Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 16. október 2007

Santa Pola

Nú erum við búinn að vera hér í Santa Pola síðan 10. okt. í bæði grenjandi rigingu þrumum og eldingum, sérstaklega tvo fyrstu dagana.
En svo skein sólin á ný. Ég vona að rigninarkonan í mér fari nú að stoppa, því mig langar ekki til Afríku.
Hér hittum við Elínu Þóru og Jón og höfum verið með þeim hér, út að borða og svo borðuðum við saltfisk hjá þeim, mjög góður. Í gær fórum við til Torrevieja, og fórum í heimsókn til Helgu Þirý frænku Dúdda, en hún ætlar að hjálpa okkur að kaupa eitthvað hús hérna. Svo fórum við að flækjast um bæinn og Dúddi lét litla sæta stelpu klippa sig, svo nú lýtur hann betur út. Tjaldsvæðið er fínt þar erum við orðin ansi heimakominn og allir farnir að heilsa okkur á ýmsum tungumálum. Skoðuðum eitt í Torrevieja sem við förum kannski á seinna ef þarf.
Efir hádegi förum við líklega að skoða eitt hús en þar er bara RIGNING eins og er svo Helga vill bíða til kl. 1 læt vita seinna hvað verður. Annars förum við í fyrramálið að skoða 2.
Núna sit ég heima hjá Elínu og Jóni og fæ að blogga frítt, takk kærlega fyrir okkur.
Og Sissa og Óli er ekki afmælisdagar núna innilega til hamingju. Svo koma Helga og Lilli á fimmtudaginn og okkur hlakkar mikið til að hitta þau. Það verður gaman að reyna að finna flugvöllin en María er að reyna að hjálpa okkur.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 10. október 2007

Moncofa,

Þórdís bloggari
Þórdís bloggari
« 1 af 6 »
Keyrðum frá Tarragona á mánud. eftir góðan tíma þar. Gáfum Maríu frí og ég tók við og gekk það alveg frábærlega að aka efir N340. Mjög falleg leið mikið af appelsínu og sítrónutrjám. Sáum líka möndlutré og menn að tína möndlur.
Erum núna í litlum bæ sem heitir Moncofa hann er norðantil við Valensíu,  alveg frábærum hita,  stutt á stöndina en ekkert legið þar.
En í gær var hér hátíðisdagur sýslunnar og við fórum að sjá nauta(allir voru að hlaupa undan nautunum ) það var ansi gaman að sjá þetta. Það var búið að setja rimla og loka götunum svo áhorfendur voru ekki í hættu. Svo veinuðu allir og góluðu og hjómsveit lék líka og þetta var mikill Spánskur hávaði. Við fórum með enskum hjónum sem eru búinn að vera hérna í 2 vikur og eru á leiðinni heim. Mjög viðkunnanleg og við erum búinn að æfa okkur heilmikið í ensku.
Förum á morgun líklega á Santa Pola tjaldsvæði, það fer eftir hvernig gengur að rata og keyra.



Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 7. október 2007

Tarragona

Við erum hér enn, en ætlum að halda lengra suður á bóginn á morgun eða á stað líklega norðan við Valencia.
Hér hefur verið slappað af og farið í göngutúr og setið í sólinni. Þaað er um 23 stigia hiti yfir daginn en kólnar á kvöldin.
Það er verið að loka þessu svæði svo margir eru að pakka saman sínum sumarbústað, þ.e. hjólhýsi og fortjöldum, sem hafa verið hér lengi og þvílíkt dót ísskápar og sófasett sett í kerru og farið með heim fyrir utan allt hitt. Þá er nú betra að hafa hann alltaf á sínum stað í Skötufirði. Svo eru hér líka fólk í litlum tjöldum og stórum húsbílum með lítinn Smartcar með sér á kerru aftaní til að skeppa í bæinn.
Nú er verið að fara í sturtu og elda kvöldmat .
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 6. október 2007

