalega góður sjáið mynd.
Svo var í fyrradag, já Harpa Ólafsd. vð elduðum kanínu með hvítlauk og ýmsu kryddi, þetta var alveg ótrúlega gott, svo gerðum við líka tómatsalat mynd fylgir.
Annars er lífið voða ljúft hér hitastigið er um 23 á daginn en kólnar aðeins á kvöldin. Og dagarnir fljúga áfram. Nú fara Helga og Lilli annað kvöld og verður þá tómlegt hjá okkur. Við verðum í húsinu á meðan við tökum til svo förum við á tjald svæði hér nálægt. Látum vita þegar eitthvað verður að frétta.