TARRAGONA, LAS PALMERAS CAMPING SPÁNN

Nýju stólarnir og borðið flott
Nýju stólarnir og borðið flott
« 1 af 5 »
JÁ, Nú erum við bara komin til Spánar. En á síðasta tjaldsvæði í Frakkl. vöru þrumur og eldingar um nóttina, allt rennandi blautt og eitthvað svo nöturlegt. Hann stendur við vínakur og var mikið af flugum pínulitlum. Við fórum samt að skoða okkur aðeins um en það bara ringdi, svo við ákváðum að bruna bara til Spánar í sólina. En það var æðislegt í Frakkl. bara of mikil rigning. En  bærinn Anduze þar sem við vorum í þrjá daga var eldgamall og svo svakalega þröngar götur sem gaman var að skoða.
Já við brunuðum til Spánar á hraðbrautum og vorum um 5 tíma á leiðinni hingað. Það var skondið að fara gegnum vegatollana, þurftum að bakka til baka fórum á vitlausan stað og alltir að flauta voða gaman. Svo kom ein kona til að segja okkur hvað við ættum að borga við vorum ekki með neinn miða, og í þriða skiptip kom kall og sagði okkur að nota Visa kortið. En við komumst hingað á flott tjaldvæði alveg niður við stönd sólin skín og hitinn kominn núna um kl.12 í 20 stig.
Hér ætlum við að vera staðsett fram á mánudag liggja í sólinni og slappa loksins af og reyna að fá  á okkur smá lit. En það var aldrei hægt í Frans. Annars leist mér ekkert á þetta þegar við komum í gær þá komu nokkrir dropar, og ég sagði við Dúdda að nú færi ég að ráða mig á einhver þurrkasvæði í Afríku þá vantaði ábyggilega svona regnkonu!!!
Sitjum hér úti við lokaðan pöpp þar sem er frítt netsamband sem ég ætla að nota mér á meðan ég er hér.
Hér er svolítið meiri hávaði en í þröngum dölum Frakkl. Járnbrautin er á annan vegin sjávarniður á eina og flugvélar á einni, en við sváfum bara vel í nótt, hávaðinn hætti að mestu um kl. 24.
OG Önundur elskan til haminhju með 60 árin og vonandi gengur veislan vel í kvöld.
Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 1. október 2007

Anduze, suður Frakkland

Ferjan sem fór með okkur yfir landamærin
Ferjan sem fór með okkur yfir landamærin
« 1 af 7 »
Fórum með ferju á milli Þýskalans og Frakklands þar vildi maría fara með okkur og var það fínt að sleppa við alla umferðina, á meðan við erum að venjast að keyra í France. Erum búinn að vera í Frakklandi síðan í síðustu viku, veit varla hvaða dagur er í dag. Fórum fyrst á tjaldsvæði sem er í bænum St. Dié, vorum þar í tvo daga, og skoðuðum okkur um í bænum. Fórum líka að skoða tvo hvítvínsbæi þar fyrir austan og eru í Alsace héraði sem er mikið vínhérað. Fórum og fengum okkur að borða og hvítvín með eða ég Dúddi keyrir, Maturinn var nú ekkert sérstakur en allt í lagi. Það ringdi á okkur allan daginn og er eiginlega búið að gera síðan við komum hingað en nú er 20. stiga hiti. Annars er eldað hér á hverjum degi því við höfum svo fínt eldhús. Og Dúddi er svo duglegur að vaska upp. Annars er þetta hjólhúsa líf ansi skondið. Við vorum svaka feimin fyrstu dagana og þorðum varla að hreyfa okkur. Það er svo mikil nálægð við aðra sem maður er ekki vanur. En svo verður maður bara harður af sér og byrjar á að æða inn og vita hvort það eru góð klósett og sturtur og hvort hægt er að vaska upp. En hér tala allir útlensku sem við erum ekki brött í, en ég skildi þegar ég mætti einum gömlum þegar ég var að fara á klósettið þá sagði hann "Bonsjur Madame" mér fannst þetta svo flott að ég sveif þann daginn enda hef ég aldrei verið ávörpuð svona fyrr.
En leið lá svo til Macon þar var mjög gott að vera og mikil umferð og það var bara eins og að horfa á sjónvarp, hvað er nú það?. Fórum til bæjarins og fórum í tvær kirkjur mjög flottar. Þarna vorum við í tvær nætur.
Keyrðum ansi langt í gær í heila 6 tíma og lentum á svæði sem var ekkert skemmtilegt en fórum í góðan  göngutúr í morgun þar sem var mjög fallegt og frábært útsýni vorum á gangi í 2 tíma. Fórum þaðan á hádegi og fórum bara stutt og erum hér á mjög fallegum stað, og verðum hér allavega næstu nótt líka.
Til hamingju með afmælið um daginn Sverrir minn, og Magni rauðvínið var bara mjög gott.